Bíó og sjónvarp

Augun búin til úr borðtenniskúlum

Sara McMahon skrifar
Guðmundur Þór Kárason glæddi RIFF-lundann lífi í tilefni tíu ára afmælis hátíðarinnar.
Guðmundur Þór Kárason glæddi RIFF-lundann lífi í tilefni tíu ára afmælis hátíðarinnar. Fréttablaðið/arnþór
„Þar sem þetta eru bara ljósmyndir og lundinn þarf ekkert að hreyfa sig var hann leiraður úr venjulegum krakkaleir. Þegar breyta þurfti svipbrigðum hans leiraði ég hann bara til. Augun voru svo búin til úr bangsaaugum og borðtenniskúlum svo hægt væri að hreyfa þau,“ segir Guðmundur Þór Kárason, brúðu- og grafískur hönnuður. Guðmundur glæddi lógó kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival lífi fyrir kynningarmyndir hátíðarinnar.

Guðmundur, sem starfar sem brúðuhönnuður og leikari hjá Latabæ, segir aðstandendur RIFF hafa haft samband við hann og óskað eftir samstarfi. „Þau vildu glæða lundann lífi í tilefni tíu ára afmælis hátíðarinnar. Mig hafði lengi langað að gera eitthvað þessu líkt og stökk því á tækifærið þegar það bauðst.“

Guðmundur mótaði lundann úr leir og var fuglinn síðan myndaður í félagsskap vinsælla íslenskra leikara og leikstjóra, en Guðmundur á einnig heiðurinn af ljósmyndunum. „Það var manneskja sem klæddist lundabúning í tökunum en höfuðið sjálft var „fótósjoppað“ inn á myndina eftir á. Lundinn er ekki raunsæ eftirmynd alvöru lunda, okkar lundi brosir og er með svolítinn hártopp,“ segir Guðmundur að lokum.

Hér má sjá annað af tveimur veggspjöldum hátíðarinnar.Mynd/Guðmundur Þór
Hér má sjá lundann á byrjunarstigi.Mynd/Guðmundur Þór
Hér er lundahöfuðið farið að taka á sig mynd.Mynd/Guðmundur Þór





Fleiri fréttir

Sjá meira


×