Komust í klikkaðar græjur frá Kraftwerk Kristjana Arnarsdóttir skrifar 22. júlí 2013 07:30 Þeir Berndsen og Hermigervill vinna að nýrri plötu. Titillag hennar er tekið upp með græjum sem áður voru í eigu Kraftwerk. Fréttablaðið/gva „Þegar ég sá þessar græjur hugsaði ég með mér að ég yrði hreinlega að fá að nota þær," segir tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen, sem um þessar mundir vinnur að gerð nýrrar plötu ásamt Sveinbirni Thorarensen, öllu þekktari undir listamannsnafninu Hermigervill. Davíð var nýverið í Hollandi þar sem hann komst í kynni við heimamann sem hafði keypt græjur úr upptökustúdíói þýsku rafhljómsveitarinnar Kraftwerks. Það varð úr að Davíð fékk leyfi til þess að nota græjurnar við upptökur á eigin efni. „Sveinbjörn bjó í Antwerpen og hann tók bara fyrstu lest yfir og við fórum strax að vinna í efninu," segir Davíð. Þeir félagar luku við titillag plötunnar og ber lagið heitið Planet Earth. „Þarna fengum við loksins þetta „sound" sem við vorum að leita að og er lagið undir miklum áhrifum frá Kraftwerk," bætir Davíð við. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tvíeykið starfar saman en Sveinbjörn var Davíð innan handar við gerð plötunnar Lover in the Dark sem kom út árið 2009. Platan sem nú er í undirbúningi kemur með haustinu en titillagið, Planet Earth, fer í spilun á næstu dögum. Hann segir þá félaga deila gríðarlegum áhuga á gömlum græjum líkt og þeirri sem var í eigu Kraftwerk. „Tónlistin sem við gerum er undir miklum áhrifum eitís-tónlistar og við erum aðallega að nota svona gamlar græjur. Við eyðum nánast öllum laununum okkar í að kaupa svona gamalt drasl," segir Davíð hress að lokum. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
„Þegar ég sá þessar græjur hugsaði ég með mér að ég yrði hreinlega að fá að nota þær," segir tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen, sem um þessar mundir vinnur að gerð nýrrar plötu ásamt Sveinbirni Thorarensen, öllu þekktari undir listamannsnafninu Hermigervill. Davíð var nýverið í Hollandi þar sem hann komst í kynni við heimamann sem hafði keypt græjur úr upptökustúdíói þýsku rafhljómsveitarinnar Kraftwerks. Það varð úr að Davíð fékk leyfi til þess að nota græjurnar við upptökur á eigin efni. „Sveinbjörn bjó í Antwerpen og hann tók bara fyrstu lest yfir og við fórum strax að vinna í efninu," segir Davíð. Þeir félagar luku við titillag plötunnar og ber lagið heitið Planet Earth. „Þarna fengum við loksins þetta „sound" sem við vorum að leita að og er lagið undir miklum áhrifum frá Kraftwerk," bætir Davíð við. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tvíeykið starfar saman en Sveinbjörn var Davíð innan handar við gerð plötunnar Lover in the Dark sem kom út árið 2009. Platan sem nú er í undirbúningi kemur með haustinu en titillagið, Planet Earth, fer í spilun á næstu dögum. Hann segir þá félaga deila gríðarlegum áhuga á gömlum græjum líkt og þeirri sem var í eigu Kraftwerk. „Tónlistin sem við gerum er undir miklum áhrifum eitís-tónlistar og við erum aðallega að nota svona gamlar græjur. Við eyðum nánast öllum laununum okkar í að kaupa svona gamalt drasl," segir Davíð hress að lokum.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira