Grípandi danstónlist frá Gæludýrabúðastrákunum Sara McMahon skrifar 25. júlí 2013 12:00 Breski dúettinn Pet Shop Boys sendi frá sér nýja breiðskífu þann 12. júlí. Hún þykir einstaklega dansvæn og skemmtileg. Nordicphotos/getty Pet Shop Boys er talinn happasælasti dúett Bretlandseyja samkvæmt Heimsmetabók Guinness, enda hefur sveitin selt yfir 50 milljónir plata. Tólfta breiðskífa hljómsveitarinnar, Electric, kom út þann 12. júlí síðastliðinn og hlýtur sjö í einkunn frá vefsíðunni Pitchfork. Platan er sú fyrsta sem gefin er út af hinu nýstofnaða plötuútgáfufyrirtæki X2, sem er í eigu hljómsveitarinnar sjálfrar. Neil Tennant, söngvari sveitarinnar, og Chris Lowe hljómborðsleikari kynntust árið 1981 og varð strax vel til vina vegna sameiginlegs áhuga þeirra á danstónlist. Tónlistarsamstarf þeirra hófst skömmu síðar og tóku þeir upp slagarana It‘s a Sin, West End Girls og Jealousy í litlu hljóðveri í Camden Town. Sveitin sló í gegn árið 1984 og hefur verið starfrækt allar götur síðan. Hún er þekkt fyrir danstónlist sína og ber nýjasta plata sveitarinnar, Electric, kunnuglegan keim af þeim hljómi sem einkenndi sveitina á upphafsárum hennar.Lunknir í gerð popptónlistarBlaðamaður Pitchfork segir þá Tennant og Lowe sækja innblástur til tónlistarstefna á borð við dubstep á nýju plötunni. Blaðamaðurinn segir enn fremur að félagarnir séu einstaklega lunknir í að „gera popptónlist sem höfðar til samkynhneigðra karlmanna“. Lögin Love Is A Bourgeois Construct, Fluorescent, Vocal og The Last to Die (sem er upprunalega eftir Bruce Springsteen) þykja þau bestu á plötunni. Lokalag plötunnar er Vocal og fjallar lagið um tónlist og þá tilfinningu sem hún framkallar hjá þeim sem hlýðir á. Í lagatextanum segir meðal annars I like the singer/ He's lonely and strange/ Every track has a vocal/ And that makes a change. Auðvelt er að ímynda sér að Tennant eigi þar við sjálfan sig. Gagnrýnandi Consequence of Sound segir Electric innihalda pottþétt syntha-popp með þéttum takti og grípandi laglínum sem mun lokka fólk fram á dansgólfið í sumar. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Pet Shop Boys er talinn happasælasti dúett Bretlandseyja samkvæmt Heimsmetabók Guinness, enda hefur sveitin selt yfir 50 milljónir plata. Tólfta breiðskífa hljómsveitarinnar, Electric, kom út þann 12. júlí síðastliðinn og hlýtur sjö í einkunn frá vefsíðunni Pitchfork. Platan er sú fyrsta sem gefin er út af hinu nýstofnaða plötuútgáfufyrirtæki X2, sem er í eigu hljómsveitarinnar sjálfrar. Neil Tennant, söngvari sveitarinnar, og Chris Lowe hljómborðsleikari kynntust árið 1981 og varð strax vel til vina vegna sameiginlegs áhuga þeirra á danstónlist. Tónlistarsamstarf þeirra hófst skömmu síðar og tóku þeir upp slagarana It‘s a Sin, West End Girls og Jealousy í litlu hljóðveri í Camden Town. Sveitin sló í gegn árið 1984 og hefur verið starfrækt allar götur síðan. Hún er þekkt fyrir danstónlist sína og ber nýjasta plata sveitarinnar, Electric, kunnuglegan keim af þeim hljómi sem einkenndi sveitina á upphafsárum hennar.Lunknir í gerð popptónlistarBlaðamaður Pitchfork segir þá Tennant og Lowe sækja innblástur til tónlistarstefna á borð við dubstep á nýju plötunni. Blaðamaðurinn segir enn fremur að félagarnir séu einstaklega lunknir í að „gera popptónlist sem höfðar til samkynhneigðra karlmanna“. Lögin Love Is A Bourgeois Construct, Fluorescent, Vocal og The Last to Die (sem er upprunalega eftir Bruce Springsteen) þykja þau bestu á plötunni. Lokalag plötunnar er Vocal og fjallar lagið um tónlist og þá tilfinningu sem hún framkallar hjá þeim sem hlýðir á. Í lagatextanum segir meðal annars I like the singer/ He's lonely and strange/ Every track has a vocal/ And that makes a change. Auðvelt er að ímynda sér að Tennant eigi þar við sjálfan sig. Gagnrýnandi Consequence of Sound segir Electric innihalda pottþétt syntha-popp með þéttum takti og grípandi laglínum sem mun lokka fólk fram á dansgólfið í sumar.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira