Íslenskir knattspyrnumenn með óeðlilegt hjartalínurit Stefán Árni Pálsson skrifar 14. júní 2013 06:45 Arnar valdi sér viðfangsefnið á þriðja ári í læknisfræði, en ekkert annað kom til greina en að láta slag standa. Mynd/aðsend Óvænt dauðsföll knattspyrnumanna hafa oftar en ekki vakið óhug og vaknar oft upp sú spurning hvort álagið á íþróttafólki í erfiðisgreinum sé einfaldlega of mikið. Ný íslensk rannsókn sýnir að hjartalínurit íslenskra knattspyrnumanna séu mjög óvenjuleg og ef um sextugan karlmann væri að ræða þyrftu læknar að hafa töluverðar áhyggjur af sjúklingnum. Greint er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Í ljós kom að helmingur þeirra 159 íslensku knattspyrnumanna sem tóku þátt í rannsókninni eru með óeðlilegt hjartalínurit. Arnar Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari í tennis og læknanemi, vann að rannsókninni og voru niðurstöðurnar fróðlegar. „Þetta hófst allt þegar ég valdi mér rannsóknarverkefni á þriðja ári í læknisfræðinni,“ sagði Arnar í samtali við Fréttablaðið. „Sjálfur hef ég mikið verið í íþróttum og því fannst mér viðfangsefnið fróðlegt. Ég vann þetta verkefni undir lok þriðja ársins og strax í kjölfarið réðumst við í það að gera vísindagrein um niðurstöðurnar, en núna rúmlega ári síðan fékk greinin birtingu.“Skyndidauði til rannsóknar Rannsóknin fór fram á árunum 2008-2010 en leikmenn sem voru valdir til þátttöku voru eingöngu þeir sem tóku þátt í keppnum á vegum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. „Sambandið skyldar alla leikmenn til að fara í almenna læknisskoðun þar sem hjartalínuritið er einnig tekið fyrir. Allir leikmenn þurfa að fara í hjartaómskoðun svo þessi hópur var tilvalinn til rannsóknar. Skyndidauði knattspyrnumanna hefur lengi verið í umræðunni og hafa læknar reynt að rannsaka slíkt ítarlega. Það eru til góð dæmi frá Ítalíu þar sem slíkar rannsóknir hafa aðstoðað lækna við að finna undirliggjandi hjartasjúkdóma íþróttamanna og þar af leiðandi komið í veg fyrir stórslys.“Álagið of mikið fyrir hjartað „Það er þekkt í þolíþróttagreinum að þær hafa viss áhrif á hjartað. Stór hluti rannsóknarinnar var að skoða hjartalínurit íslenskra knattspyrnumanna sem eiga allir að vera í toppformi. Það sem við sáum í okkar rannsókn var að hjartalínurit þessara leikmanna voru nokkuð brengluð. Ef um væri að ræða sextugan karlmann með sömu niðurstöður þá myndi maður hafa miklar áhyggjur. Við erum í raun að sýna fram á að hið svokallaða íþróttahjarta sýnir oft á tíðum skrítið hjartalínurit. Það þarf þó ekki að þýða að eitthvað slæmt sé sem undirliggjandi.“ Margir muna eftir því þegar Fabrice Muamba, fyrrum leikmaður Bolton Wanderers, fékk hjartastopp í miðjum leik þann 17. apríl 2012 og lá lengi milli heims og helju. Leikmaðurinn þurfti að hætta knattspyrnuiðkun. „Svona rannsóknir gera oft læknum kleift að finna út þá leikmenn sem eru með undirliggjandi hjartasjúkdóma og geta komið í veg fyrir svona atvik. Þetta er einn liðurinn í því að vita að hverju við eigum að leita til þess að reyna koma í veg fyrir þessi fáu en mjög alvarlegu tilfelli. Það er alls ekkert hlaupið að því að finna út undirliggjandi hjartasjúkdóma hjá afreksíþróttamönnum. Hjartalínurit þeirra eru mörg hver svo óeðlileg og því er þetta oft eins og að leita að nál í heystakki.“ Alls höfðu 84 knattspyrnumenn eða 53 prósent óeðlilegt hjartarit. „Karlmenn sýna meiri tilhneigingu til þess að vera með óeðlilegt hjartalínurit og sérstaklega einstaklingar í erfiðisíþróttum. Það er því gríðarlega erfitt að finna út hvort menn í þessum hópi séu með undirliggjandi hjartasjúkdóma. Rannsóknir af þessu toga eru samt stórt skref í rétta átt.“ Íþróttir Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira
Óvænt dauðsföll knattspyrnumanna hafa oftar en ekki vakið óhug og vaknar oft upp sú spurning hvort álagið á íþróttafólki í erfiðisgreinum sé einfaldlega of mikið. Ný íslensk rannsókn sýnir að hjartalínurit íslenskra knattspyrnumanna séu mjög óvenjuleg og ef um sextugan karlmann væri að ræða þyrftu læknar að hafa töluverðar áhyggjur af sjúklingnum. Greint er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Í ljós kom að helmingur þeirra 159 íslensku knattspyrnumanna sem tóku þátt í rannsókninni eru með óeðlilegt hjartalínurit. Arnar Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari í tennis og læknanemi, vann að rannsókninni og voru niðurstöðurnar fróðlegar. „Þetta hófst allt þegar ég valdi mér rannsóknarverkefni á þriðja ári í læknisfræðinni,“ sagði Arnar í samtali við Fréttablaðið. „Sjálfur hef ég mikið verið í íþróttum og því fannst mér viðfangsefnið fróðlegt. Ég vann þetta verkefni undir lok þriðja ársins og strax í kjölfarið réðumst við í það að gera vísindagrein um niðurstöðurnar, en núna rúmlega ári síðan fékk greinin birtingu.“Skyndidauði til rannsóknar Rannsóknin fór fram á árunum 2008-2010 en leikmenn sem voru valdir til þátttöku voru eingöngu þeir sem tóku þátt í keppnum á vegum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. „Sambandið skyldar alla leikmenn til að fara í almenna læknisskoðun þar sem hjartalínuritið er einnig tekið fyrir. Allir leikmenn þurfa að fara í hjartaómskoðun svo þessi hópur var tilvalinn til rannsóknar. Skyndidauði knattspyrnumanna hefur lengi verið í umræðunni og hafa læknar reynt að rannsaka slíkt ítarlega. Það eru til góð dæmi frá Ítalíu þar sem slíkar rannsóknir hafa aðstoðað lækna við að finna undirliggjandi hjartasjúkdóma íþróttamanna og þar af leiðandi komið í veg fyrir stórslys.“Álagið of mikið fyrir hjartað „Það er þekkt í þolíþróttagreinum að þær hafa viss áhrif á hjartað. Stór hluti rannsóknarinnar var að skoða hjartalínurit íslenskra knattspyrnumanna sem eiga allir að vera í toppformi. Það sem við sáum í okkar rannsókn var að hjartalínurit þessara leikmanna voru nokkuð brengluð. Ef um væri að ræða sextugan karlmann með sömu niðurstöður þá myndi maður hafa miklar áhyggjur. Við erum í raun að sýna fram á að hið svokallaða íþróttahjarta sýnir oft á tíðum skrítið hjartalínurit. Það þarf þó ekki að þýða að eitthvað slæmt sé sem undirliggjandi.“ Margir muna eftir því þegar Fabrice Muamba, fyrrum leikmaður Bolton Wanderers, fékk hjartastopp í miðjum leik þann 17. apríl 2012 og lá lengi milli heims og helju. Leikmaðurinn þurfti að hætta knattspyrnuiðkun. „Svona rannsóknir gera oft læknum kleift að finna út þá leikmenn sem eru með undirliggjandi hjartasjúkdóma og geta komið í veg fyrir svona atvik. Þetta er einn liðurinn í því að vita að hverju við eigum að leita til þess að reyna koma í veg fyrir þessi fáu en mjög alvarlegu tilfelli. Það er alls ekkert hlaupið að því að finna út undirliggjandi hjartasjúkdóma hjá afreksíþróttamönnum. Hjartalínurit þeirra eru mörg hver svo óeðlileg og því er þetta oft eins og að leita að nál í heystakki.“ Alls höfðu 84 knattspyrnumenn eða 53 prósent óeðlilegt hjartarit. „Karlmenn sýna meiri tilhneigingu til þess að vera með óeðlilegt hjartalínurit og sérstaklega einstaklingar í erfiðisíþróttum. Það er því gríðarlega erfitt að finna út hvort menn í þessum hópi séu með undirliggjandi hjartasjúkdóma. Rannsóknir af þessu toga eru samt stórt skref í rétta átt.“
Íþróttir Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira