Vöðvabúntið Arnold Schwarzenegger hefur verið orðað við endurkomu í þriðju Expendables-myndina. Stutt er síðan tilkynnt var að Schwarzenegger myndi snúa aftur í Terminator 5 og tökur á þeirri mynd hefjast í janúar næstkomandi.
Núna virðist sem kappinn ætli einnig að leika í The Expendables 3 sem er í undirbúningi. Tökur á hasarmyndinni eiga að hefjast í Los Angeles í ágúst.
Áður hefur verið tilkynnt um þátttöku Sylvesters Stallone, Jackies Chan, Wesley Snipes, Nicolas Cage og Millu Jovovich í myndinni.
Orðaður við Expendables
