Staðreyndir og staðleysur Páll Magnússon skrifar 12. júlí 2013 06:00 Síðast þegar ég átti orðastað við ritstjóra Morgunblaðsins í hans eigin blaði birtist svar hans við grein minni á undan greininni sjálfri. Það er sérkennileg ritstjórnarstefna og því bið ég Fréttablaðið fyrir þetta greinarkorn. Um síðustu mánaðamót hafði ritstjóri Morgunblaðsins setið á stóli sínum í 197 vikur. Á þeim tíma hafði hann skrifað 224 sinnum um Ríkisútvarpið í forystugreinum blaðsins. Það gerir að jafnaði einu sinni í viku og 27 sinnum í viðbót. Án þess að hafa talið það hef ég grun um að það hafi bara verið tvö fyrirbæri í veröldinni sem hafa verið ritstjóranum kærari umfjöllunarefni en RÚV: nýlega brotthorfin ríkisstjórn og svo hann sjálfur. Ég hygg reyndar að varnar- og lofgreinar hans um sjálfan sig undir nafnleynd í þriðju persónu séu nýmæli í vestrænni blaðamennsku – jafnvel mætti kalla þetta sköpunarverk nýja bókmenntagrein.Rangar staðhæfingar Þetta var þó ekki erindið. Í gegnum fúkyrði og fimmaurabrandara ritstjórans í garð Ríkisútvarpsins, sem ástæðulítið er að svara, má einstaka sinnum grilla í rangar efnislegar staðhæfingar, sem verður eiginlega að svara. Þannig sagði nýlega í Reykjavíkurbréfi „…Ríkisútvarpið er orðið eftirbátur annarra í framleiðslu á innlendu efni, svo furðulegt sem það er“. Þetta er rangt. Síðustu opinberu tölur frá Hagstofunni um þetta efni eru frá 2010. Þar kemur fram að innlent efni á RÚV hafi verið samtals 2.031 klukkustund eða 52% af heildarútsendingartíma. Stöð 2 var með 1.085 klukkustundir sem var 14% af heildarútsendingartíma og Skjár 1 með 340 klukkustundir, sem var 15% af heildarútsendingartíma. Þessi hlutföll eru lítt breytt í dag. (Til að gæta sanngirni verður að taka fram að ÍNN og N4 eru auðvitað bara með íslenskt efni). Í leiðinni er svo rétt að leiðrétta þá bábilju sem ritstjórinn hefur tekið undir og gert að sinni, að RÚV hafi fjallað miklu meira um nýlega undirskriftasöfnun gegn lækkun veiðigjalds en undirskriftasöfnun gegn Icesave á sínum tíma. Þetta er rangt. Á 10 daga tímabili (10.02.2011-20.02.2011) fjallaði RÚV 21 sinni um undirskriftasöfnun gegn Icesave í aðalfréttatímum útvarps og sjónvarps. Á 13 daga tímabili (17.06.2013-01.07.2013) fjallaði RÚV 16 sinnum um undirskriftasöfnun gegn lækkun veiðileyfagjalds í aðalfréttatímum útvarps og sjónvarps. Kosturinn/gallinn við efnislegar staðhæfingar er nefnilega að þær er yfirleitt hægt að sannreyna eða hrekja. Sú er ekki raunin með fúkyrði og fimmaurabrandara. Guð blessi Morgunblaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Magnússon Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Síðast þegar ég átti orðastað við ritstjóra Morgunblaðsins í hans eigin blaði birtist svar hans við grein minni á undan greininni sjálfri. Það er sérkennileg ritstjórnarstefna og því bið ég Fréttablaðið fyrir þetta greinarkorn. Um síðustu mánaðamót hafði ritstjóri Morgunblaðsins setið á stóli sínum í 197 vikur. Á þeim tíma hafði hann skrifað 224 sinnum um Ríkisútvarpið í forystugreinum blaðsins. Það gerir að jafnaði einu sinni í viku og 27 sinnum í viðbót. Án þess að hafa talið það hef ég grun um að það hafi bara verið tvö fyrirbæri í veröldinni sem hafa verið ritstjóranum kærari umfjöllunarefni en RÚV: nýlega brotthorfin ríkisstjórn og svo hann sjálfur. Ég hygg reyndar að varnar- og lofgreinar hans um sjálfan sig undir nafnleynd í þriðju persónu séu nýmæli í vestrænni blaðamennsku – jafnvel mætti kalla þetta sköpunarverk nýja bókmenntagrein.Rangar staðhæfingar Þetta var þó ekki erindið. Í gegnum fúkyrði og fimmaurabrandara ritstjórans í garð Ríkisútvarpsins, sem ástæðulítið er að svara, má einstaka sinnum grilla í rangar efnislegar staðhæfingar, sem verður eiginlega að svara. Þannig sagði nýlega í Reykjavíkurbréfi „…Ríkisútvarpið er orðið eftirbátur annarra í framleiðslu á innlendu efni, svo furðulegt sem það er“. Þetta er rangt. Síðustu opinberu tölur frá Hagstofunni um þetta efni eru frá 2010. Þar kemur fram að innlent efni á RÚV hafi verið samtals 2.031 klukkustund eða 52% af heildarútsendingartíma. Stöð 2 var með 1.085 klukkustundir sem var 14% af heildarútsendingartíma og Skjár 1 með 340 klukkustundir, sem var 15% af heildarútsendingartíma. Þessi hlutföll eru lítt breytt í dag. (Til að gæta sanngirni verður að taka fram að ÍNN og N4 eru auðvitað bara með íslenskt efni). Í leiðinni er svo rétt að leiðrétta þá bábilju sem ritstjórinn hefur tekið undir og gert að sinni, að RÚV hafi fjallað miklu meira um nýlega undirskriftasöfnun gegn lækkun veiðigjalds en undirskriftasöfnun gegn Icesave á sínum tíma. Þetta er rangt. Á 10 daga tímabili (10.02.2011-20.02.2011) fjallaði RÚV 21 sinni um undirskriftasöfnun gegn Icesave í aðalfréttatímum útvarps og sjónvarps. Á 13 daga tímabili (17.06.2013-01.07.2013) fjallaði RÚV 16 sinnum um undirskriftasöfnun gegn lækkun veiðileyfagjalds í aðalfréttatímum útvarps og sjónvarps. Kosturinn/gallinn við efnislegar staðhæfingar er nefnilega að þær er yfirleitt hægt að sannreyna eða hrekja. Sú er ekki raunin með fúkyrði og fimmaurabrandara. Guð blessi Morgunblaðið.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun