Forréttindi að spila þennan leik Stefán Árni Pálsson skrifar 24. ágúst 2013 11:45 Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, og Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA leiða lið sín út á Laugardalsvöllinn síðar í dag. Þær setja báðar stefnuna á að klófesta þennan eftirsótta titil. fréttablaðið/vilhelm Stærsti leikur ársins í kvenna knattspyrnunni er fram undan og er allt lagt í sölurnar. Þór/KA mætir Breiðabliki í úrslitaleiknum um Borgunarbikarinn í dag klukkan fjögur á Laugardalsvelli. Breiðablik hefur fimmtán sinnum komist í úrslitaleikinn sjálfan en þetta er í fyrsta sinn sem Akureyrarliðið fer í úrslit. Breiðablik vann síðast til titils í kvennaflokki árið 2005 þegar liðið bar sigur úr býtum gegn KR í bikarúrslitum, 4-1. „Leikurinn leggst bara vel okkur, þetta er spennandi tækifæri fyrir stelpurnar og sýnir um leið hversu mikill uppgangur er í kvennaknattspyrnunni fyrir norðan,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, í samtali við Fréttablaðið. „Við komumst í undanúrslit í þessari keppni í fyrra og duttum úr leik á mjög svekkjandi hátt eftir framlengdan leik gegn Stjörnunni. Núna er liðið komið enn lengra og við ætlum okkur alla leið í ár.“ Jóhann vill ekki breyta of mikið út af vananum fyrir þennan leik en viðurkennir þó að vikan hafi verið örlítið öðruvísi en aðrar. „Við vildum kannski vera meira saman sem lið í vikunni og stilla hópinn saman fyrir verkefnið.“ Þjálfarinn er ekkert smeykur við reynsluleysi liðsins af svona úrslitaleikjum. „Svona heilt yfir fara ekkert margir leikmenn oft í þennan leik og því eru flestallir inni á vellinum með sams konar reynslu af svona bikarúrslitaleikjum.“ Jóhann Kristinn vill meina að ef liðið nær fram því framlagi sem hann ætlast til af leikmönnum liðsins eigi það að fara með sigur af hólmi í dag. „Þetta leggst bara mjög vel í okkur en liðið hefur verið að spila mjög vel saman í sumar og sérstaklega í síðustu leikjum,“ segir Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. „Vonandi náum við síðan fram okkar besta leik í sumar núna á laugardaginn. Það eru rosalega margar stelpur í okkar liði sem hafa aldrei spilað á Laugardalsvellinum og þetta er því mjög spennandi fyrir okkur. Það eru algjör forréttindi að fá að spila þennan leik og vonandi náum við að vinna þennan bikar.“ Greta Mjöll er eini leikmaður liðsins sem hefur áður spilað til úrslita með Breiðabliki í bikarnum. „Við erum í raun ekkert með meiri reynslu en Þór/KA af svona leikjum. Það er samt sem áður ákveðin sigurhefð í félaginu sem gæti hjálpað okkur töluvert.“ Stjarnan er svo gott sem búin að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu en liðið er með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar, ellefu stigum á undan næsta liði sem er Breiðablik. Það má því segja að þetta sé síðasta tækifærið fyrir lið að krækja í titil í dag. Liðin eiga því eflaust eftir að berjast til síðasta blóðdropa. „Þetta er auðvitað stórt tækifæri til að ná í titil og það þarf eitthvað mikið að gerast hjá Stjörnunni svo þær glutri frá sér Íslandsmeistaratitlinum. Okkar draumur er að sjálfsögðu að vinna á Laugardalsvellinum því það er kannski okkar eini séns á titli í sumar.“ Íslenski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Stærsti leikur ársins í kvenna knattspyrnunni er fram undan og er allt lagt í sölurnar. Þór/KA mætir Breiðabliki í úrslitaleiknum um Borgunarbikarinn í dag klukkan fjögur á Laugardalsvelli. Breiðablik hefur fimmtán sinnum komist í úrslitaleikinn sjálfan en þetta er í fyrsta sinn sem Akureyrarliðið fer í úrslit. Breiðablik vann síðast til titils í kvennaflokki árið 2005 þegar liðið bar sigur úr býtum gegn KR í bikarúrslitum, 4-1. „Leikurinn leggst bara vel okkur, þetta er spennandi tækifæri fyrir stelpurnar og sýnir um leið hversu mikill uppgangur er í kvennaknattspyrnunni fyrir norðan,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, í samtali við Fréttablaðið. „Við komumst í undanúrslit í þessari keppni í fyrra og duttum úr leik á mjög svekkjandi hátt eftir framlengdan leik gegn Stjörnunni. Núna er liðið komið enn lengra og við ætlum okkur alla leið í ár.“ Jóhann vill ekki breyta of mikið út af vananum fyrir þennan leik en viðurkennir þó að vikan hafi verið örlítið öðruvísi en aðrar. „Við vildum kannski vera meira saman sem lið í vikunni og stilla hópinn saman fyrir verkefnið.“ Þjálfarinn er ekkert smeykur við reynsluleysi liðsins af svona úrslitaleikjum. „Svona heilt yfir fara ekkert margir leikmenn oft í þennan leik og því eru flestallir inni á vellinum með sams konar reynslu af svona bikarúrslitaleikjum.“ Jóhann Kristinn vill meina að ef liðið nær fram því framlagi sem hann ætlast til af leikmönnum liðsins eigi það að fara með sigur af hólmi í dag. „Þetta leggst bara mjög vel í okkur en liðið hefur verið að spila mjög vel saman í sumar og sérstaklega í síðustu leikjum,“ segir Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. „Vonandi náum við síðan fram okkar besta leik í sumar núna á laugardaginn. Það eru rosalega margar stelpur í okkar liði sem hafa aldrei spilað á Laugardalsvellinum og þetta er því mjög spennandi fyrir okkur. Það eru algjör forréttindi að fá að spila þennan leik og vonandi náum við að vinna þennan bikar.“ Greta Mjöll er eini leikmaður liðsins sem hefur áður spilað til úrslita með Breiðabliki í bikarnum. „Við erum í raun ekkert með meiri reynslu en Þór/KA af svona leikjum. Það er samt sem áður ákveðin sigurhefð í félaginu sem gæti hjálpað okkur töluvert.“ Stjarnan er svo gott sem búin að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu en liðið er með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar, ellefu stigum á undan næsta liði sem er Breiðablik. Það má því segja að þetta sé síðasta tækifærið fyrir lið að krækja í titil í dag. Liðin eiga því eflaust eftir að berjast til síðasta blóðdropa. „Þetta er auðvitað stórt tækifæri til að ná í titil og það þarf eitthvað mikið að gerast hjá Stjörnunni svo þær glutri frá sér Íslandsmeistaratitlinum. Okkar draumur er að sjálfsögðu að vinna á Laugardalsvellinum því það er kannski okkar eini séns á titli í sumar.“
Íslenski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira