Helgarmaturinn - Girnilegur kjúklingaborgari með mangósalsa 1. júlí 2013 15:00 Ari Már Heimisson eigandi Kaffikompanísins á Kjarvalsstöðum Ari Már Heimisson deildi með Lífinu, girnilegri uppskrift af hollum kjúklingaborgara sem er tilvalinn fyrir alla fjölskylduna. 4 ferskar kjúklingabringur1 mangó3-4 tómatar½ rauðlaukur3-4 hvítlauksgeirar½ búnt kóríander, ferskt1 stk. lime1 poki klettasalatBrauðbollur frá Polarbröd4 bökunarkartöflur, stórarSalt og piparPaprikukrydd½ líter létt ab-mjólk1 dl olíaMangósalsa: Skerið mangó, rauðlaukinn, og tómatana í litla bita. Saxið einn hvítlauksgeira og koríander og blandið saman við. Limesafi er kreistur yfir og kryddað með örlitlu salti og pipar. Hvítlaukssósa: Hellið ab-mjólkinni í skál, pressið restina af hvítlauknum saman við og kryddið létt með salti og pipar. Helgarmaturinn Grillið kjúklingabringurnar og kryddið með salti og pipar. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er hann skorinn í tvennt og borgaranum raðað saman með klettasalatinu, mangósalsanu og hvítlaukssósunni. Kartöflubátar: Skerið kartöflurnar í tvennt og síðan í þunna báta. Setjið í ofnskúffu, kryddið með paprikukryddi, salti og pipar. Veltið þeim því næst upp úr olíunni. Bakað í ofni á 200°C í ca. 20-25 mín eða þar til þær eru orðnar mjúkar í gegn. Gott er að byrja á að gera kartöflurnar áður en kjúklingurinn er eldaður þar sem þær þurfa langan tíma í ofninum. Grillréttir Hamborgarar Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Ari Már Heimisson deildi með Lífinu, girnilegri uppskrift af hollum kjúklingaborgara sem er tilvalinn fyrir alla fjölskylduna. 4 ferskar kjúklingabringur1 mangó3-4 tómatar½ rauðlaukur3-4 hvítlauksgeirar½ búnt kóríander, ferskt1 stk. lime1 poki klettasalatBrauðbollur frá Polarbröd4 bökunarkartöflur, stórarSalt og piparPaprikukrydd½ líter létt ab-mjólk1 dl olíaMangósalsa: Skerið mangó, rauðlaukinn, og tómatana í litla bita. Saxið einn hvítlauksgeira og koríander og blandið saman við. Limesafi er kreistur yfir og kryddað með örlitlu salti og pipar. Hvítlaukssósa: Hellið ab-mjólkinni í skál, pressið restina af hvítlauknum saman við og kryddið létt með salti og pipar. Helgarmaturinn Grillið kjúklingabringurnar og kryddið með salti og pipar. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er hann skorinn í tvennt og borgaranum raðað saman með klettasalatinu, mangósalsanu og hvítlaukssósunni. Kartöflubátar: Skerið kartöflurnar í tvennt og síðan í þunna báta. Setjið í ofnskúffu, kryddið með paprikukryddi, salti og pipar. Veltið þeim því næst upp úr olíunni. Bakað í ofni á 200°C í ca. 20-25 mín eða þar til þær eru orðnar mjúkar í gegn. Gott er að byrja á að gera kartöflurnar áður en kjúklingurinn er eldaður þar sem þær þurfa langan tíma í ofninum.
Grillréttir Hamborgarar Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira