Ísland togaði í okkur Stefán Árni Pálsson skrifar 3. júlí 2013 07:00 Gunnar Magnússon ætlar sér stóra hluti með ÍBV en Eyjamenn eru strax farnir að skoða aðra leikmenn til að styrkja liðið fyrir koma ndi átök. Mynd/Vilhelm Eyjamenn hafa gengið frá samningi við þjálfarann Gunnar Magnússon og mun hann taka við meistaraflokki ÍBV sem og 2. flokki á næsta tímabili. Gunnar mun einnig vera yfirþjálfari handboltaakademíu ÍBV. „Þetta gerðist allt rosalega fljótt og allt í einu vorum við fjölskyldan á leiðinni heim til Íslands,“ sagði Gunnar Magnússon, nýráðinn þjálfari ÍBV. „Eyjamenn voru í þjálfaraleit og við vorum í raun að huga að heimleið, svo þetta gerðist allt nokkuð fljótlega.“ Akureyringurinn Jónatan Magnússon hefur undanfarin ár verið leikmaður Kristiansund en mun núna snúa sér að þjálfun og tekur við liðinu af Gunnari Magnússyni. „Það hentaði vel á þessum tímapunkti að Jonni [Jónatan Magnússon] tæki við liðinu, en hann hefur verið að búa sig síðastliðin þrjú ár undir það verkefni. Ég hef verið í Noregi í þrjú frábær ár en maður var farinn að huga að breytingum. Þegar starfið bauðst í Vestmannaeyjum fór ég strax í það að ræða við klúbbinn og Jónatan og þeir í raun hleyptu mér heim.“ Eyjamenn fóru upp í N1-deildina í vor og verða því á meðal þeirra bestu á næsta tímabili. Arnar Pétursson og Erlingur Richardsson stýrðu báðir ÍBV á síðustu leiktíð en sá síðarnefndi tók við austurríska liðinu SG Insigni Westwien á dögunum. Gunnar Magnússon mun því stýra ÍBV ásamt Arnari Péturssyni og verða þeir báðir aðalþjálfarar liðsins. „Þetta er spennandi verkefni sem er í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég tók við liðinu. Ég hafði verið í sambandi við önnur lið í Noregi og annars staðar en ÍBV var vænlegasti kosturinn bæði handboltalega og fjölskyldulega. Konan mín er ættuð frá Vestmannaeyjum og ég verð að viðurkenna að hún hafði mikið um þetta að segja. Dóttir mín byrjar í skóla í haust og að auki eignuðumst við okkar þriðja barn á fimmtudaginn svo Ísland var farið á kalla á okkur heim.“ ÍBV er með handboltaakademíu í Vestmannaeyjum sem hefur verið starfandi síðastliðin þrjú ár. Erlingur Richardsson var yfirþjálfari handboltaakademíu Eyjamanna og mun Gunnar Magnússon taka við þeirri stöðu. „Ég kem til með að fara í spor Erlings [Richardssonar] og mun stjórna liðinu ásamt Arnari Péturssyni. Eyjamenn eru stórhuga og ætla að festa sig í sessi sem efstudeildarlið í framtíðinni. Það er mikið og öflugt starf úti í Eyjum og við munum styrkja mannskapinn fyrir komandi átök í N1-deildinni.“ Olís-deild karla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Eyjamenn hafa gengið frá samningi við þjálfarann Gunnar Magnússon og mun hann taka við meistaraflokki ÍBV sem og 2. flokki á næsta tímabili. Gunnar mun einnig vera yfirþjálfari handboltaakademíu ÍBV. „Þetta gerðist allt rosalega fljótt og allt í einu vorum við fjölskyldan á leiðinni heim til Íslands,“ sagði Gunnar Magnússon, nýráðinn þjálfari ÍBV. „Eyjamenn voru í þjálfaraleit og við vorum í raun að huga að heimleið, svo þetta gerðist allt nokkuð fljótlega.“ Akureyringurinn Jónatan Magnússon hefur undanfarin ár verið leikmaður Kristiansund en mun núna snúa sér að þjálfun og tekur við liðinu af Gunnari Magnússyni. „Það hentaði vel á þessum tímapunkti að Jonni [Jónatan Magnússon] tæki við liðinu, en hann hefur verið að búa sig síðastliðin þrjú ár undir það verkefni. Ég hef verið í Noregi í þrjú frábær ár en maður var farinn að huga að breytingum. Þegar starfið bauðst í Vestmannaeyjum fór ég strax í það að ræða við klúbbinn og Jónatan og þeir í raun hleyptu mér heim.“ Eyjamenn fóru upp í N1-deildina í vor og verða því á meðal þeirra bestu á næsta tímabili. Arnar Pétursson og Erlingur Richardsson stýrðu báðir ÍBV á síðustu leiktíð en sá síðarnefndi tók við austurríska liðinu SG Insigni Westwien á dögunum. Gunnar Magnússon mun því stýra ÍBV ásamt Arnari Péturssyni og verða þeir báðir aðalþjálfarar liðsins. „Þetta er spennandi verkefni sem er í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég tók við liðinu. Ég hafði verið í sambandi við önnur lið í Noregi og annars staðar en ÍBV var vænlegasti kosturinn bæði handboltalega og fjölskyldulega. Konan mín er ættuð frá Vestmannaeyjum og ég verð að viðurkenna að hún hafði mikið um þetta að segja. Dóttir mín byrjar í skóla í haust og að auki eignuðumst við okkar þriðja barn á fimmtudaginn svo Ísland var farið á kalla á okkur heim.“ ÍBV er með handboltaakademíu í Vestmannaeyjum sem hefur verið starfandi síðastliðin þrjú ár. Erlingur Richardsson var yfirþjálfari handboltaakademíu Eyjamanna og mun Gunnar Magnússon taka við þeirri stöðu. „Ég kem til með að fara í spor Erlings [Richardssonar] og mun stjórna liðinu ásamt Arnari Péturssyni. Eyjamenn eru stórhuga og ætla að festa sig í sessi sem efstudeildarlið í framtíðinni. Það er mikið og öflugt starf úti í Eyjum og við munum styrkja mannskapinn fyrir komandi átök í N1-deildinni.“
Olís-deild karla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira