Undirbjuggu tvær fæðingar fyrir haustið Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. ágúst 2013 09:00 Valdimar Jóhannsson og Erna Ómarsdóttir Mynd/Magnús Andersen „Við erum að kynna nokkrar nýjar hugmyndir sem við trúum að geti bjargað mannkyninu. Eða að minnsta kosti leyst mörg vandamál,“ segir Erna Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur, um sviðsverk sem hún og eiginmaður hennar, Valdimar Jóhannsson eru að setja á fjalirnar og er frumsýnt í kvöld. Verkið unnu þau í samvinnu við fjölda listamanna, meðal annars Ólaf Darra Ólafsson, Dóru Jóhannsdóttur, Friðgeir Einarsson, Sigríði Soffíu Níelsdóttir, Lovísu Ósk Gunnarsdóttur og tónlistarmennina Óttarr Proppé, Flosa Þorgeirsson og Sigtrygg Berg Sigtryggson. Hún segir verkið hafa verið lengi í þróun. Það sé eiginlega blanda af því sem á ensku kallast black yoga screaming, skemmtiatriðum, dansi og spjalli. „Okkur finnst þetta rosalega skemmtilegt,“ segir hún. Hjónakornin hafa í mörg horn að líta þessa dagana því í þann mund sem æfingum var að ljúka fæddist þeim barn, sem nú er rúmlega þriggja vikna. Erna var að fram á síðasta dag. „Hugmyndin var lengi í smíðum og við Valdimar, eiginmaður minn, barnsfaðir og samstarfsmaður, unnum verkið með hópnum. Við vorum innilokuð í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í allt sumar,“ segir Erna þannig að segja má að þau hafi verið að undirbúa tvær fæðingar fyrir haustið. Hún segir að með þeim starfi frábær hópur listamanna og samstarfið hafi verið afar ánægjulegt. Öskur og andardráttur hafa verið meðal einkenna verka þeirra Ernu og Valdimars í gegnum tíðina. Í þetta sinn er farið inn á nýjar brautir með því að gefa gestum sýningarinnar kost á að öskra með, taka undir hljóðin á sviðinu og með því móti taka þátt í því sem fram fer. „Þetta dæmi með öskrið er eitthvað sem við höfum gert mikið í okkar verkum í gegnum tíðina. Hugmyndin núna er að gera eitthvað þannig að áhorfendur geti fengið að öskra með. Við höfum oft fengið óskir frá áhorfendum um slíkt. Þetta er ákveðin losun,“ segir Erna og heldur áfram: „Þetta gerir það að verkum að maður verður ótrúlega rólegur og glaður og hamingjusamur – vandamál leysast. Heimurinn verður betri.“ Ernu finnst greinilega mjög gaman að tala um þetta og hún nefnir skemmtiatriði oft í samtalinu. „Þetta er svona smá tilraun hjá okkur, það kemur ýmislegt í ljós sem ég má eiginlega ekki kjafta frá, það er smá leyndó í gangi, fólk verður eiginlega bara að koma og sjá,“ segir hún að lokum. Sýningin heitir Inn að beini og hefst klukkan 20 í kvöld í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við erum að kynna nokkrar nýjar hugmyndir sem við trúum að geti bjargað mannkyninu. Eða að minnsta kosti leyst mörg vandamál,“ segir Erna Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur, um sviðsverk sem hún og eiginmaður hennar, Valdimar Jóhannsson eru að setja á fjalirnar og er frumsýnt í kvöld. Verkið unnu þau í samvinnu við fjölda listamanna, meðal annars Ólaf Darra Ólafsson, Dóru Jóhannsdóttur, Friðgeir Einarsson, Sigríði Soffíu Níelsdóttir, Lovísu Ósk Gunnarsdóttur og tónlistarmennina Óttarr Proppé, Flosa Þorgeirsson og Sigtrygg Berg Sigtryggson. Hún segir verkið hafa verið lengi í þróun. Það sé eiginlega blanda af því sem á ensku kallast black yoga screaming, skemmtiatriðum, dansi og spjalli. „Okkur finnst þetta rosalega skemmtilegt,“ segir hún. Hjónakornin hafa í mörg horn að líta þessa dagana því í þann mund sem æfingum var að ljúka fæddist þeim barn, sem nú er rúmlega þriggja vikna. Erna var að fram á síðasta dag. „Hugmyndin var lengi í smíðum og við Valdimar, eiginmaður minn, barnsfaðir og samstarfsmaður, unnum verkið með hópnum. Við vorum innilokuð í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í allt sumar,“ segir Erna þannig að segja má að þau hafi verið að undirbúa tvær fæðingar fyrir haustið. Hún segir að með þeim starfi frábær hópur listamanna og samstarfið hafi verið afar ánægjulegt. Öskur og andardráttur hafa verið meðal einkenna verka þeirra Ernu og Valdimars í gegnum tíðina. Í þetta sinn er farið inn á nýjar brautir með því að gefa gestum sýningarinnar kost á að öskra með, taka undir hljóðin á sviðinu og með því móti taka þátt í því sem fram fer. „Þetta dæmi með öskrið er eitthvað sem við höfum gert mikið í okkar verkum í gegnum tíðina. Hugmyndin núna er að gera eitthvað þannig að áhorfendur geti fengið að öskra með. Við höfum oft fengið óskir frá áhorfendum um slíkt. Þetta er ákveðin losun,“ segir Erna og heldur áfram: „Þetta gerir það að verkum að maður verður ótrúlega rólegur og glaður og hamingjusamur – vandamál leysast. Heimurinn verður betri.“ Ernu finnst greinilega mjög gaman að tala um þetta og hún nefnir skemmtiatriði oft í samtalinu. „Þetta er svona smá tilraun hjá okkur, það kemur ýmislegt í ljós sem ég má eiginlega ekki kjafta frá, það er smá leyndó í gangi, fólk verður eiginlega bara að koma og sjá,“ segir hún að lokum. Sýningin heitir Inn að beini og hefst klukkan 20 í kvöld í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.
Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira