Brýnt að rannsaka skipulagsmálin Sunna Valgerðardóttir skrifar 10. júní 2013 06:00 Guðrún keyrir stundum um Seljahverfið, sem hún átti svo stóran þátt í að skapa. "Ég held að við höfum náð árangri í ýmsum málum; það er mikið af görðum og leiksvæðum og stígakerfið er gott. En útfærslurnar og framkvæmdin er víða mjög slöpp, en það stafar af því að það þarf að fylgja hugmyndum eftir,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Guðrún Jónsdóttir arkitekt er konan sem tók hvað mestan þátt í því að skipuleggja Seljahverfið í Breiðholti á sínum tíma. Hún starfaði þá á Teiknistofunni Höfða en var yfir verkefninu sem borgin fól henni til að búa til nýtt og fjölbreyttara íbúahverfi í Breiðholti í kring um 1970. Bakkarnir og Fellin voru þá nokkurra ára gömul.Ráðfærðu sig við sálfræðinga Guðrún notaði fjölmargar nýstárlegar aðferðir við þróun sína á hverfinu sem höfðu ekki verið notaðar áður. Hún myndaði til dæmis samráðshóp með ýmsum sérfræðingum; félagsfræðingum, sálfræðingum, landslagsarkitektum, læknum, þjóðfélagsfræðingum sem og verðandi íbúum hverfisins, til að fá sem víðasta mynd af því sem gera þurfti í skipulagsmálunum. „Við töldum að arkitektar væru ekki til þess menntaðir til að annast alla þætti sem koma að skipulags- og félagsmálum. Það skipti sköpum í þessu,“ segir hún. „Við sáum að það voru margir hlutir sem þurfti virkilega að ræða. Við lögðum áherslu á að hafa samsettari svæði heldur en í öðrum hverfum Breiðholts, en það vantaði gífurlega rannsóknir um allt sem viðkom skipulagsmálum. Var til að mynda rétt að aðskilja alla niður í hópa? Að börn séu einn hópur, unglingar annar, foreldrar sér og eldra fólk enn annar. Var rétt að öllu skipulaginu var velt yfir í það? Vorum við ekki að glata einhverju með þessu háttalagi og slíta fjölskylduna í sundur?“Allar gerðir kjarnafjölskyldna Guðrún lagði mikla áherslu á fjölskylduna í skipulagningu Seljahverfisins og tók til greina öll þau fjölskyldumynstur sem voru til staðar, þótt hin „dæmigerða kjarnafjölskylda“ væri vissulega algengust á þessum tíma. „Við hugsuðum um allan skalann af kjarnafjölskyldum; sem byrjar á því að kaupa sér blokkaríbúð, færir sig svo yfir í raðhúsið og svo ef ofsalega vel gengur færist hún yfir í einbýlishús. Það er það sem við sáum að var að gerast á öðrum svæðum,“ segir Guðrún.Íbúar hafðir með í ráðum Seljahverfið átti að verða svokallaður svefnbær, það er sú hugmynd að öllu sé skipt upp og til verði sérstök íbúðasvæði þar sem lágmarksþjónusta sé en vinna íbúa, verslun og stofnanir séu annars staðar. Guðrún vildi bregða út af þeirri hugmynd og lagði því fram ítarlegar tillögur að breytingum á hverfinu. „Við settum fram tillögu í samráði við íbúana sem ætluðu að byggja í hverfinu og fengum þá til viðtals á yfir tuttugu fundum. Þetta var mjög ánægjulegt þar sem þetta endaði í fullbúnum teikningum,“ segir hún. „Þau ákváðu sjálf hvar stofan átti að vera og svo framvegis eftir að þeim var úthlutað fermetrum. En þetta hefur ekki verið gert eftir þetta og það hefur ekki fengist staðfest hvernig þetta gekk því hér eru engar rannsóknir til.“Rannsóknir skortir sárlegaAð mati Guðrúnar skortir sárlega rannsóknir á sviði skipulagsmála í Reykjavík og víðar á landinu. „Það er þáttur sem hefði svo sannarlega þurft hér í Breiðholtinu. Þess vegna er ekkert skrítið að ýmis félagsleg vandamál komi upp í þessum hverfum því það er ekki gert ráð fyrir því að fólkið verði hér frá vöggu til grafar heldur aðskilið niður í þrönga hópa,“ segir hún. „Lengi vel var þetta allt of einsleitur hópur sem fluttist í hverfið og það er virkilega stórmál sem þyrfti verulega að taka á.“Heldur að fólkinu líði velSpurð um tilfinningar í garð þessa sköpunarverks síns í dag segist hún vera ánægð þegar upp er staðið. „Ég keyri stundum þarna um og ég held að við höfum náð árangri í ýmsum málum; það er mikið af görðum og leiksvæðum og stígakerfið er nokkuð gott,“ segir hún. „En útfærslurnar og framkvæmdin er víða mjög slöpp, en það stafar af því að það þarf að fylgja hugmyndunum eftir. Ég tel mig hafa bent á margt sem mér finnst rétt og ég er sömu skoðunar í dag. Ég held að minnsta kosti að fólki líði vel þarna, en það þarf auðvitað rannsóknir til að staðfesta það.“ Fréttaskýringar Innlent Tengdar fréttir Breiðholtið mun breytast á næstu tíu árum og fasteignaverð hækka "Ég hef spáð því í nokkurn tíma að Breiðholtið muni breytast mikið á næstu tíu árum. Ég hugsa að hingað muni flytjast fólk sem blöskrar íbúðaverð vestar og langar að gera eitthvað sniðugt,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og Breiðhyltingur. 10. júní 2013 06:00 Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næstfjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára. 6. júní 2013 07:00 Vinirnir þorðu ekki upp í Breiðholt Þegar Ingvar Sverrisson fór í MR smalaði hann bekkjarfélögum sínum í Tólfuna til að kynna Breiðholtið fyrir þeim. Mörg höfðu aldrei komið í hverfið. Hann segir að þótt vandamálin þar hafi verið meiri en annars staðar hafi hann ekki getað átt betri uppvaxt 8. júní 2013 07:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Guðrún Jónsdóttir arkitekt er konan sem tók hvað mestan þátt í því að skipuleggja Seljahverfið í Breiðholti á sínum tíma. Hún starfaði þá á Teiknistofunni Höfða en var yfir verkefninu sem borgin fól henni til að búa til nýtt og fjölbreyttara íbúahverfi í Breiðholti í kring um 1970. Bakkarnir og Fellin voru þá nokkurra ára gömul.Ráðfærðu sig við sálfræðinga Guðrún notaði fjölmargar nýstárlegar aðferðir við þróun sína á hverfinu sem höfðu ekki verið notaðar áður. Hún myndaði til dæmis samráðshóp með ýmsum sérfræðingum; félagsfræðingum, sálfræðingum, landslagsarkitektum, læknum, þjóðfélagsfræðingum sem og verðandi íbúum hverfisins, til að fá sem víðasta mynd af því sem gera þurfti í skipulagsmálunum. „Við töldum að arkitektar væru ekki til þess menntaðir til að annast alla þætti sem koma að skipulags- og félagsmálum. Það skipti sköpum í þessu,“ segir hún. „Við sáum að það voru margir hlutir sem þurfti virkilega að ræða. Við lögðum áherslu á að hafa samsettari svæði heldur en í öðrum hverfum Breiðholts, en það vantaði gífurlega rannsóknir um allt sem viðkom skipulagsmálum. Var til að mynda rétt að aðskilja alla niður í hópa? Að börn séu einn hópur, unglingar annar, foreldrar sér og eldra fólk enn annar. Var rétt að öllu skipulaginu var velt yfir í það? Vorum við ekki að glata einhverju með þessu háttalagi og slíta fjölskylduna í sundur?“Allar gerðir kjarnafjölskyldna Guðrún lagði mikla áherslu á fjölskylduna í skipulagningu Seljahverfisins og tók til greina öll þau fjölskyldumynstur sem voru til staðar, þótt hin „dæmigerða kjarnafjölskylda“ væri vissulega algengust á þessum tíma. „Við hugsuðum um allan skalann af kjarnafjölskyldum; sem byrjar á því að kaupa sér blokkaríbúð, færir sig svo yfir í raðhúsið og svo ef ofsalega vel gengur færist hún yfir í einbýlishús. Það er það sem við sáum að var að gerast á öðrum svæðum,“ segir Guðrún.Íbúar hafðir með í ráðum Seljahverfið átti að verða svokallaður svefnbær, það er sú hugmynd að öllu sé skipt upp og til verði sérstök íbúðasvæði þar sem lágmarksþjónusta sé en vinna íbúa, verslun og stofnanir séu annars staðar. Guðrún vildi bregða út af þeirri hugmynd og lagði því fram ítarlegar tillögur að breytingum á hverfinu. „Við settum fram tillögu í samráði við íbúana sem ætluðu að byggja í hverfinu og fengum þá til viðtals á yfir tuttugu fundum. Þetta var mjög ánægjulegt þar sem þetta endaði í fullbúnum teikningum,“ segir hún. „Þau ákváðu sjálf hvar stofan átti að vera og svo framvegis eftir að þeim var úthlutað fermetrum. En þetta hefur ekki verið gert eftir þetta og það hefur ekki fengist staðfest hvernig þetta gekk því hér eru engar rannsóknir til.“Rannsóknir skortir sárlegaAð mati Guðrúnar skortir sárlega rannsóknir á sviði skipulagsmála í Reykjavík og víðar á landinu. „Það er þáttur sem hefði svo sannarlega þurft hér í Breiðholtinu. Þess vegna er ekkert skrítið að ýmis félagsleg vandamál komi upp í þessum hverfum því það er ekki gert ráð fyrir því að fólkið verði hér frá vöggu til grafar heldur aðskilið niður í þrönga hópa,“ segir hún. „Lengi vel var þetta allt of einsleitur hópur sem fluttist í hverfið og það er virkilega stórmál sem þyrfti verulega að taka á.“Heldur að fólkinu líði velSpurð um tilfinningar í garð þessa sköpunarverks síns í dag segist hún vera ánægð þegar upp er staðið. „Ég keyri stundum þarna um og ég held að við höfum náð árangri í ýmsum málum; það er mikið af görðum og leiksvæðum og stígakerfið er nokkuð gott,“ segir hún. „En útfærslurnar og framkvæmdin er víða mjög slöpp, en það stafar af því að það þarf að fylgja hugmyndunum eftir. Ég tel mig hafa bent á margt sem mér finnst rétt og ég er sömu skoðunar í dag. Ég held að minnsta kosti að fólki líði vel þarna, en það þarf auðvitað rannsóknir til að staðfesta það.“
Fréttaskýringar Innlent Tengdar fréttir Breiðholtið mun breytast á næstu tíu árum og fasteignaverð hækka "Ég hef spáð því í nokkurn tíma að Breiðholtið muni breytast mikið á næstu tíu árum. Ég hugsa að hingað muni flytjast fólk sem blöskrar íbúðaverð vestar og langar að gera eitthvað sniðugt,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og Breiðhyltingur. 10. júní 2013 06:00 Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næstfjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára. 6. júní 2013 07:00 Vinirnir þorðu ekki upp í Breiðholt Þegar Ingvar Sverrisson fór í MR smalaði hann bekkjarfélögum sínum í Tólfuna til að kynna Breiðholtið fyrir þeim. Mörg höfðu aldrei komið í hverfið. Hann segir að þótt vandamálin þar hafi verið meiri en annars staðar hafi hann ekki getað átt betri uppvaxt 8. júní 2013 07:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Breiðholtið mun breytast á næstu tíu árum og fasteignaverð hækka "Ég hef spáð því í nokkurn tíma að Breiðholtið muni breytast mikið á næstu tíu árum. Ég hugsa að hingað muni flytjast fólk sem blöskrar íbúðaverð vestar og langar að gera eitthvað sniðugt,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og Breiðhyltingur. 10. júní 2013 06:00
Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næstfjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára. 6. júní 2013 07:00
Vinirnir þorðu ekki upp í Breiðholt Þegar Ingvar Sverrisson fór í MR smalaði hann bekkjarfélögum sínum í Tólfuna til að kynna Breiðholtið fyrir þeim. Mörg höfðu aldrei komið í hverfið. Hann segir að þótt vandamálin þar hafi verið meiri en annars staðar hafi hann ekki getað átt betri uppvaxt 8. júní 2013 07:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?