Maltneska fyrirmyndin og Evrópa Andrés Pétursson skrifar 23. maí 2013 06:00 Ísland hefur nú gert fríverslunarsamning við Kína og er það af hinu góða. Hins vegar breytir það litlu varðandi þá staðreynd að Evrópumarkaðurinn er og verður langmikilvægasti markaður fyrir íslenskar vörur og þjónustu næstu árin og áratugina. Það er því mikilvægt að skynsamt fólk í öllum stjórnmálaflokkum láti ekki tímabundna erfiðleika í nokkrum Evrópulöndum blinda sér sýn varðandi stefnumörkum í alþjóðamálum. Það versta sem við gætum gert er að loka Evrópudyrunum og taka upp einhvers konar sjálfsþurftarbúskap í alþjóðasamstarfi. Einstaka álitsgjafar hafa líka haldið því fram að með hinum nýja fríverslunarsamningi við Kína og auknum áhrifum annnarra Asíulanda í heimsviðskiptum þá eigum við Íslendingar að snúa okkur í ríkari mæli austur á bóginn í leit að bandamönnum. Ekki er ég á móti því að eiga í viðskiptum við sem flest lönd en gleymum því aldrei að Kína er gamalt heimsveldi og ætlar sér stóra hluti á komandi áratugum. Það er því mikilvægt að stíga varlega til jarðar í samskiptum við risann í austri og gott að eiga góða og öfluga bandamenn í Evrópu. Langtímahugsun Maltverjar hafa tekið mjög skynsamlega á þessu máli. Þeir gengu í Evrópusambandið árið 2004 en hafa á sama tíma stóreflt samskipti sín við Kína. Á þessum tæpu tíu árum hafa Kínverjar sexfaldað beina fjárfestingu í landinu og kínverskar viðskiptasendinefndir koma reglulega til landsins. Í máli Joe Borge, fyrrum utanríkisráðherra Möltu, sem kom hingað til lands fyrir rúmum tveimur árum, kom fram að Kínverjar hafa sexfaldað beina fjárfestingu (FDI) í landinu og að ferðir kínverskra viðskiptasendinefnda til Möltu hafa margfaldast. Ástæðuna telur Borg meðal annars vera að Maltverjar hafa leitt nefnd Evrópuþingsins sem sér um samskiptin við Kína. Því sjái Kínverjar sér hag í því að rækta tengsl sín við Möltu. Í nýlegri grein í The Malta Independent, sem er eitt helsta dagblað Möltu, kemur fram að þrátt fyrir efnahagsörðugleikana í heiminum á undanförnum misserum hafa Kínverjar og Maltverjar aukið viðskipti sín á milli um 25% undanfarin þrjú ár. Í því sambandi er vert að geta þess að yfirvöld á Möltu hafa haldið vel á sínum málum varðandi evruna og því hafa eyjarskeggjar ekki lent í sömu hremmingum og nágrannar þeirra í Grikklandi og á Kýpur. Á þessu sést að með skynsamlegri efnahagsstefnu og langtímahugsun í alþjóðamálum er hægt að sameina kosti þess að ganga í Evrópusambandið og á sama tíma rækta samband sitt við hin nýju efnahagsstórveldi í Asíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Ísland hefur nú gert fríverslunarsamning við Kína og er það af hinu góða. Hins vegar breytir það litlu varðandi þá staðreynd að Evrópumarkaðurinn er og verður langmikilvægasti markaður fyrir íslenskar vörur og þjónustu næstu árin og áratugina. Það er því mikilvægt að skynsamt fólk í öllum stjórnmálaflokkum láti ekki tímabundna erfiðleika í nokkrum Evrópulöndum blinda sér sýn varðandi stefnumörkum í alþjóðamálum. Það versta sem við gætum gert er að loka Evrópudyrunum og taka upp einhvers konar sjálfsþurftarbúskap í alþjóðasamstarfi. Einstaka álitsgjafar hafa líka haldið því fram að með hinum nýja fríverslunarsamningi við Kína og auknum áhrifum annnarra Asíulanda í heimsviðskiptum þá eigum við Íslendingar að snúa okkur í ríkari mæli austur á bóginn í leit að bandamönnum. Ekki er ég á móti því að eiga í viðskiptum við sem flest lönd en gleymum því aldrei að Kína er gamalt heimsveldi og ætlar sér stóra hluti á komandi áratugum. Það er því mikilvægt að stíga varlega til jarðar í samskiptum við risann í austri og gott að eiga góða og öfluga bandamenn í Evrópu. Langtímahugsun Maltverjar hafa tekið mjög skynsamlega á þessu máli. Þeir gengu í Evrópusambandið árið 2004 en hafa á sama tíma stóreflt samskipti sín við Kína. Á þessum tæpu tíu árum hafa Kínverjar sexfaldað beina fjárfestingu í landinu og kínverskar viðskiptasendinefndir koma reglulega til landsins. Í máli Joe Borge, fyrrum utanríkisráðherra Möltu, sem kom hingað til lands fyrir rúmum tveimur árum, kom fram að Kínverjar hafa sexfaldað beina fjárfestingu (FDI) í landinu og að ferðir kínverskra viðskiptasendinefnda til Möltu hafa margfaldast. Ástæðuna telur Borg meðal annars vera að Maltverjar hafa leitt nefnd Evrópuþingsins sem sér um samskiptin við Kína. Því sjái Kínverjar sér hag í því að rækta tengsl sín við Möltu. Í nýlegri grein í The Malta Independent, sem er eitt helsta dagblað Möltu, kemur fram að þrátt fyrir efnahagsörðugleikana í heiminum á undanförnum misserum hafa Kínverjar og Maltverjar aukið viðskipti sín á milli um 25% undanfarin þrjú ár. Í því sambandi er vert að geta þess að yfirvöld á Möltu hafa haldið vel á sínum málum varðandi evruna og því hafa eyjarskeggjar ekki lent í sömu hremmingum og nágrannar þeirra í Grikklandi og á Kýpur. Á þessu sést að með skynsamlegri efnahagsstefnu og langtímahugsun í alþjóðamálum er hægt að sameina kosti þess að ganga í Evrópusambandið og á sama tíma rækta samband sitt við hin nýju efnahagsstórveldi í Asíu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun