Leggjum ekki árar í bát Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. júní 2013 06:00 Ágúst Þór ræðir við leikmenn sína í fyrri leiknum gegn Tékkum í undankeppni HM. fréttablaðið/vilhelm Handbolti Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu missa af sínu fyrsta stórmóti í fjögur ár þegar HM fer fram í Serbíu í lok ársins. Stelpurnar höfðu komist inn á þrjú mót í röð en máttu sætta sig við stórt tap gegn Tékkum í undankeppni HM. Fyrir fram voru Tékkar taldir viðráðanlegur andstæðingur fyrir íslenska liðið og skásti kosturinn af þeim þjóðum sem voru í efri styrkleikaflokknum í undankeppninni. Ísland var í þeim neðri. En annað kom á daginn. Tékkar voru einfaldlega mun betri og gengu frá einvíginu í fyrri leiknum í Vodafone-höllinni þar sem liðið vann tólf marka sigur. „Það segir sig sjálft að þetta einvígi fór í þeim leik,“ sagði Ágúst í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýkominn aftur til landsins frá Tékklandi, þar sem síðari leikurinn fór fram um helgina. „Við áttum ekki von á svona stóru tapi á heimavelli. Við hefðum þurft sigur í þeim leik því það er í raun ekkert hræðilegt að tapa með fimm mörkum á útivelli eins og við gerðum um helgina,“ segir Ágúst sem segir leikmenn sína ávallt hafa haft trú á verkefninu, jafnvel eftir tólf marka tap á heimavelli. „Við ætluðum að koma þeim á óvart í byrjun og byggja á því. En það gekk ekki. Baráttan var í góðu lagi og allir voru að leggja sig fram. En eftir að við lentum undir var þetta orðið erfitt,“ segir Ágúst og bætir við: „Við töpuðum fyrir betra liði. Tékkar voru betri en við áttum von á. Ég hef trú á því að þeir eigi eftir að gera góða hluti í Serbíu.“Basl í sóknarleiknum Stelpurnar lentu í basli með sóknarleikinn í einvíginu, enda skoraði liðið aðeins 38 mörk samtals í leikjunum tveimur. „Það er alveg ljóst að það hefur verið á brattann að sækja í uppstilltum sóknum. En við gerðum okkur enn erfiðara fyrir með því að fá lítið úr hraðaupphlaupunum. Ég tek sem dæmi að við fengum ekkert mark úr hraðaupphlaupi í fyrri leiknum. Við erum samt með mjög góða hraðaupphlaupsmenn í liðinu,“ segir Ágúst. Það var einnig áberandi í úrslitakeppni N1-deildar kvenna hversu illa sóknarleikurinn virtist ganga. Varnarleikur og markvarsla var þar í aðalhlutverki. „Liðin sem náðu bestum árangri í deildinni spiluðu frábæra vörn. Stjarnan kom mjög á óvart og byggði sinn leik á mjög sterkri 6-0 vörn. Fram og Valur eru líka með mjög sterk varnarlið,“ segir Ágúst. „Þetta hefur líka verið okkar aðalsmerki í landsliðinu undanfarin ár. Við höfum sýnt miklar framfarir á skömmum tíma en nú kom skref til baka. En við leggjum þar með ekki árar í bát heldur höldum við ótrauð áfram. Við erum með góða leikmenn, þar af marga í atvinnumennsku. Auðvitað er ég hundfúll en ég tek það ekki af stelpunum að þær lögðu sig allar fram í verkefnið.“Jákvætt starf í gangi Ágúst kvíðir ekki framtíðinni en hann er strax byrjaður að hugsa um næstu leiki sem verða gegn Noregi síðar í mánuðinum. „Þar verður ekki aðalatriðið hvort við vinnum eða töpum – heldur að njóta þess að spila gegn besta landsliði heims. Við erum líka að vinna að verkefnum með U-25 ára liðið okkar og þá mun U-19 ára liðið einnig spila æfingaleiki gegn jafnöldrum sínum frá Noregi á næstunni. Það er margt gott í gangi og við höldum áfram að sinna því starfi, þó svo að okkur hafi mistekist nú,“ segir Ágúst. Íslenski handboltinn Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Handbolti Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu missa af sínu fyrsta stórmóti í fjögur ár þegar HM fer fram í Serbíu í lok ársins. Stelpurnar höfðu komist inn á þrjú mót í röð en máttu sætta sig við stórt tap gegn Tékkum í undankeppni HM. Fyrir fram voru Tékkar taldir viðráðanlegur andstæðingur fyrir íslenska liðið og skásti kosturinn af þeim þjóðum sem voru í efri styrkleikaflokknum í undankeppninni. Ísland var í þeim neðri. En annað kom á daginn. Tékkar voru einfaldlega mun betri og gengu frá einvíginu í fyrri leiknum í Vodafone-höllinni þar sem liðið vann tólf marka sigur. „Það segir sig sjálft að þetta einvígi fór í þeim leik,“ sagði Ágúst í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýkominn aftur til landsins frá Tékklandi, þar sem síðari leikurinn fór fram um helgina. „Við áttum ekki von á svona stóru tapi á heimavelli. Við hefðum þurft sigur í þeim leik því það er í raun ekkert hræðilegt að tapa með fimm mörkum á útivelli eins og við gerðum um helgina,“ segir Ágúst sem segir leikmenn sína ávallt hafa haft trú á verkefninu, jafnvel eftir tólf marka tap á heimavelli. „Við ætluðum að koma þeim á óvart í byrjun og byggja á því. En það gekk ekki. Baráttan var í góðu lagi og allir voru að leggja sig fram. En eftir að við lentum undir var þetta orðið erfitt,“ segir Ágúst og bætir við: „Við töpuðum fyrir betra liði. Tékkar voru betri en við áttum von á. Ég hef trú á því að þeir eigi eftir að gera góða hluti í Serbíu.“Basl í sóknarleiknum Stelpurnar lentu í basli með sóknarleikinn í einvíginu, enda skoraði liðið aðeins 38 mörk samtals í leikjunum tveimur. „Það er alveg ljóst að það hefur verið á brattann að sækja í uppstilltum sóknum. En við gerðum okkur enn erfiðara fyrir með því að fá lítið úr hraðaupphlaupunum. Ég tek sem dæmi að við fengum ekkert mark úr hraðaupphlaupi í fyrri leiknum. Við erum samt með mjög góða hraðaupphlaupsmenn í liðinu,“ segir Ágúst. Það var einnig áberandi í úrslitakeppni N1-deildar kvenna hversu illa sóknarleikurinn virtist ganga. Varnarleikur og markvarsla var þar í aðalhlutverki. „Liðin sem náðu bestum árangri í deildinni spiluðu frábæra vörn. Stjarnan kom mjög á óvart og byggði sinn leik á mjög sterkri 6-0 vörn. Fram og Valur eru líka með mjög sterk varnarlið,“ segir Ágúst. „Þetta hefur líka verið okkar aðalsmerki í landsliðinu undanfarin ár. Við höfum sýnt miklar framfarir á skömmum tíma en nú kom skref til baka. En við leggjum þar með ekki árar í bát heldur höldum við ótrauð áfram. Við erum með góða leikmenn, þar af marga í atvinnumennsku. Auðvitað er ég hundfúll en ég tek það ekki af stelpunum að þær lögðu sig allar fram í verkefnið.“Jákvætt starf í gangi Ágúst kvíðir ekki framtíðinni en hann er strax byrjaður að hugsa um næstu leiki sem verða gegn Noregi síðar í mánuðinum. „Þar verður ekki aðalatriðið hvort við vinnum eða töpum – heldur að njóta þess að spila gegn besta landsliði heims. Við erum líka að vinna að verkefnum með U-25 ára liðið okkar og þá mun U-19 ára liðið einnig spila æfingaleiki gegn jafnöldrum sínum frá Noregi á næstunni. Það er margt gott í gangi og við höldum áfram að sinna því starfi, þó svo að okkur hafi mistekist nú,“ segir Ágúst.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn