Ísland togaði í okkur Stefán Árni Pálsson skrifar 3. júlí 2013 07:00 Gunnar Magnússon ætlar sér stóra hluti með ÍBV en Eyjamenn eru strax farnir að skoða aðra leikmenn til að styrkja liðið fyrir koma ndi átök. Mynd/Vilhelm Eyjamenn hafa gengið frá samningi við þjálfarann Gunnar Magnússon og mun hann taka við meistaraflokki ÍBV sem og 2. flokki á næsta tímabili. Gunnar mun einnig vera yfirþjálfari handboltaakademíu ÍBV. „Þetta gerðist allt rosalega fljótt og allt í einu vorum við fjölskyldan á leiðinni heim til Íslands,“ sagði Gunnar Magnússon, nýráðinn þjálfari ÍBV. „Eyjamenn voru í þjálfaraleit og við vorum í raun að huga að heimleið, svo þetta gerðist allt nokkuð fljótlega.“ Akureyringurinn Jónatan Magnússon hefur undanfarin ár verið leikmaður Kristiansund en mun núna snúa sér að þjálfun og tekur við liðinu af Gunnari Magnússyni. „Það hentaði vel á þessum tímapunkti að Jonni [Jónatan Magnússon] tæki við liðinu, en hann hefur verið að búa sig síðastliðin þrjú ár undir það verkefni. Ég hef verið í Noregi í þrjú frábær ár en maður var farinn að huga að breytingum. Þegar starfið bauðst í Vestmannaeyjum fór ég strax í það að ræða við klúbbinn og Jónatan og þeir í raun hleyptu mér heim.“ Eyjamenn fóru upp í N1-deildina í vor og verða því á meðal þeirra bestu á næsta tímabili. Arnar Pétursson og Erlingur Richardsson stýrðu báðir ÍBV á síðustu leiktíð en sá síðarnefndi tók við austurríska liðinu SG Insigni Westwien á dögunum. Gunnar Magnússon mun því stýra ÍBV ásamt Arnari Péturssyni og verða þeir báðir aðalþjálfarar liðsins. „Þetta er spennandi verkefni sem er í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég tók við liðinu. Ég hafði verið í sambandi við önnur lið í Noregi og annars staðar en ÍBV var vænlegasti kosturinn bæði handboltalega og fjölskyldulega. Konan mín er ættuð frá Vestmannaeyjum og ég verð að viðurkenna að hún hafði mikið um þetta að segja. Dóttir mín byrjar í skóla í haust og að auki eignuðumst við okkar þriðja barn á fimmtudaginn svo Ísland var farið á kalla á okkur heim.“ ÍBV er með handboltaakademíu í Vestmannaeyjum sem hefur verið starfandi síðastliðin þrjú ár. Erlingur Richardsson var yfirþjálfari handboltaakademíu Eyjamanna og mun Gunnar Magnússon taka við þeirri stöðu. „Ég kem til með að fara í spor Erlings [Richardssonar] og mun stjórna liðinu ásamt Arnari Péturssyni. Eyjamenn eru stórhuga og ætla að festa sig í sessi sem efstudeildarlið í framtíðinni. Það er mikið og öflugt starf úti í Eyjum og við munum styrkja mannskapinn fyrir komandi átök í N1-deildinni.“ Olís-deild karla Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Eyjamenn hafa gengið frá samningi við þjálfarann Gunnar Magnússon og mun hann taka við meistaraflokki ÍBV sem og 2. flokki á næsta tímabili. Gunnar mun einnig vera yfirþjálfari handboltaakademíu ÍBV. „Þetta gerðist allt rosalega fljótt og allt í einu vorum við fjölskyldan á leiðinni heim til Íslands,“ sagði Gunnar Magnússon, nýráðinn þjálfari ÍBV. „Eyjamenn voru í þjálfaraleit og við vorum í raun að huga að heimleið, svo þetta gerðist allt nokkuð fljótlega.“ Akureyringurinn Jónatan Magnússon hefur undanfarin ár verið leikmaður Kristiansund en mun núna snúa sér að þjálfun og tekur við liðinu af Gunnari Magnússyni. „Það hentaði vel á þessum tímapunkti að Jonni [Jónatan Magnússon] tæki við liðinu, en hann hefur verið að búa sig síðastliðin þrjú ár undir það verkefni. Ég hef verið í Noregi í þrjú frábær ár en maður var farinn að huga að breytingum. Þegar starfið bauðst í Vestmannaeyjum fór ég strax í það að ræða við klúbbinn og Jónatan og þeir í raun hleyptu mér heim.“ Eyjamenn fóru upp í N1-deildina í vor og verða því á meðal þeirra bestu á næsta tímabili. Arnar Pétursson og Erlingur Richardsson stýrðu báðir ÍBV á síðustu leiktíð en sá síðarnefndi tók við austurríska liðinu SG Insigni Westwien á dögunum. Gunnar Magnússon mun því stýra ÍBV ásamt Arnari Péturssyni og verða þeir báðir aðalþjálfarar liðsins. „Þetta er spennandi verkefni sem er í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég tók við liðinu. Ég hafði verið í sambandi við önnur lið í Noregi og annars staðar en ÍBV var vænlegasti kosturinn bæði handboltalega og fjölskyldulega. Konan mín er ættuð frá Vestmannaeyjum og ég verð að viðurkenna að hún hafði mikið um þetta að segja. Dóttir mín byrjar í skóla í haust og að auki eignuðumst við okkar þriðja barn á fimmtudaginn svo Ísland var farið á kalla á okkur heim.“ ÍBV er með handboltaakademíu í Vestmannaeyjum sem hefur verið starfandi síðastliðin þrjú ár. Erlingur Richardsson var yfirþjálfari handboltaakademíu Eyjamanna og mun Gunnar Magnússon taka við þeirri stöðu. „Ég kem til með að fara í spor Erlings [Richardssonar] og mun stjórna liðinu ásamt Arnari Péturssyni. Eyjamenn eru stórhuga og ætla að festa sig í sessi sem efstudeildarlið í framtíðinni. Það er mikið og öflugt starf úti í Eyjum og við munum styrkja mannskapinn fyrir komandi átök í N1-deildinni.“
Olís-deild karla Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira