Staðreyndir og staðleysur Páll Magnússon skrifar 12. júlí 2013 06:00 Síðast þegar ég átti orðastað við ritstjóra Morgunblaðsins í hans eigin blaði birtist svar hans við grein minni á undan greininni sjálfri. Það er sérkennileg ritstjórnarstefna og því bið ég Fréttablaðið fyrir þetta greinarkorn. Um síðustu mánaðamót hafði ritstjóri Morgunblaðsins setið á stóli sínum í 197 vikur. Á þeim tíma hafði hann skrifað 224 sinnum um Ríkisútvarpið í forystugreinum blaðsins. Það gerir að jafnaði einu sinni í viku og 27 sinnum í viðbót. Án þess að hafa talið það hef ég grun um að það hafi bara verið tvö fyrirbæri í veröldinni sem hafa verið ritstjóranum kærari umfjöllunarefni en RÚV: nýlega brotthorfin ríkisstjórn og svo hann sjálfur. Ég hygg reyndar að varnar- og lofgreinar hans um sjálfan sig undir nafnleynd í þriðju persónu séu nýmæli í vestrænni blaðamennsku – jafnvel mætti kalla þetta sköpunarverk nýja bókmenntagrein.Rangar staðhæfingar Þetta var þó ekki erindið. Í gegnum fúkyrði og fimmaurabrandara ritstjórans í garð Ríkisútvarpsins, sem ástæðulítið er að svara, má einstaka sinnum grilla í rangar efnislegar staðhæfingar, sem verður eiginlega að svara. Þannig sagði nýlega í Reykjavíkurbréfi „…Ríkisútvarpið er orðið eftirbátur annarra í framleiðslu á innlendu efni, svo furðulegt sem það er“. Þetta er rangt. Síðustu opinberu tölur frá Hagstofunni um þetta efni eru frá 2010. Þar kemur fram að innlent efni á RÚV hafi verið samtals 2.031 klukkustund eða 52% af heildarútsendingartíma. Stöð 2 var með 1.085 klukkustundir sem var 14% af heildarútsendingartíma og Skjár 1 með 340 klukkustundir, sem var 15% af heildarútsendingartíma. Þessi hlutföll eru lítt breytt í dag. (Til að gæta sanngirni verður að taka fram að ÍNN og N4 eru auðvitað bara með íslenskt efni). Í leiðinni er svo rétt að leiðrétta þá bábilju sem ritstjórinn hefur tekið undir og gert að sinni, að RÚV hafi fjallað miklu meira um nýlega undirskriftasöfnun gegn lækkun veiðigjalds en undirskriftasöfnun gegn Icesave á sínum tíma. Þetta er rangt. Á 10 daga tímabili (10.02.2011-20.02.2011) fjallaði RÚV 21 sinni um undirskriftasöfnun gegn Icesave í aðalfréttatímum útvarps og sjónvarps. Á 13 daga tímabili (17.06.2013-01.07.2013) fjallaði RÚV 16 sinnum um undirskriftasöfnun gegn lækkun veiðileyfagjalds í aðalfréttatímum útvarps og sjónvarps. Kosturinn/gallinn við efnislegar staðhæfingar er nefnilega að þær er yfirleitt hægt að sannreyna eða hrekja. Sú er ekki raunin með fúkyrði og fimmaurabrandara. Guð blessi Morgunblaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Magnússon Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Síðast þegar ég átti orðastað við ritstjóra Morgunblaðsins í hans eigin blaði birtist svar hans við grein minni á undan greininni sjálfri. Það er sérkennileg ritstjórnarstefna og því bið ég Fréttablaðið fyrir þetta greinarkorn. Um síðustu mánaðamót hafði ritstjóri Morgunblaðsins setið á stóli sínum í 197 vikur. Á þeim tíma hafði hann skrifað 224 sinnum um Ríkisútvarpið í forystugreinum blaðsins. Það gerir að jafnaði einu sinni í viku og 27 sinnum í viðbót. Án þess að hafa talið það hef ég grun um að það hafi bara verið tvö fyrirbæri í veröldinni sem hafa verið ritstjóranum kærari umfjöllunarefni en RÚV: nýlega brotthorfin ríkisstjórn og svo hann sjálfur. Ég hygg reyndar að varnar- og lofgreinar hans um sjálfan sig undir nafnleynd í þriðju persónu séu nýmæli í vestrænni blaðamennsku – jafnvel mætti kalla þetta sköpunarverk nýja bókmenntagrein.Rangar staðhæfingar Þetta var þó ekki erindið. Í gegnum fúkyrði og fimmaurabrandara ritstjórans í garð Ríkisútvarpsins, sem ástæðulítið er að svara, má einstaka sinnum grilla í rangar efnislegar staðhæfingar, sem verður eiginlega að svara. Þannig sagði nýlega í Reykjavíkurbréfi „…Ríkisútvarpið er orðið eftirbátur annarra í framleiðslu á innlendu efni, svo furðulegt sem það er“. Þetta er rangt. Síðustu opinberu tölur frá Hagstofunni um þetta efni eru frá 2010. Þar kemur fram að innlent efni á RÚV hafi verið samtals 2.031 klukkustund eða 52% af heildarútsendingartíma. Stöð 2 var með 1.085 klukkustundir sem var 14% af heildarútsendingartíma og Skjár 1 með 340 klukkustundir, sem var 15% af heildarútsendingartíma. Þessi hlutföll eru lítt breytt í dag. (Til að gæta sanngirni verður að taka fram að ÍNN og N4 eru auðvitað bara með íslenskt efni). Í leiðinni er svo rétt að leiðrétta þá bábilju sem ritstjórinn hefur tekið undir og gert að sinni, að RÚV hafi fjallað miklu meira um nýlega undirskriftasöfnun gegn lækkun veiðigjalds en undirskriftasöfnun gegn Icesave á sínum tíma. Þetta er rangt. Á 10 daga tímabili (10.02.2011-20.02.2011) fjallaði RÚV 21 sinni um undirskriftasöfnun gegn Icesave í aðalfréttatímum útvarps og sjónvarps. Á 13 daga tímabili (17.06.2013-01.07.2013) fjallaði RÚV 16 sinnum um undirskriftasöfnun gegn lækkun veiðileyfagjalds í aðalfréttatímum útvarps og sjónvarps. Kosturinn/gallinn við efnislegar staðhæfingar er nefnilega að þær er yfirleitt hægt að sannreyna eða hrekja. Sú er ekki raunin með fúkyrði og fimmaurabrandara. Guð blessi Morgunblaðið.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun