Yrðlingurinn Funi stelur athygli frá Þríhnúkagíg Sara McMahon skrifar 20. júlí 2013 07:00 Yrðlingurinn Funi vekur mikla athygli viðskiptavina Þríhnúka. „Einn af leiðsögumönnum okkar er grenjaskytta og ég held að hann hafi séð aumur á þessum. Hann kom með yrðlinginn til okkar þegar hann var pínulítill, um tíu daga gamall, og hann hefur verið hjá okkur síðan,“ segir Björn Ólafsson, framkvæmdastjóri Þríhnúka. Starfsfólk fyrirtækisins hefur alið lítinn yrðling við búðir fyrirtækisins í Bláfjöllum og hefur sá vakið mikla athygli gesta. „Hann vekur verulega athygli. Þegar hann var lítill kepptist fólk við að halda á honum og mynda hann þannig að það er mikil skemmtun að hafa hann þarna. Hann er í raun meginaðdráttaraflið þessa dagana,“ segir Björn og hlær. Yrðlingurinn hefur dvalið við búðirnar frá því í byrjun júní og var í fyrstu alinn á mjólk og kattamat. „Nú borðar hann nánast allt og þá helst kjöt. Upphaflega höfðum við hann í búri en nú heldur hann til í kringum búðirnar og kemur reglulega og fær að borða. Það er leikur í honum og honum finnst gaman að vera í kringum fólk.“Í bílferð Hér er Funi á leið til dýralæknis.Er kvenkyn Yrðlingurinn hlaut nafnið Funi en nokkru eftir nafngiftina kom í ljós að dýrið hafði verið ranglega kyngreint. „Hann fékk nafnið Funi. Þetta er reyndar kvenkyn en það kom ekki í ljós fyrr en búið var að nefna hann.“ Að sögn Björns hlýðir Funi kalli og kemur um leið og kallað er á hana í mat. Björn ÓlafssonFyrirtækið býður upp á skipulagðar ferðir ofan í Þríhnúkagíg, sem er kvikuþró kulnaðs eldfjalls, og er aðeins með ferðir að sumri til. Björn telur líklegt að leiðir hans og Funa muni skilja um leið og hausta tekur. „Yfirleitt venjast refir frá fólki með tíð og tíma. Þeir fara lengra og lengra í burtu frá heimilinu og svo einn daginn hverfa þeir, þannig að ég á von á því að leiðir okkar muni skilja með haustinu. Eðlið er svo ríkt í þeim,“ segir hann að lokum. Besti vinur Funa er husky hundurinn Frosti, sá er í eigu eins starfsmanns fyrirtækisins. Þaðan er nafn yrðlingsins komið: frost og funi. Dýr Mest lesið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Fleiri fréttir „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Sjá meira
„Einn af leiðsögumönnum okkar er grenjaskytta og ég held að hann hafi séð aumur á þessum. Hann kom með yrðlinginn til okkar þegar hann var pínulítill, um tíu daga gamall, og hann hefur verið hjá okkur síðan,“ segir Björn Ólafsson, framkvæmdastjóri Þríhnúka. Starfsfólk fyrirtækisins hefur alið lítinn yrðling við búðir fyrirtækisins í Bláfjöllum og hefur sá vakið mikla athygli gesta. „Hann vekur verulega athygli. Þegar hann var lítill kepptist fólk við að halda á honum og mynda hann þannig að það er mikil skemmtun að hafa hann þarna. Hann er í raun meginaðdráttaraflið þessa dagana,“ segir Björn og hlær. Yrðlingurinn hefur dvalið við búðirnar frá því í byrjun júní og var í fyrstu alinn á mjólk og kattamat. „Nú borðar hann nánast allt og þá helst kjöt. Upphaflega höfðum við hann í búri en nú heldur hann til í kringum búðirnar og kemur reglulega og fær að borða. Það er leikur í honum og honum finnst gaman að vera í kringum fólk.“Í bílferð Hér er Funi á leið til dýralæknis.Er kvenkyn Yrðlingurinn hlaut nafnið Funi en nokkru eftir nafngiftina kom í ljós að dýrið hafði verið ranglega kyngreint. „Hann fékk nafnið Funi. Þetta er reyndar kvenkyn en það kom ekki í ljós fyrr en búið var að nefna hann.“ Að sögn Björns hlýðir Funi kalli og kemur um leið og kallað er á hana í mat. Björn ÓlafssonFyrirtækið býður upp á skipulagðar ferðir ofan í Þríhnúkagíg, sem er kvikuþró kulnaðs eldfjalls, og er aðeins með ferðir að sumri til. Björn telur líklegt að leiðir hans og Funa muni skilja um leið og hausta tekur. „Yfirleitt venjast refir frá fólki með tíð og tíma. Þeir fara lengra og lengra í burtu frá heimilinu og svo einn daginn hverfa þeir, þannig að ég á von á því að leiðir okkar muni skilja með haustinu. Eðlið er svo ríkt í þeim,“ segir hann að lokum. Besti vinur Funa er husky hundurinn Frosti, sá er í eigu eins starfsmanns fyrirtækisins. Þaðan er nafn yrðlingsins komið: frost og funi.
Dýr Mest lesið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Fleiri fréttir „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Sjá meira