Benedikt Reynir Kristinson á í viðræðum við sína gömlu félaga í FH um endurkomu í Hafnarfjörðinn. Fyrir þessu hefur Fréttablaðið öruggar heimildir.
Hornamaðurinn, sem er uppalinn hjá FH og varð Íslandsmeistari með liðinu vorið 2011, hefur síðan leikið með Gróttu og Aftureldingu. Hann samdi við Mosfellinga til tveggja ára fyrir síðustu leiktíð.
FH-ingar eru í leit að rétthentum hornamanni eftir að Bjarki Már Elísson hélt utan í atvinnumennsku.
Reyna að fylla í skarð Bjarka
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið






Fjögur lið sýnt LeBron áhuga
Körfubolti

Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“
Íslenski boltinn


Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í
Enski boltinn
