Segja sýknudóm yfir Knox gallaðan Þorgils Jónsson skrifar 19. júní 2013 09:00 Amanda Knox var sakfelld fyrir morð á Ítalíu árið 2009, en svo sýknuð árið 2011. Nú hefur hæstiréttur snúið þeim dómi og fyrirskipað að málið skuli tekið upp á ný. Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný. Mál Knox er eitt hið umtalaðasta og umdeildasta á Ítalíu síðustu ár, en hún og kærasti hennar voru ákærð, og síðan sakfelld fyrir að myrða breska stúlku, Meredith Kerchner að nafni, árið 2007. Kerchner og Knox voru sambýlingar. Áfrýjunarrétturinn sagði sakfellinguna gallaða, meðal annars þar sem morðvopnið fannst aldrei og ákæruvaldið hafi ekki sýnt fram á ástæðu fyrir morðinu. Þegar sá dómur féll árið 2011 var Knox sleppt úr haldi og hélt aftur til Bandaríkjanna. Nú hefur hæstiréttur hins vegar sakað áfrýjunarrétinn um að líta framhjá margskonar sönnunargögnum, meðal annars vitnisburði Knox sjálfrar um að hún hafi verið í húsinu þegar morðið var framið, og að hún hafi bendlað mann nokkurn við morðið, sem síðar reyndist saklaus. Nýr áfrýjunarréttur mun nú fara aftur yfir öll gögn í málinu, en óvíst er hvaða áhrif möguleg sakfelling þar mun hafa. Ítölsk lög geta ekki þvingað Knox til að snúa aftur til landsins og lögmenn hennar segja að ekki standi til að hún snúi aftur af sjálfsdáðum. Þó munu þeir verja hennar málstað í málarekstrinum, sem fyrr, og Knox sjálf, sem stundar nú háskólanám í Seattle, segist vonsvikin, en viss um að hún verði sýknuð á ný. Amanda Knox Ítalía Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný. Mál Knox er eitt hið umtalaðasta og umdeildasta á Ítalíu síðustu ár, en hún og kærasti hennar voru ákærð, og síðan sakfelld fyrir að myrða breska stúlku, Meredith Kerchner að nafni, árið 2007. Kerchner og Knox voru sambýlingar. Áfrýjunarrétturinn sagði sakfellinguna gallaða, meðal annars þar sem morðvopnið fannst aldrei og ákæruvaldið hafi ekki sýnt fram á ástæðu fyrir morðinu. Þegar sá dómur féll árið 2011 var Knox sleppt úr haldi og hélt aftur til Bandaríkjanna. Nú hefur hæstiréttur hins vegar sakað áfrýjunarrétinn um að líta framhjá margskonar sönnunargögnum, meðal annars vitnisburði Knox sjálfrar um að hún hafi verið í húsinu þegar morðið var framið, og að hún hafi bendlað mann nokkurn við morðið, sem síðar reyndist saklaus. Nýr áfrýjunarréttur mun nú fara aftur yfir öll gögn í málinu, en óvíst er hvaða áhrif möguleg sakfelling þar mun hafa. Ítölsk lög geta ekki þvingað Knox til að snúa aftur til landsins og lögmenn hennar segja að ekki standi til að hún snúi aftur af sjálfsdáðum. Þó munu þeir verja hennar málstað í málarekstrinum, sem fyrr, og Knox sjálf, sem stundar nú háskólanám í Seattle, segist vonsvikin, en viss um að hún verði sýknuð á ný.
Amanda Knox Ítalía Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira