Gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga Sívarssyni og öðrum manni var í dag framlengt um tvær vikur.
Mennirnir höfðu setið í varðhaldi síðan þeir voru handteknir fyrir þarsíðustu helgi, grunaðir um að tengjast hrottafengnum líkamsárásarmálum, meðal annars því þegar maður var numinn á brott og píndur, meðal annars á Stokkseyri. Á miðvikudag var gæsluvarðhald einnig framlengt yfir tveimur mönnum um tvítugt sem grunaðir eru um aðild að árás á Stokkseyri nýverið.
Hópurinn er grunaður um aðild að fimm málum af þessu tagi.
Stefán áfram í gæsluvarðhaldi
Stígur Helgason skrifar
