Kvikmyndahátíð barna í fyrsta sinn Álfrún Pálsdóttir skrifar 29. maí 2013 07:00 Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar, ætlar að gera Kvikmyndahátíð barna og unglinga að árvissum viðburði. Hátíðin er sett í dag. Fréttablaðið/gva „Það er svo mikið til af fínu barnaefni sem er synd að íslensk börn fari á mis við,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar sem stendur fyrir Kvikmyndahátíð barna og unglinga. Hátíðin hefst í dag en hún er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Stefnan er að gera hana að árvissum viðburði. „Síðan ég tók við hjá Bíó Paradís hef ég hugsað hvað það væri gaman að geta boðið börnum upp á alþjóðlegt gæðaefni enda vantar fjölbreytni í kvikmyndaúrvalið fyrir þennan aldur hér á landi. Þetta er liður í að styðja og styrkja kvikmyndamenntun fyrir börn og unglinga.“ Dagskráin er fjölbreytt en hátíðin stendur fram á þriðjudaginn 4,júní. Opnunarmyndin er franska teiknimyndin Ernest og Celestine sem hlaut verðlaun í heimalandi sínu í fyrra en hún er unnin úr vatnslitahreyfimyndum. Ein af áhugaverðari myndum hátíðarinnar er svo leikin mynd um barnavændi í þriðja heiminum. Hún er gerð fyrir börn og sýnd í þeim tilgangi að sýna þeim veruleika annarra barna. Myndin er byggð á sannri sögu og hugsuð fyrir eldri hópa hátíðarinnar. „Það er 15 ára aldurstakmark á þá mynd en það er eingöngu efnisins vegna. Svo erum við með myndir fyrir allt niður í þriggja ára áhorfendur.“ Hægt er að nálgast nánari dagskrá á vefnum Bioparadis.is.Endurhvarf til æskunnar Á dagskrá hátíðarinnar má finna klassísku myndirnar E.T. the Extra-Terrestrial og Karate Kid. Er það ætlað fyrir foreldra að rifjað upp kvikmyndirnar með börnum sínum. n E.T. kom út árið 1982 í leikstjórn Stevens Spielberg. Kvikmyndin sló í gegn á sínum tíma og hlaut fern Óskarsverðlaun. Myndin hefur verið vinsæl alla tíð síðan og var endurútgefin árið 2002 með aukaefni. n Karate Kid kom út árið 1984 en leikstjóri hennar er John G. Avildsen. Hún var tilnefnd til einna Óskarsverðlauna á sínum tíma og óhætt segja að ákveðið karateæði hafi gripið um sig meðal ungmenna í kjölfar sýninga myndarinnar. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
„Það er svo mikið til af fínu barnaefni sem er synd að íslensk börn fari á mis við,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar sem stendur fyrir Kvikmyndahátíð barna og unglinga. Hátíðin hefst í dag en hún er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Stefnan er að gera hana að árvissum viðburði. „Síðan ég tók við hjá Bíó Paradís hef ég hugsað hvað það væri gaman að geta boðið börnum upp á alþjóðlegt gæðaefni enda vantar fjölbreytni í kvikmyndaúrvalið fyrir þennan aldur hér á landi. Þetta er liður í að styðja og styrkja kvikmyndamenntun fyrir börn og unglinga.“ Dagskráin er fjölbreytt en hátíðin stendur fram á þriðjudaginn 4,júní. Opnunarmyndin er franska teiknimyndin Ernest og Celestine sem hlaut verðlaun í heimalandi sínu í fyrra en hún er unnin úr vatnslitahreyfimyndum. Ein af áhugaverðari myndum hátíðarinnar er svo leikin mynd um barnavændi í þriðja heiminum. Hún er gerð fyrir börn og sýnd í þeim tilgangi að sýna þeim veruleika annarra barna. Myndin er byggð á sannri sögu og hugsuð fyrir eldri hópa hátíðarinnar. „Það er 15 ára aldurstakmark á þá mynd en það er eingöngu efnisins vegna. Svo erum við með myndir fyrir allt niður í þriggja ára áhorfendur.“ Hægt er að nálgast nánari dagskrá á vefnum Bioparadis.is.Endurhvarf til æskunnar Á dagskrá hátíðarinnar má finna klassísku myndirnar E.T. the Extra-Terrestrial og Karate Kid. Er það ætlað fyrir foreldra að rifjað upp kvikmyndirnar með börnum sínum. n E.T. kom út árið 1982 í leikstjórn Stevens Spielberg. Kvikmyndin sló í gegn á sínum tíma og hlaut fern Óskarsverðlaun. Myndin hefur verið vinsæl alla tíð síðan og var endurútgefin árið 2002 með aukaefni. n Karate Kid kom út árið 1984 en leikstjóri hennar er John G. Avildsen. Hún var tilnefnd til einna Óskarsverðlauna á sínum tíma og óhætt segja að ákveðið karateæði hafi gripið um sig meðal ungmenna í kjölfar sýninga myndarinnar.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira