Gagnrýnir græðgi og spillingu á Íslandi Freyr Bjarnason skrifar 21. ágúst 2013 10:00 Hörður Arnarson á Emmy-verðlaunahátíðinni árið 2011 ásamt eiginkonu sinni, dr. Dana Del George. Hörður Arnarson hefur gefið út á mynddiski heimildarmynd sína Decoding Iceland. Hún fjallar um Decode-ævintýrið og tímabilið frá komu fyrirtækisins til landsins allt fram að bankahruninu. Myndin var sýnd á RIFF-hátíðinni og á Los Angeles Scandinavian Film Festival árið 2010. Þessi nýja DVD-útgáfa er 54 mínútna löng en sú fyrri var 94 mínútur. „Mig langaði að einfalda söguna og gera hana aðgengilegri,“ segir Hörður, sem hefur búið í Los Angeles í 25 ár. Hann hefur mest unnið við sjónvarpsframleiðslu og verið tilnefndur fjórum sinnum til Emmy-verðlaunanna fyrir klippingu á svokölluðu „non-scripted TV“, eða handritslausu sjónvarpi eins og t.d. Survivor. Aðspurður hvort Decoding Iceland hafi fengið svipuð viðbrögð og hann bjóst við segist hann hafa talið að Sjónvarpið myndi taka henni fagnandi og birta hana samkvæmt stefnuskrá sinni. „En þar sem efnið og efnistökin eru umdeilanleg held ég að þeir hafi ekki þorað að taka á henni,“ segir Hörður. „Enda er það kannski ekki furða, því myndin gagnrýnir græðgi og spillingu á Íslandi og sýnir fram á meðvirkni fjölmiðla í aðdragandanum að hruninu mikla árið 2008. Þar fyrir utan má nefna að Páll Magnússon, núverandi útvarpsstjóri Rúv, var áður stjórnandi almenningstengsla hjá Decode.“ Spurður hvort Íslendingar hefðu ekki gott af því að sjá myndina segir Hörður: „Ég tel myndina hið ágætasta fræðsluefni um eðli hins frjálsa markaðar án eftirlits og hvernig græðgi og spilling á auðvelt uppdráttar í litlu og óreyndu samfélagi eins og Íslandi. Sérstaklega tel ég innihaldið mikilvægt í tengslum við umræðu um hvernig skuli haga tekjuöflun og eignarrétti á náttúrulegum auðlindum Íslendinga. Gen Íslendinga, læknaskrár þeirra hundrað ár aftur í tímann og gagnasafn Decode sem byggir á því er klárlega náttúruauðlind,“ segir hann. „Svo stór er þessi auðlind að hún er kölluð „Big Data“ af sérfræðingum. Þar eru svo miklar hráar upplýsingar saman komnar að núverandi eigandi þessa sýnasafns, bandaríski lyfjarisinn Amgen, kemur til með að njóta forskots vegna þeirra í áratugi án þess að nokkur Íslendingur fyrir utan Kára Stefánsson fái krónu fyrir og hvað þá galtómur ríkissjóður.“ Decoding Iceland Trailer 2103 from H.A. Arnarson on Vimeo. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Hörður Arnarson hefur gefið út á mynddiski heimildarmynd sína Decoding Iceland. Hún fjallar um Decode-ævintýrið og tímabilið frá komu fyrirtækisins til landsins allt fram að bankahruninu. Myndin var sýnd á RIFF-hátíðinni og á Los Angeles Scandinavian Film Festival árið 2010. Þessi nýja DVD-útgáfa er 54 mínútna löng en sú fyrri var 94 mínútur. „Mig langaði að einfalda söguna og gera hana aðgengilegri,“ segir Hörður, sem hefur búið í Los Angeles í 25 ár. Hann hefur mest unnið við sjónvarpsframleiðslu og verið tilnefndur fjórum sinnum til Emmy-verðlaunanna fyrir klippingu á svokölluðu „non-scripted TV“, eða handritslausu sjónvarpi eins og t.d. Survivor. Aðspurður hvort Decoding Iceland hafi fengið svipuð viðbrögð og hann bjóst við segist hann hafa talið að Sjónvarpið myndi taka henni fagnandi og birta hana samkvæmt stefnuskrá sinni. „En þar sem efnið og efnistökin eru umdeilanleg held ég að þeir hafi ekki þorað að taka á henni,“ segir Hörður. „Enda er það kannski ekki furða, því myndin gagnrýnir græðgi og spillingu á Íslandi og sýnir fram á meðvirkni fjölmiðla í aðdragandanum að hruninu mikla árið 2008. Þar fyrir utan má nefna að Páll Magnússon, núverandi útvarpsstjóri Rúv, var áður stjórnandi almenningstengsla hjá Decode.“ Spurður hvort Íslendingar hefðu ekki gott af því að sjá myndina segir Hörður: „Ég tel myndina hið ágætasta fræðsluefni um eðli hins frjálsa markaðar án eftirlits og hvernig græðgi og spilling á auðvelt uppdráttar í litlu og óreyndu samfélagi eins og Íslandi. Sérstaklega tel ég innihaldið mikilvægt í tengslum við umræðu um hvernig skuli haga tekjuöflun og eignarrétti á náttúrulegum auðlindum Íslendinga. Gen Íslendinga, læknaskrár þeirra hundrað ár aftur í tímann og gagnasafn Decode sem byggir á því er klárlega náttúruauðlind,“ segir hann. „Svo stór er þessi auðlind að hún er kölluð „Big Data“ af sérfræðingum. Þar eru svo miklar hráar upplýsingar saman komnar að núverandi eigandi þessa sýnasafns, bandaríski lyfjarisinn Amgen, kemur til með að njóta forskots vegna þeirra í áratugi án þess að nokkur Íslendingur fyrir utan Kára Stefánsson fái krónu fyrir og hvað þá galtómur ríkissjóður.“ Decoding Iceland Trailer 2103 from H.A. Arnarson on Vimeo.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira