Endalok heimsins nálgast óðfluga Sara McMahon skrifar 3. júlí 2013 21:00 Gamanmyndin This is the End skartar mörgum af stærstu gamanstjörnum dagsins í dag í helstu hlutverkum. Myndin hefst þegar leikarinn Jay Baruchel, úr kvikmyndunum Tropic Thunder og Knocked Up, kemur til Los Angeles að heimsækja vin sinn, leikarann Seth Rogen. Félagarnir fara saman í innflutningspartí til James Franco og hitta þar fyrir fjöldann allan af leikurum, söngvurum og öðru þekktu fólki. Baruchel þekkir þó fáa í veislunni og talar Rogen inn á að rölta með sér út í búð í þeim erindagjörðum að kaupa sígarettur. Þar verða þeir vitni að því þegar nokkrir viðskiptavinir verslunarinnar eru numdir á brott af bláum geislum sem koma af himni ofan. Þetta skýtur þeim skelk í bringu og forða félagarnir sér aftur heim til Franco. Stuttu síðar hefst mikið eldregn og verður öngþveiti á götum úti. Á meðan heimurinn ferst neyðist hópurinn sem inni er að takast á við þverrandi matarbirgðir og hvert annað. Handrit og leikstjórn er í höndum Seths Rogen og Evans Goldberg, en þeir skrifuðu einnig handritið að Pinapple Express. Með helstu hlutverk fara James Franco, Jonah Hill, Seth Rogen, Jay Baruchel, Danny McBride, Craig Robinson, Michael Cera og Emma Watson. Einnig má sjá Rihönnu, Channing Tatum, Paul Rudd og The Backstreet Boys bregða fyrir í myndinni. Að sögn Rogens og Goldbergs hafði þá alltaf dreymt um að framleiða mynd þar sem fólk léki sjálft sig. „Upphaflega hugmyndin var sú að Seth og Busta Rhymes væru að taka upp tónlistarmyndband og maurafólk úr iðrum jarðar réðist á þá,“ sagði Goldberg. This is the End hefur fengið góða dóma og fær meðal annars 83 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes og 8 í einkunn á Imdb.com. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Gamanmyndin This is the End skartar mörgum af stærstu gamanstjörnum dagsins í dag í helstu hlutverkum. Myndin hefst þegar leikarinn Jay Baruchel, úr kvikmyndunum Tropic Thunder og Knocked Up, kemur til Los Angeles að heimsækja vin sinn, leikarann Seth Rogen. Félagarnir fara saman í innflutningspartí til James Franco og hitta þar fyrir fjöldann allan af leikurum, söngvurum og öðru þekktu fólki. Baruchel þekkir þó fáa í veislunni og talar Rogen inn á að rölta með sér út í búð í þeim erindagjörðum að kaupa sígarettur. Þar verða þeir vitni að því þegar nokkrir viðskiptavinir verslunarinnar eru numdir á brott af bláum geislum sem koma af himni ofan. Þetta skýtur þeim skelk í bringu og forða félagarnir sér aftur heim til Franco. Stuttu síðar hefst mikið eldregn og verður öngþveiti á götum úti. Á meðan heimurinn ferst neyðist hópurinn sem inni er að takast á við þverrandi matarbirgðir og hvert annað. Handrit og leikstjórn er í höndum Seths Rogen og Evans Goldberg, en þeir skrifuðu einnig handritið að Pinapple Express. Með helstu hlutverk fara James Franco, Jonah Hill, Seth Rogen, Jay Baruchel, Danny McBride, Craig Robinson, Michael Cera og Emma Watson. Einnig má sjá Rihönnu, Channing Tatum, Paul Rudd og The Backstreet Boys bregða fyrir í myndinni. Að sögn Rogens og Goldbergs hafði þá alltaf dreymt um að framleiða mynd þar sem fólk léki sjálft sig. „Upphaflega hugmyndin var sú að Seth og Busta Rhymes væru að taka upp tónlistarmyndband og maurafólk úr iðrum jarðar réðist á þá,“ sagði Goldberg. This is the End hefur fengið góða dóma og fær meðal annars 83 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes og 8 í einkunn á Imdb.com.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira