Inniheldur aðeins 1/7 af hitaeiningum venjulegrar pitsu: Uppskrift að blómkálspítsubotni Marín Manda skrifar 19. júlí 2013 09:30 María Rós Gústavsdóttir hefur dálæti á hollu mataræði. María Rós Gústavsdóttir er nemandi á öðru ári í Verslunarskólanum en hún hefur mikinn áhuga á lágkolvetna mataræði. María deilir hér skemmtilegri uppskrift að lágkolvetna pitsu með geitaosti og pepperoni. Pitsan inniheldur aðeins 1/7 af þeim hitaeiningum sem eru í venjulegri pitsu. Blómkálspitsubotn Hann er sykur-, hveiti- og gerlaus.Blómkálshaus1 egg1/3 bolli mozzarella-ostur½ tsk. fennel1 tsk. ítalskt krydd¼ tsk. salt1 tsk. pipar Setjið blómkálshausinn í matvinnsluvél og fínmalið hann í litla bita, setjið svo í skál og í örbylgjuofn í 7 mínútur. Setjið því næst allt í viskustykki og kreistið allan vökva úr blómkálinu. Bætið egginu, ostinum og kryddinu við blómkálið og setjið þunnt lag á bökunarpappír. Bakist í 15-20 mín á 180 gráðum. Svo eru tómatpúrra, ostur, geitaostur, pepperoni og tómatur sett ofan á. Síðan er blómkálspitsan sett aftur í ofninn í u.þ.b. 5 mín. Setjið klettasalat yfir seinast. Blómkál Grænmetisréttir Pítsur Uppskriftir Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið
María Rós Gústavsdóttir er nemandi á öðru ári í Verslunarskólanum en hún hefur mikinn áhuga á lágkolvetna mataræði. María deilir hér skemmtilegri uppskrift að lágkolvetna pitsu með geitaosti og pepperoni. Pitsan inniheldur aðeins 1/7 af þeim hitaeiningum sem eru í venjulegri pitsu. Blómkálspitsubotn Hann er sykur-, hveiti- og gerlaus.Blómkálshaus1 egg1/3 bolli mozzarella-ostur½ tsk. fennel1 tsk. ítalskt krydd¼ tsk. salt1 tsk. pipar Setjið blómkálshausinn í matvinnsluvél og fínmalið hann í litla bita, setjið svo í skál og í örbylgjuofn í 7 mínútur. Setjið því næst allt í viskustykki og kreistið allan vökva úr blómkálinu. Bætið egginu, ostinum og kryddinu við blómkálið og setjið þunnt lag á bökunarpappír. Bakist í 15-20 mín á 180 gráðum. Svo eru tómatpúrra, ostur, geitaostur, pepperoni og tómatur sett ofan á. Síðan er blómkálspitsan sett aftur í ofninn í u.þ.b. 5 mín. Setjið klettasalat yfir seinast.
Blómkál Grænmetisréttir Pítsur Uppskriftir Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið