Óvissa um niðurfærslu skulda Össur Skarphéðinsson skrifar 29. maí 2013 07:00 Stefnuyfirlýsing nýju stjórnarinnar er að mörgu leyti athyglisverð – og fyrir sinn hatt prýðileg. Hún ber þó augljóslega með sér að í vöfflutúrunum tókst oddvitum hennar ekki að leiða í jörð ágreining um hvernig á að efna kosningaloforð Framsóknar um að lækka höfuðstól verðtryggðra skulda um 300 milljarða. Sigmundur Davíð sagði efndir þessa loforðs forsendu nýrrar ríkisstjórnar. Það ætti því að vera svartalágmark að hans eigin ríkisstjórn segi skýrt hvaða leið eigi að fara til að efna loforðið. Það er þó ekki gert í stefnuyfirlýsingunni. Skýringin á því er óþægileg. Hún liggur í óleystum ágreiningi milli flokkanna um hvaða leið ber að fara. Fyrir kosningar margítrekaði Bjarni að hugmyndir Framsóknar væru óraunhæfar og leystu engan vanda. Í Kastljósi í síðustu viku var hann á svipuðum slóðum. Ný óvissa Þessi óleysti ágreiningur birtist nokkuð nakinn í stefnuyfirlýsingunni. Þar greinir ríkisstjórnin frá tveimur aðalleiðum til að bæta hlut skuldara – en getur ekki gert upp á milli þeirra! Í stað þess að eyða óvissu býr hún til nýja óvissu fyrir þá sem glíma við verðtryggðan skuldavanda. Af ýmsum ástæðum efa ég ekki augnablik að Sigmundur Davíð hefur einlægan vilja til að efna loforðið. En hann gerði tvenn mistök: Í fyrsta lagi lagði hann upp í leiðangurinn án þess að útkljá ágreininginn við Sjálfstæðisflokkinn. Í öðru lagi lét hann svo fjármálaráðuneytið í hendur sjálfstæðismanna og þeir munu því ráða hvort, og þá hvernig, skuldaniðurfærsluleiðin verður farin. Andstaðan innan þingflokks Sjálfstæðismanna við niðurfærsluleið Framsóknar er flestum ljós. Nú getur hann í ofanálag túlkað tvíbent orðalag stjórnarsáttmálans þannig að ekkert sé í gadda slegið milli flokkanna. Hann mun haga sér í samræmi við það. Eftir rómantíska hveitibrauðsdaga er því öldungis óvíst að við taki ástir samlyndra hjóna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Stefnuyfirlýsing nýju stjórnarinnar er að mörgu leyti athyglisverð – og fyrir sinn hatt prýðileg. Hún ber þó augljóslega með sér að í vöfflutúrunum tókst oddvitum hennar ekki að leiða í jörð ágreining um hvernig á að efna kosningaloforð Framsóknar um að lækka höfuðstól verðtryggðra skulda um 300 milljarða. Sigmundur Davíð sagði efndir þessa loforðs forsendu nýrrar ríkisstjórnar. Það ætti því að vera svartalágmark að hans eigin ríkisstjórn segi skýrt hvaða leið eigi að fara til að efna loforðið. Það er þó ekki gert í stefnuyfirlýsingunni. Skýringin á því er óþægileg. Hún liggur í óleystum ágreiningi milli flokkanna um hvaða leið ber að fara. Fyrir kosningar margítrekaði Bjarni að hugmyndir Framsóknar væru óraunhæfar og leystu engan vanda. Í Kastljósi í síðustu viku var hann á svipuðum slóðum. Ný óvissa Þessi óleysti ágreiningur birtist nokkuð nakinn í stefnuyfirlýsingunni. Þar greinir ríkisstjórnin frá tveimur aðalleiðum til að bæta hlut skuldara – en getur ekki gert upp á milli þeirra! Í stað þess að eyða óvissu býr hún til nýja óvissu fyrir þá sem glíma við verðtryggðan skuldavanda. Af ýmsum ástæðum efa ég ekki augnablik að Sigmundur Davíð hefur einlægan vilja til að efna loforðið. En hann gerði tvenn mistök: Í fyrsta lagi lagði hann upp í leiðangurinn án þess að útkljá ágreininginn við Sjálfstæðisflokkinn. Í öðru lagi lét hann svo fjármálaráðuneytið í hendur sjálfstæðismanna og þeir munu því ráða hvort, og þá hvernig, skuldaniðurfærsluleiðin verður farin. Andstaðan innan þingflokks Sjálfstæðismanna við niðurfærsluleið Framsóknar er flestum ljós. Nú getur hann í ofanálag túlkað tvíbent orðalag stjórnarsáttmálans þannig að ekkert sé í gadda slegið milli flokkanna. Hann mun haga sér í samræmi við það. Eftir rómantíska hveitibrauðsdaga er því öldungis óvíst að við taki ástir samlyndra hjóna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar