FH getur á góðum degi slegið út Austria Vín Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júlí 2013 06:30 Hefur starfað lengi í Austurríki og Þýskalandi, fyrst sem leikmaður og nú sem þjálfari. Hér er hann sem leikmaður Kärnten árið 2003. Helgi Kolviðsson þekkir vel til í austurríska fótboltanum en hann er nú þjálfari B-deildarliðsins Austria Lustenau sem var nálægt því að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni síðastliðið vor. FH mætir meisturunum þar í landi, Austria Vín, í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en eins og kemur fram hér fyrir ofan er gríðarlega mikið í húfi fyrir Hafnfirðinga. „Austria Vín spilar samkvæmt 4-3-3 leikkerfinu eins og FH. Þetta er sókndjarft lið með leikmenn sem eru góðir á boltann og með mikla tæknilega getu. Liðið spilar þar að auki heimaleiki sína á besta vellinum í Austurríki,“ segir Helgi en vill þó alls ekki afskrifa möguleika FH-inga í rimmunni. „Ef þeir ná að spila þéttan varnarleik og treysta á skyndisóknir og föst leikatriði er vel hægt að ná góðum úrslitum hér úti í fyrri leiknum og halda öllu opnu fyrir þann síðari í Kaplakrika,“ segir Helgi sem sá FH spila leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA í Liechtenstein í fyrra. „Ég tel að FH geti vel haldið í við Austria Vín á góðum degi,“ bætir hann við. Meðal þeirra leikmanna liðsins sem helst hafa vakið athygli er sóknarmaðurinn Philipp Hosiner sem var síðast í gær orðaður við Everton og Crystal Palace í ensku pressunni. „Það er ekkert nýtt að lið eins og Austria missi sína bestu leikmenn en það er algengt að þeir fari yfir í þýsku úrvalsdeildina. Hosiner hefur þar að auki unnið sér sæti í austurríska landsliðinu og er byrjaður að skora fyrir það,“ segir Helgi og bætir við að Austria sé vel mannað á öllum vígstöðum. „Þetta er lið sem á vissulega mörg vopn sem FH-ingum ber að varast. Austria Vín er þar að auki eitt stærsta félag landsins með mjög fagmannlega umgjörð og ríka sigurhefð. En þó svo að liðið þyki sigurstranglegra á pappírnum er allt hægt. Íslensk lið eiga alltaf möguleika á heimavelli.“ Evrópudeild UEFA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira
Helgi Kolviðsson þekkir vel til í austurríska fótboltanum en hann er nú þjálfari B-deildarliðsins Austria Lustenau sem var nálægt því að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni síðastliðið vor. FH mætir meisturunum þar í landi, Austria Vín, í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en eins og kemur fram hér fyrir ofan er gríðarlega mikið í húfi fyrir Hafnfirðinga. „Austria Vín spilar samkvæmt 4-3-3 leikkerfinu eins og FH. Þetta er sókndjarft lið með leikmenn sem eru góðir á boltann og með mikla tæknilega getu. Liðið spilar þar að auki heimaleiki sína á besta vellinum í Austurríki,“ segir Helgi en vill þó alls ekki afskrifa möguleika FH-inga í rimmunni. „Ef þeir ná að spila þéttan varnarleik og treysta á skyndisóknir og föst leikatriði er vel hægt að ná góðum úrslitum hér úti í fyrri leiknum og halda öllu opnu fyrir þann síðari í Kaplakrika,“ segir Helgi sem sá FH spila leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA í Liechtenstein í fyrra. „Ég tel að FH geti vel haldið í við Austria Vín á góðum degi,“ bætir hann við. Meðal þeirra leikmanna liðsins sem helst hafa vakið athygli er sóknarmaðurinn Philipp Hosiner sem var síðast í gær orðaður við Everton og Crystal Palace í ensku pressunni. „Það er ekkert nýtt að lið eins og Austria missi sína bestu leikmenn en það er algengt að þeir fari yfir í þýsku úrvalsdeildina. Hosiner hefur þar að auki unnið sér sæti í austurríska landsliðinu og er byrjaður að skora fyrir það,“ segir Helgi og bætir við að Austria sé vel mannað á öllum vígstöðum. „Þetta er lið sem á vissulega mörg vopn sem FH-ingum ber að varast. Austria Vín er þar að auki eitt stærsta félag landsins með mjög fagmannlega umgjörð og ríka sigurhefð. En þó svo að liðið þyki sigurstranglegra á pappírnum er allt hægt. Íslensk lið eiga alltaf möguleika á heimavelli.“
Evrópudeild UEFA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira