Útlendingamál og rangfærslur Pawels Halla Gunnarsdóttir skrifar 21. júní 2013 06:00 Pawel Bartoszek skrifar um margt ágæta grein í Fréttablaðið 14. júní sl. þar sem hann fjallar um útlendingamál. Greinin er ágæt fyrir þær sakir að Pawel minnir á þá staðreynd – sem ætti að vera augljós – að ákvarðanir um brottvísanir, hæli og útgáfu dvalarleyfa byggja á löggjöf en ekki á geðþóttaákvörðunum ráðherra, þótt oft sé sett fram krafa um að hið síðarnefnda ráði. Hins vegar virðist takmarkaður áhugi á að ræða lagarammann, miklu fremur einstaka mál sem koma upp og hljóta athygli fjölmiðla. Við þetta mætti bæta að í umræðunni er oftar en ekki öllu þvælt saman, umsóknir um hæli og dvalarleyfi fólks utan EES eru lagðar að jöfnu. Í fyrrnefnda tilfellinu gilda alþjóðalög sem fjalla um vernd fólks sem flýja hefur þurft ofsóknir en dvalarleyfi fjalla um aðrar forsendur dvalar og er alfarið á valdi Alþingis að ákveða með lögum. Kærunefnd og frumvarp En Pawel klykkir síðan út í grein sinni með því að hnýta í vinstrimenn fyrir að hafa litlu breytt til að „opna Ísland fyrir venjulegu fólki í leit að betra lífi“ og heldur því fram að síðustu tillögur Ögmundar Jónassonar hafi miðað að því einu að skipa sjálfstæða kærunefnd „um deilumál tengd brottvísunum útlendinga o.fl.“ Slíkt hefði að mati Pawels engu breytt þar sem nefndin myndi úrskurða eftir sömu lögunum. Erfitt er að skilja hvað Pawel gengur til með þessari fullyrðingu. Fyrir utan það að kærunefndin hefði bæði víðtækara og mikilvægara hlutverk en Pawel heldur fram þá fer hann með rangt mál þegar hann segir nefndina mundu úrskurða á grundvelli núgildandi laga. Staðreyndin er sú að ákvæði um þessa nefnd er að finna í viðamiklu frumvarpi sem Ögmundur Jónasson, þá innanríkisráðherra, lagði fyrir Alþingi síðastliðinn vetur og felur í sér setningu nýrra heildarlaga um útlendinga, m.ö.o. ný lög sem úrskurðað yrði eftir. Breyta þarf atvinnuréttindum Forsaga málsins er sú að árið 2011 skipaði Ögmundur Jónasson starfshóp þriggja ráðuneyta til að fara yfir lög um útlendinga og lög um atvinnuréttindi útlendinga og gegndi undirrituð formennsku í þeirri nefnd. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu snemmsumars 2012 og lagði til að sett yrðu ný heildarlög um málefni útlendinga, auk þess sem greindar voru sérstaklega ákveðnar breytingar á dvalarleyfaflokkum og heimildum fólks til að setjast að hér á landi. Í kjölfar skýrslunnar var hafist handa við að semja frumvarp á grunni tilagnanna og var það sem fyrr segir lagt fyrir á síðasta þingi. Ekki gengu þó allar tillögur starfshópsins eftir, svo sem lesa má um í greinargerð með frumvarpinu, en til þess hefði þurft áframhaldandi samstöðu með velferðarráðuneytinu sem fer með lög um atvinnuréttindi. Án þess að gera breytingar á atvinnuréttindalögunum – og helst að steypa þeim saman við lög um útlendinga svo sem starfshópurinn lagði til – verður örðugt að fara í þá átt sem Pawel kallar eftir; að opna Ísland í meira mæli fyrir venjulegu fólki í leit að betra lífi. Mannúðlegri lög Með þeim aðkallandi breytingum sem Ögmundur Jónasson lagði til með frumvarpi sínu sl. vetur eru hins vegar stigin mikilvæg skref í átt að mannúðlegri löggjöf, styrkari réttindum hælisleitenda og flóttafólks, bættum rétti aðstandenda til dvalar hér á landi (þ. á m. barna) og afnámi hluta þeirrar mismununar á grundvelli menntunar sem er í núgildandi lögum. Þá er lögð rík áhersla á að lögin séu skýr og skilmerkileg, enda geta þau verið úrslitaþáttur í lífi fólks. Ágreiningur ríkjandi Núgildandi lög um útlendinga annars vegar og atvinnuréttindi útlendinga hins vegar voru sett árið 2002 í miklum ágreiningi. Vilji þáverandi meirihluta til að setja ný heildarlög um útlendinga var skiljanlegur, enda hin fyrri lög frá árinu 1965 löngu úr sér gengin, en á sama tíma hefði verið æskilegt að ná fram breiðari sátt um lögin. Ágreiningurinn hefur litað umfjöllun um málaflokkinn allar götur síðan, sem er ekki til góðs, hvorki fyrir almenna umræðu né fyrir það fólk sem á allt sitt undir löggjöfinni. Tilraun til sáttar Ögmundur Jónasson gerði tilraun til að leggja grunn að sátt um ný heildarlög. Þær tillögur náðu ekki fram að ganga á síðasta þingi, að hluta til vegna skorts á pólitískum áhuga og að hluta til vegna skorts á tíma. Þetta verkefni bíður nú nýs innanríkisráðherra en einnig – og ekki síður – nýs velferðarráðherra, sem þarf að láta til sín taka í málaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Pawel Bartoszek skrifar um margt ágæta grein í Fréttablaðið 14. júní sl. þar sem hann fjallar um útlendingamál. Greinin er ágæt fyrir þær sakir að Pawel minnir á þá staðreynd – sem ætti að vera augljós – að ákvarðanir um brottvísanir, hæli og útgáfu dvalarleyfa byggja á löggjöf en ekki á geðþóttaákvörðunum ráðherra, þótt oft sé sett fram krafa um að hið síðarnefnda ráði. Hins vegar virðist takmarkaður áhugi á að ræða lagarammann, miklu fremur einstaka mál sem koma upp og hljóta athygli fjölmiðla. Við þetta mætti bæta að í umræðunni er oftar en ekki öllu þvælt saman, umsóknir um hæli og dvalarleyfi fólks utan EES eru lagðar að jöfnu. Í fyrrnefnda tilfellinu gilda alþjóðalög sem fjalla um vernd fólks sem flýja hefur þurft ofsóknir en dvalarleyfi fjalla um aðrar forsendur dvalar og er alfarið á valdi Alþingis að ákveða með lögum. Kærunefnd og frumvarp En Pawel klykkir síðan út í grein sinni með því að hnýta í vinstrimenn fyrir að hafa litlu breytt til að „opna Ísland fyrir venjulegu fólki í leit að betra lífi“ og heldur því fram að síðustu tillögur Ögmundar Jónassonar hafi miðað að því einu að skipa sjálfstæða kærunefnd „um deilumál tengd brottvísunum útlendinga o.fl.“ Slíkt hefði að mati Pawels engu breytt þar sem nefndin myndi úrskurða eftir sömu lögunum. Erfitt er að skilja hvað Pawel gengur til með þessari fullyrðingu. Fyrir utan það að kærunefndin hefði bæði víðtækara og mikilvægara hlutverk en Pawel heldur fram þá fer hann með rangt mál þegar hann segir nefndina mundu úrskurða á grundvelli núgildandi laga. Staðreyndin er sú að ákvæði um þessa nefnd er að finna í viðamiklu frumvarpi sem Ögmundur Jónasson, þá innanríkisráðherra, lagði fyrir Alþingi síðastliðinn vetur og felur í sér setningu nýrra heildarlaga um útlendinga, m.ö.o. ný lög sem úrskurðað yrði eftir. Breyta þarf atvinnuréttindum Forsaga málsins er sú að árið 2011 skipaði Ögmundur Jónasson starfshóp þriggja ráðuneyta til að fara yfir lög um útlendinga og lög um atvinnuréttindi útlendinga og gegndi undirrituð formennsku í þeirri nefnd. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu snemmsumars 2012 og lagði til að sett yrðu ný heildarlög um málefni útlendinga, auk þess sem greindar voru sérstaklega ákveðnar breytingar á dvalarleyfaflokkum og heimildum fólks til að setjast að hér á landi. Í kjölfar skýrslunnar var hafist handa við að semja frumvarp á grunni tilagnanna og var það sem fyrr segir lagt fyrir á síðasta þingi. Ekki gengu þó allar tillögur starfshópsins eftir, svo sem lesa má um í greinargerð með frumvarpinu, en til þess hefði þurft áframhaldandi samstöðu með velferðarráðuneytinu sem fer með lög um atvinnuréttindi. Án þess að gera breytingar á atvinnuréttindalögunum – og helst að steypa þeim saman við lög um útlendinga svo sem starfshópurinn lagði til – verður örðugt að fara í þá átt sem Pawel kallar eftir; að opna Ísland í meira mæli fyrir venjulegu fólki í leit að betra lífi. Mannúðlegri lög Með þeim aðkallandi breytingum sem Ögmundur Jónasson lagði til með frumvarpi sínu sl. vetur eru hins vegar stigin mikilvæg skref í átt að mannúðlegri löggjöf, styrkari réttindum hælisleitenda og flóttafólks, bættum rétti aðstandenda til dvalar hér á landi (þ. á m. barna) og afnámi hluta þeirrar mismununar á grundvelli menntunar sem er í núgildandi lögum. Þá er lögð rík áhersla á að lögin séu skýr og skilmerkileg, enda geta þau verið úrslitaþáttur í lífi fólks. Ágreiningur ríkjandi Núgildandi lög um útlendinga annars vegar og atvinnuréttindi útlendinga hins vegar voru sett árið 2002 í miklum ágreiningi. Vilji þáverandi meirihluta til að setja ný heildarlög um útlendinga var skiljanlegur, enda hin fyrri lög frá árinu 1965 löngu úr sér gengin, en á sama tíma hefði verið æskilegt að ná fram breiðari sátt um lögin. Ágreiningurinn hefur litað umfjöllun um málaflokkinn allar götur síðan, sem er ekki til góðs, hvorki fyrir almenna umræðu né fyrir það fólk sem á allt sitt undir löggjöfinni. Tilraun til sáttar Ögmundur Jónasson gerði tilraun til að leggja grunn að sátt um ný heildarlög. Þær tillögur náðu ekki fram að ganga á síðasta þingi, að hluta til vegna skorts á pólitískum áhuga og að hluta til vegna skorts á tíma. Þetta verkefni bíður nú nýs innanríkisráðherra en einnig – og ekki síður – nýs velferðarráðherra, sem þarf að láta til sín taka í málaflokknum.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun