Harðjaxlar enduheimta orðspor sitt Sara McMahon skrifar 15. ágúst 2013 12:00 2 Guns var frumsýnd hér á landi í gær. Eins og kunnugt er orðið leikstýrði Baltasar Kormákur myndinni. Nýjasta kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks var frumsýnd hér á landi í gær. Myndin heitir 2 Guns og skartar Mark Wahlberg og Denzel Washington í aðalhlutverkum. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrir skemmstu og halaði inn um 3,6 milljörðum króna á opnunarhelgi sinni, sem er frábær árangur. „Þetta er auðvitað frábært. Það er auðvitað mikil pressa á manni og þetta er erfiður tími. Sumarið er hlaðið af stórum myndum. 2 Guns er ekki stórmynd í samanburði við margt sem er að koma út. Hún kostaði 60 milljónir dollara. Engu að síður er mikil spenna og mikið undir, maður vill ekki bregðast þessum mönnum,“ sagði Baltasar, spurður um árangur myndarinnar af blaðamanni Vísis fyrr í mánuðinum.Snúa bökum saman 2 Guns er byggð á samnefndri röð teiknimyndabóka eftir teiknimyndahöfundinn Steven Grant. Söguþráður myndarinnar segir frá tveimur lögreglumönnum, Bobby Trench og Marcus Stigman, sem villt hafa á sér heimildir í þeim tilgangi að komast inn í innsta hring harðsvíraðra glæpasamtaka. Þegar hættuleg aðgerð misheppnast afneita yfirvöld þeim báðum og eina leiðin fyrir þá Trench og Stigman til að lifa af, endurheimta orðspor sitt og koma glæpaforingjanum á bak við lás og slá, er að snúa bökum saman. Með hlutverk Trench og Stigman fara Denzel Washington og Mark Wahlberg. Með önnur hlutverk fara Paula Patton, Bill Paxton, Fred Ward og James Marsden. Til gamans má geta þess að þetta er í annað sinn sem Wahlberg og Baltasar vinna saman, en þeir unnu einnig saman við gerð Contraband, endurgerðar íslensku myndarinnar Reykjavík, Rotterdam. Þetta mun einnig vera í annað sinn sem Washington og Patton leika saman í kvikmynd, en þau léku hvort á móti öðru í spennumyndinni Déjà vu frá árinu 2006. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Nýjasta kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks var frumsýnd hér á landi í gær. Myndin heitir 2 Guns og skartar Mark Wahlberg og Denzel Washington í aðalhlutverkum. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrir skemmstu og halaði inn um 3,6 milljörðum króna á opnunarhelgi sinni, sem er frábær árangur. „Þetta er auðvitað frábært. Það er auðvitað mikil pressa á manni og þetta er erfiður tími. Sumarið er hlaðið af stórum myndum. 2 Guns er ekki stórmynd í samanburði við margt sem er að koma út. Hún kostaði 60 milljónir dollara. Engu að síður er mikil spenna og mikið undir, maður vill ekki bregðast þessum mönnum,“ sagði Baltasar, spurður um árangur myndarinnar af blaðamanni Vísis fyrr í mánuðinum.Snúa bökum saman 2 Guns er byggð á samnefndri röð teiknimyndabóka eftir teiknimyndahöfundinn Steven Grant. Söguþráður myndarinnar segir frá tveimur lögreglumönnum, Bobby Trench og Marcus Stigman, sem villt hafa á sér heimildir í þeim tilgangi að komast inn í innsta hring harðsvíraðra glæpasamtaka. Þegar hættuleg aðgerð misheppnast afneita yfirvöld þeim báðum og eina leiðin fyrir þá Trench og Stigman til að lifa af, endurheimta orðspor sitt og koma glæpaforingjanum á bak við lás og slá, er að snúa bökum saman. Með hlutverk Trench og Stigman fara Denzel Washington og Mark Wahlberg. Með önnur hlutverk fara Paula Patton, Bill Paxton, Fred Ward og James Marsden. Til gamans má geta þess að þetta er í annað sinn sem Wahlberg og Baltasar vinna saman, en þeir unnu einnig saman við gerð Contraband, endurgerðar íslensku myndarinnar Reykjavík, Rotterdam. Þetta mun einnig vera í annað sinn sem Washington og Patton leika saman í kvikmynd, en þau léku hvort á móti öðru í spennumyndinni Déjà vu frá árinu 2006.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira