Ofurmennið mætir aftur til leiks Sara McMahon skrifar 19. júní 2013 21:30 Flestir kannast við söguna um Ofurmennið frá plánetunni Krypton. Stórmyndin Man of Steel, sem frumsýnd var í gær, segir frá því þegar Ofurmennið kemur fyrst til Jarðar. Þegar myndin hefst ríkir mikil ólga á plánetunni Krypton. Vísindamaðurinn Jor-El og eiginkona hans ákveða að senda nýfæddan son sinn, Kal-El, með geimflaug til Jarðar í þeirri von að hann lifi af. Jor-El er því næst myrtur af hinum illa Zod, sem er refsað með útlegð á annarri plánetu. Skömmu síðar springur Krypton í loft upp og láta foreldrar Kal-El báðir lífið. Á Jörðinni finna hjónin Jonathan og Martha Kent ungbarnið Kal-El og taka það að sér. Pilturinn fær nafnið Clark Kent og fljótlega kemur í ljós að hann býr yfir ofurmannlegum kröftum. Í fyrstu koma kraftarnir honum í mikið uppnám en með tíð og tíma lærir Clark að nýta þá til ýmissa góðverka. Þegar Clark kemst loks að sannleikanum um uppruna sinn er Zod kominn til jarðar og upphefst þá æsispennandi barátta milli góðs og ills. Man of Steel var frumsýnd í Bandaríkjunum um síðustu helgi og hlaut góðar viðtökur áhorfenda. Leikstjóri myndarinnar er Zack Sneyder sem er þaulreyndur þegar kemur að leikstjórn stórmynda sem eru stútfullar af tæknibrellum. Frumraun hans var kvikmyndin Dawn of the Dead frá árinu 2004, hann hefur einnig leikstýrt myndum á borð við 300, með Gerard Butler í aðalhlutverki, Watchmen og Sucker Punch. Breska nýstirnið Henry Cavill fer með hlutverk Supermans að þessu sinni og þurfti leikarinn að leggja mikið á sig fyrir hlutverkið. Snyder óskaði eftir því að Cavill liti út eins og fyrstu teikningar af Superman og það án liðsinnis tölvutækninnar og búningahönnuða. Amy Adams fer með hlutverk blaðakonunnar Lois Lane, Michael Shannon, sem sjónvarpsáhorfendur þekkja úr þáttunum Boardwalk Empire, leikur illmennið Zod. Kevin Costner og Diane Lane leika Jonathan og Mörthu Kent, Russell Crowe fer með hlutverk Jor-El og loks leikur Laurence Fishburne yfirmann Lois Lane. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Flestir kannast við söguna um Ofurmennið frá plánetunni Krypton. Stórmyndin Man of Steel, sem frumsýnd var í gær, segir frá því þegar Ofurmennið kemur fyrst til Jarðar. Þegar myndin hefst ríkir mikil ólga á plánetunni Krypton. Vísindamaðurinn Jor-El og eiginkona hans ákveða að senda nýfæddan son sinn, Kal-El, með geimflaug til Jarðar í þeirri von að hann lifi af. Jor-El er því næst myrtur af hinum illa Zod, sem er refsað með útlegð á annarri plánetu. Skömmu síðar springur Krypton í loft upp og láta foreldrar Kal-El báðir lífið. Á Jörðinni finna hjónin Jonathan og Martha Kent ungbarnið Kal-El og taka það að sér. Pilturinn fær nafnið Clark Kent og fljótlega kemur í ljós að hann býr yfir ofurmannlegum kröftum. Í fyrstu koma kraftarnir honum í mikið uppnám en með tíð og tíma lærir Clark að nýta þá til ýmissa góðverka. Þegar Clark kemst loks að sannleikanum um uppruna sinn er Zod kominn til jarðar og upphefst þá æsispennandi barátta milli góðs og ills. Man of Steel var frumsýnd í Bandaríkjunum um síðustu helgi og hlaut góðar viðtökur áhorfenda. Leikstjóri myndarinnar er Zack Sneyder sem er þaulreyndur þegar kemur að leikstjórn stórmynda sem eru stútfullar af tæknibrellum. Frumraun hans var kvikmyndin Dawn of the Dead frá árinu 2004, hann hefur einnig leikstýrt myndum á borð við 300, með Gerard Butler í aðalhlutverki, Watchmen og Sucker Punch. Breska nýstirnið Henry Cavill fer með hlutverk Supermans að þessu sinni og þurfti leikarinn að leggja mikið á sig fyrir hlutverkið. Snyder óskaði eftir því að Cavill liti út eins og fyrstu teikningar af Superman og það án liðsinnis tölvutækninnar og búningahönnuða. Amy Adams fer með hlutverk blaðakonunnar Lois Lane, Michael Shannon, sem sjónvarpsáhorfendur þekkja úr þáttunum Boardwalk Empire, leikur illmennið Zod. Kevin Costner og Diane Lane leika Jonathan og Mörthu Kent, Russell Crowe fer með hlutverk Jor-El og loks leikur Laurence Fishburne yfirmann Lois Lane.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira