Leikkonan Cate Blanchett er á meðal þeirra sem koma að leikstjórn áströlsku kvikmyndarinnar The Turning.
Myndin er byggð á smásögusafni ástralska rithöfundarins Tims Winton og í henni eru sagðar sautján ólíkar sögur. Bókin kom út árið 2005.
Þetta er í fyrsta sinn sem Blanchett reynir fyrir sér sem leikstjóri, en hún fer einnig með hlutverk í myndinni. Samlandi Blanchett, leikkonan Mia Wasikowska, tekur einnig sín fyrstu skref sem leikstjóri í The Turning. Sagan sem Blanchett leikstýrir ber titilinn Reunion en Wasikowska leikstýrir sögu sem nefnist Long, Clear View.
Hér má sjá stiklu kvikmyndarinnar.
Cate Blanchett leikstýrir í fyrsta sinn
