Af gæðum grunnskólans Jón Páll Haraldsson skrifar 3. september 2013 06:00 Um þessar mundir er íslenski grunnskólinn settur og nemendur streyma í skólann. Það er mér mikið tilhlökkunarefni því það er gaman að vinna með íslenskum ungmennum og ekki síður að vinna gott starf með metnaðarfullu starfsfólki skólanna. Undanfarin misseri hafa margir leitast við að draga upp mynd af íslenska grunnskólanum sem dýrri og frekar duglausri stofnun. Nú síðast eru það Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í skýrslu um þjóðarhag og hinn annars ágæti pistlahöfundur Pavel Bartoszek. Mér sýnist við Pavel deila áhuga á skólamálum og báðir viljum við horfa á alþjóðlegt samhengi til að meta árangurinn. Íslendingar hafa óhikað sett grunnmenntun barna í aukinn forgang undanfarna áratugi. Einkum hefur það verið áberandi eftir að sveitarfélögin tóku við þeim málaflokki. Ég er sannfærður um að þessi forgangur hefur skilað sér vel og mun gera áfram á næstu árum. Áform um árangur eru fjölbreytt og metnaðarfull og er það vel. Að undanförnu virðast þó einungis tvö meðaltöl nefnd til að meta gæði grunnskólans; klifað er á að hlutfallslegur kostnaður þjóðarinnar sé hár gagnvart meðalnámsárangri. Ekkert heyrist af öðrum mælingum á gæðum grunnskólans. Ekki vil ég gera minnstu tilraun til að draga þær tölur í efa en kannski frekar að draga upp örlítið víðara samhengi. Úr alþjóðlegum könnunum má glöggt greina mörg sóknarfæri fyrir okkur en líka hvað íslenski grunnskólinn stendur sig frábærlega á mörgum sviðum. Kostnaðurinn við grunnskólann Hlutfallslega háan kostnað okkar við grunnskólann þarf endilega að kryfja vel. Fernt hef ég á hraðbergi sem ég tel mikilvægt að hafa í huga í því samhengi. Íslenska þjóðin er ung. Okkur er að fjölga og undanfarna áratugi hefur óvenjustór hluti þjóðarinnar verið í grunnskóla. Mannfjöldapýramídinn er skólarekstrinum óhagstæður. Íslenska þjóðin býr dreifð í stóru landi. Um leið og það skilar margþættum ávinningi er það ekki endilega hagkvæmt í rekstarbókhaldi frá ári til árs. Laun kennara á Íslandi eru í öllum alþjóðlegum samanburði mjög slök. Engu að síður er launakostnaður um 70% af heildarkostnaði við skóla. Það eru því augljóslega ekki laun kennara sem gera kostnaðinn háan í alþjóðlegum samanburði. Á undanförnum árum höfum við byggt mikið af glæsilegum skólabyggingum. Áhugavert væri að fá úttekt á því hve mikil áhrif það hefur í samanburði milli landa. Fjárfestingu í menntun íslenskra ungmenna má kryfja enn betur en ég er einn af þeim sem hallast að því að í samanburði við þróaðri og þéttbýlli samfélög verði kostnaður okkar alltaf hár. Í þessari umræðu erum við um margt eins og stórfætt manneskja að máta okkur við meðalstóran skó. Námsárangur Í frekar grunnri umræðu í fjölmiðlum er námsárangur í þremur bóklegum greinum yfirleitt eina mælingin sem varpa skal ljósi á gæði menntakerfisins. Í PISA-könnuninni árið 2009 var árangur íslenskra nemenda góður – ekki í meðallagi eins og haldið er fram. OECD tilgreinir Ísland sérstaklega í hópi þeirra þjóða sem ná árangri marktækt yfir meðaltali í læsi og stærðfræði. Í náttúrufræði var árangur okkar hins vegar í meðallagi. Á Norðurlöndunum eru það aðeins Finnar sem ná betri námsárangri. Á netinu má lesa skýrslu OECD, PISA 2009 Results: Executive Summary, og þannig fá nokkuð góða mynd af stöðu okkar á skömmum tíma. Í seinni grein ætla ég mér meðal annars að fjalla um hvernig nemendum líkar í skólanum, eftirsóttan jöfnuð milli nemenda og fleiri þætti sem gera íslenska grunnskólann einn þann besta í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Páll Haraldsson Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er íslenski grunnskólinn settur og nemendur streyma í skólann. Það er mér mikið tilhlökkunarefni því það er gaman að vinna með íslenskum ungmennum og ekki síður að vinna gott starf með metnaðarfullu starfsfólki skólanna. Undanfarin misseri hafa margir leitast við að draga upp mynd af íslenska grunnskólanum sem dýrri og frekar duglausri stofnun. Nú síðast eru það Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í skýrslu um þjóðarhag og hinn annars ágæti pistlahöfundur Pavel Bartoszek. Mér sýnist við Pavel deila áhuga á skólamálum og báðir viljum við horfa á alþjóðlegt samhengi til að meta árangurinn. Íslendingar hafa óhikað sett grunnmenntun barna í aukinn forgang undanfarna áratugi. Einkum hefur það verið áberandi eftir að sveitarfélögin tóku við þeim málaflokki. Ég er sannfærður um að þessi forgangur hefur skilað sér vel og mun gera áfram á næstu árum. Áform um árangur eru fjölbreytt og metnaðarfull og er það vel. Að undanförnu virðast þó einungis tvö meðaltöl nefnd til að meta gæði grunnskólans; klifað er á að hlutfallslegur kostnaður þjóðarinnar sé hár gagnvart meðalnámsárangri. Ekkert heyrist af öðrum mælingum á gæðum grunnskólans. Ekki vil ég gera minnstu tilraun til að draga þær tölur í efa en kannski frekar að draga upp örlítið víðara samhengi. Úr alþjóðlegum könnunum má glöggt greina mörg sóknarfæri fyrir okkur en líka hvað íslenski grunnskólinn stendur sig frábærlega á mörgum sviðum. Kostnaðurinn við grunnskólann Hlutfallslega háan kostnað okkar við grunnskólann þarf endilega að kryfja vel. Fernt hef ég á hraðbergi sem ég tel mikilvægt að hafa í huga í því samhengi. Íslenska þjóðin er ung. Okkur er að fjölga og undanfarna áratugi hefur óvenjustór hluti þjóðarinnar verið í grunnskóla. Mannfjöldapýramídinn er skólarekstrinum óhagstæður. Íslenska þjóðin býr dreifð í stóru landi. Um leið og það skilar margþættum ávinningi er það ekki endilega hagkvæmt í rekstarbókhaldi frá ári til árs. Laun kennara á Íslandi eru í öllum alþjóðlegum samanburði mjög slök. Engu að síður er launakostnaður um 70% af heildarkostnaði við skóla. Það eru því augljóslega ekki laun kennara sem gera kostnaðinn háan í alþjóðlegum samanburði. Á undanförnum árum höfum við byggt mikið af glæsilegum skólabyggingum. Áhugavert væri að fá úttekt á því hve mikil áhrif það hefur í samanburði milli landa. Fjárfestingu í menntun íslenskra ungmenna má kryfja enn betur en ég er einn af þeim sem hallast að því að í samanburði við þróaðri og þéttbýlli samfélög verði kostnaður okkar alltaf hár. Í þessari umræðu erum við um margt eins og stórfætt manneskja að máta okkur við meðalstóran skó. Námsárangur Í frekar grunnri umræðu í fjölmiðlum er námsárangur í þremur bóklegum greinum yfirleitt eina mælingin sem varpa skal ljósi á gæði menntakerfisins. Í PISA-könnuninni árið 2009 var árangur íslenskra nemenda góður – ekki í meðallagi eins og haldið er fram. OECD tilgreinir Ísland sérstaklega í hópi þeirra þjóða sem ná árangri marktækt yfir meðaltali í læsi og stærðfræði. Í náttúrufræði var árangur okkar hins vegar í meðallagi. Á Norðurlöndunum eru það aðeins Finnar sem ná betri námsárangri. Á netinu má lesa skýrslu OECD, PISA 2009 Results: Executive Summary, og þannig fá nokkuð góða mynd af stöðu okkar á skömmum tíma. Í seinni grein ætla ég mér meðal annars að fjalla um hvernig nemendum líkar í skólanum, eftirsóttan jöfnuð milli nemenda og fleiri þætti sem gera íslenska grunnskólann einn þann besta í heimi.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun