Íslenska landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir var hetja Kolbotn í norsku úrvalsdeildinni í gær þegar hún skoraði eina markið í 1-0 sigri á Amazon Grimstad.
Fanndís skoraði sigurmarkið sitt eftir einstaklingsframtak á 62. mínútu leiksins. Þetta var fimmta mark Fanndísar á tímabilinu í tólf leikjum en hún stendur sig vel á sinni fyrstu leiktíð í atvinnumennskunni.
„Hún átti skilið að skora þetta mark því hún vann vel fyrir liðið og átti góðan dag. Hún var hungruð í mark í þessum leik og ég var ánægður með að sjá það,“ sagði David Brocken, þjálfari Kolbotn við Östlandets Blad.
Þjálfarinn ánægður með Fanndísi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Hefur Amorim bætt Man United?
Enski boltinn

„Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“
Íslenski boltinn





Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

Messi var óánægður hjá PSG
Fótbolti
