Laufléttur lögguhasar Kristjana Arnardóttir skrifar 11. júlí 2013 10:15 Gamanmyndin The Heat var frumsýnd hér á landi í gærkvöld en myndin skartar leikkonunum Söndru Bullock og Melissu McCarthy í aðalhlutverkum. Myndin segir frá lögreglukonunum Söruh og Shannon sem eru þvingaðar til að starfa saman þrátt fyrir að eiga nánast ekkert sameiginlegt. Shannon, sem leikin er af McCarthy, er hörð í horn að taka og fer óhefðbundnar leiðir í við yfirheyrslur glæpamanna. Stöllurnar finna þó leiðir til þess að starfa saman þegar þær fá það verkefni að stöðva hættulegan eiturlyfjabarón, og útkoman verður vægast sagt skrautleg. Myndinni leikstýrði bandaríski leikstjórinn Paul Feig en hann hefur getið sér gott orð sem leikstjóri. Feig leikstýrði meðal annars hinni stórskemmtilegu gamanmynd Bridesmaids, sem kom út árið 2011 og uppskar Melissa McCarthy tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Feig hefur einnig leikstýrt nokkrum þáttum af Arrested Development og The Office, sem og völdum þáttum af 30 Rock, Parks and Recreation og Mad Men. Melissa McCarthy skaust hratt fram á sjónarsviðið en hjólin fóru almennilega að snúast hjá leikkonunni í kjölfar Bridesmaids-myndarinnar. McCarthy lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Identity Thief sem kom út fyrr á árinu en hún leikur einnig í þriðju Hangover-myndinni sem var frumsýnd í vor. Sandra Bullock hefur lengi vel verið ein launahæsta leikkonan í Hollywood. Henni mun þó aðeins bregða fyrir í tveimur kvikmyndum á árinu, The Heat og vísindatryllinum Gravity. Bullock fer með aðalhlutverkið í vísindatryllinum ásamt hjartaknúsaranum George Clooney. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Gamanmyndin The Heat var frumsýnd hér á landi í gærkvöld en myndin skartar leikkonunum Söndru Bullock og Melissu McCarthy í aðalhlutverkum. Myndin segir frá lögreglukonunum Söruh og Shannon sem eru þvingaðar til að starfa saman þrátt fyrir að eiga nánast ekkert sameiginlegt. Shannon, sem leikin er af McCarthy, er hörð í horn að taka og fer óhefðbundnar leiðir í við yfirheyrslur glæpamanna. Stöllurnar finna þó leiðir til þess að starfa saman þegar þær fá það verkefni að stöðva hættulegan eiturlyfjabarón, og útkoman verður vægast sagt skrautleg. Myndinni leikstýrði bandaríski leikstjórinn Paul Feig en hann hefur getið sér gott orð sem leikstjóri. Feig leikstýrði meðal annars hinni stórskemmtilegu gamanmynd Bridesmaids, sem kom út árið 2011 og uppskar Melissa McCarthy tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Feig hefur einnig leikstýrt nokkrum þáttum af Arrested Development og The Office, sem og völdum þáttum af 30 Rock, Parks and Recreation og Mad Men. Melissa McCarthy skaust hratt fram á sjónarsviðið en hjólin fóru almennilega að snúast hjá leikkonunni í kjölfar Bridesmaids-myndarinnar. McCarthy lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Identity Thief sem kom út fyrr á árinu en hún leikur einnig í þriðju Hangover-myndinni sem var frumsýnd í vor. Sandra Bullock hefur lengi vel verið ein launahæsta leikkonan í Hollywood. Henni mun þó aðeins bregða fyrir í tveimur kvikmyndum á árinu, The Heat og vísindatryllinum Gravity. Bullock fer með aðalhlutverkið í vísindatryllinum ásamt hjartaknúsaranum George Clooney.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp