"Þurftum góðan dag eftir slæma tímatöku“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. ágúst 2013 13:30 Sebastian Vettel fagnar sigrinum í gær. Nordicphotos/Getty Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull bar sigur úr býtum í belgíska kappakstrinum sem fram fór í gær. Vettel tók fram úr Lewis Hamilton hjá Mercedes í upphafi kappakstursins en Hamilton var á ráspól. Þegar leið á kappaksturinn náði Fernando Alonso hjá Ferrari að komast fram úr Hamilton og krækti í annað sætið. Alonso náði að vinna sig úr níunda sæti upp í annað sæti og var í raun sigurvegari dagsins í gær. Þetta var fimmti sigur Vettel í ár en alls eru búin ellefu mót á tímabilinu. Þjóðverjinn er í efsta sæti í keppni ökumanna, 46 stigum á undan Fernando Alonso. „Þetta var frábær kappakstur,“ sagði Vettel eftir mótið í gær. „Alveg frá byrjun til enda voru menn að berjast gríðarlega. Það var ótrúlega mikilvægt fyrir mig að taka fram úr Hamilton á fyrsta hring, það gerði það að verkum að ég gat stjórnað kappakstrinum allan tímann og var í raun aldrei í neinum vandræðum.“ „Við þurftum að eiga góðan dag til að komast á pall og sérstaklega eftir slæma tímatöku á laugardaginn,“ sagði Fernando Alonso eftir kappaksturinn. „Bíllinn hagaði sér vel í dag og ég gat keyrt á mínum hraða allan tímann. Ég var aldrei í vandræðum með að halda öðru sætinu eftir að ég tók fram úr Hamilton, var samt sem áður allt of langt frá Vettel til að keppa um sigurinn.“ Með sigrinum í gær er Vettel kominn með 197. stig Alonso 151. og Hamilton 139. Lokaúrslit í Belgíska kappakstrinum: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Fernando Alonso - Ferrari 3. Lewis Hamilton - Mercedes 4. Nico Rosberg - Mercedes 5. Mark Webber - Red Bull 6. Jenson Button -Mclaren 7. Felipe Massa - Ferrari 8. Romain Grosjean - Lotus 9. Adrian Sutil - Force India 10. Daniel Ricciardo - Toro Rosso 11. Sergio Perez - Mclaren 12. Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 13. Nico Hulkenberg - Sauber 14. Esteban Gutierrez - Sauber 15. Valtteri Bottas - Williams 16. Giedo van der Garde - Caterham 17. Pastor Maldonado - Williams 18. Jules Bianchi - Marussia 19. Max Chilton - Marussia. Formúla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull bar sigur úr býtum í belgíska kappakstrinum sem fram fór í gær. Vettel tók fram úr Lewis Hamilton hjá Mercedes í upphafi kappakstursins en Hamilton var á ráspól. Þegar leið á kappaksturinn náði Fernando Alonso hjá Ferrari að komast fram úr Hamilton og krækti í annað sætið. Alonso náði að vinna sig úr níunda sæti upp í annað sæti og var í raun sigurvegari dagsins í gær. Þetta var fimmti sigur Vettel í ár en alls eru búin ellefu mót á tímabilinu. Þjóðverjinn er í efsta sæti í keppni ökumanna, 46 stigum á undan Fernando Alonso. „Þetta var frábær kappakstur,“ sagði Vettel eftir mótið í gær. „Alveg frá byrjun til enda voru menn að berjast gríðarlega. Það var ótrúlega mikilvægt fyrir mig að taka fram úr Hamilton á fyrsta hring, það gerði það að verkum að ég gat stjórnað kappakstrinum allan tímann og var í raun aldrei í neinum vandræðum.“ „Við þurftum að eiga góðan dag til að komast á pall og sérstaklega eftir slæma tímatöku á laugardaginn,“ sagði Fernando Alonso eftir kappaksturinn. „Bíllinn hagaði sér vel í dag og ég gat keyrt á mínum hraða allan tímann. Ég var aldrei í vandræðum með að halda öðru sætinu eftir að ég tók fram úr Hamilton, var samt sem áður allt of langt frá Vettel til að keppa um sigurinn.“ Með sigrinum í gær er Vettel kominn með 197. stig Alonso 151. og Hamilton 139. Lokaúrslit í Belgíska kappakstrinum: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Fernando Alonso - Ferrari 3. Lewis Hamilton - Mercedes 4. Nico Rosberg - Mercedes 5. Mark Webber - Red Bull 6. Jenson Button -Mclaren 7. Felipe Massa - Ferrari 8. Romain Grosjean - Lotus 9. Adrian Sutil - Force India 10. Daniel Ricciardo - Toro Rosso 11. Sergio Perez - Mclaren 12. Jean-Eric Vergne - Toro Rosso 13. Nico Hulkenberg - Sauber 14. Esteban Gutierrez - Sauber 15. Valtteri Bottas - Williams 16. Giedo van der Garde - Caterham 17. Pastor Maldonado - Williams 18. Jules Bianchi - Marussia 19. Max Chilton - Marussia.
Formúla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira