Hvers á Dante að gjalda? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. september 2013 12:00 „Sagan er ansi langdregin og illa gengur að byggja upp þá spennu sem nauðsynleg er til að fá lesendur til að halda áfram að lesa.“ Inferno, Dan Brown Þýðing: Ingunn Snædal og Arnar Matthíasson.Bjartur Dan Brown er ekki sérlega góður rithöfundur. Um það eru ekki deildar meiningar. Hins vegar tekst honum yfirleitt að byggja upp spennandi söguþráð með vísunum í heimsþekkt listaverk, trúarstefnur og ýmislegt annað sem vekur forvitni lesenda og seljast bækur hans um táknfræðinginn Robert Langdon því í milljónaupplögum, hvað sem bókmenntafræðingum finnst um listgildið. Inferno er eins og nafnið bendir til uppfull af vísunum í Hinn guðdómlega gleðileik Dantes, en þó ekki svo að þekking á því verki sé nauðsynleg til að njóta sögunnar. Hún gæti jafnvel verið til trafala, en það er önnur saga. Í stuttu máli er söguþráðurinn sá að Langdon hefur verið fenginn til að ráða í og raða saman táknum úr Gleðileiknum guðdómlega, en á honum hefur brjálaður vísindamaður byggt flókinn ratleik sem leiðir Langdon og aðstoðarkonu hans áfram frá Flórens og Feneyjum alla leið til Istanbúl í leit að banvænum vírusi, sem vísindamaðurinn hefur hannað til að reyna að stemma stigu við offjölgun fólks á jörðinni. Inn í er fléttað, að hætti Browns, fróðleik og staðreyndum um sögufrægar byggingar eins og Stjórnarhöllina og Dómkirkjuna í Flórens, Markúsarkirkjuna í Feneyjum og Hagia Sofia, eða Ægisif, í Istanbúl. Sagan er ansi langdregin og illa gengur að byggja upp þá spennu sem nauðsynleg er til að fá lesendur til að halda áfram að lesa. Fróðleikurinn sem Brown er svo æstur í að koma að flækist fyrir sögunni og lesandinn stendur sig að því að geispa af leiðindum á meðan hann teygir lopann. Þegar hann tekur svo u-beygju í seinni hluta bókar og allt sem á undan er komið reynist á misskilningi byggt, er lopinn orðinn svo teygður að hann tæplega hangir saman og lesandinn búinn að missa allan áhuga. Það er hætt við að æstir aðdáendur Browns, sem beðið hafa þessarar bókar með öndina í hálsinum, verði fyrir heiftarlegum vonbrigðum. Grunnstef bókarinnar, offjölgun mannkyns og hvað hægt er að gera til að stemma stigu við henni, er hins vegar mjög áhugavert og fær lesandann til að gúggla í óðaönn til að forvitnast um hvort eitthvað sé verið að gera í þeim málum og hvort sú fullyrðing sem sett er fram í bókinni að með sama áframhaldi útrými mannkynið sjálfu sér innan skamms hafi verið sett fram í alvöru af þar til gerðum vísindamönnum. Að því leyti er Inferno fengur fyrir fróðleiksþyrsta, en spennufíklar fá heldur lítið fyrir sinn snúð.Niðurstaða: Heldur bragðdaufur og langdreginn þriller frá Brown, en vekur þó áhugaverðar spurningar. Gagnrýni Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Inferno, Dan Brown Þýðing: Ingunn Snædal og Arnar Matthíasson.Bjartur Dan Brown er ekki sérlega góður rithöfundur. Um það eru ekki deildar meiningar. Hins vegar tekst honum yfirleitt að byggja upp spennandi söguþráð með vísunum í heimsþekkt listaverk, trúarstefnur og ýmislegt annað sem vekur forvitni lesenda og seljast bækur hans um táknfræðinginn Robert Langdon því í milljónaupplögum, hvað sem bókmenntafræðingum finnst um listgildið. Inferno er eins og nafnið bendir til uppfull af vísunum í Hinn guðdómlega gleðileik Dantes, en þó ekki svo að þekking á því verki sé nauðsynleg til að njóta sögunnar. Hún gæti jafnvel verið til trafala, en það er önnur saga. Í stuttu máli er söguþráðurinn sá að Langdon hefur verið fenginn til að ráða í og raða saman táknum úr Gleðileiknum guðdómlega, en á honum hefur brjálaður vísindamaður byggt flókinn ratleik sem leiðir Langdon og aðstoðarkonu hans áfram frá Flórens og Feneyjum alla leið til Istanbúl í leit að banvænum vírusi, sem vísindamaðurinn hefur hannað til að reyna að stemma stigu við offjölgun fólks á jörðinni. Inn í er fléttað, að hætti Browns, fróðleik og staðreyndum um sögufrægar byggingar eins og Stjórnarhöllina og Dómkirkjuna í Flórens, Markúsarkirkjuna í Feneyjum og Hagia Sofia, eða Ægisif, í Istanbúl. Sagan er ansi langdregin og illa gengur að byggja upp þá spennu sem nauðsynleg er til að fá lesendur til að halda áfram að lesa. Fróðleikurinn sem Brown er svo æstur í að koma að flækist fyrir sögunni og lesandinn stendur sig að því að geispa af leiðindum á meðan hann teygir lopann. Þegar hann tekur svo u-beygju í seinni hluta bókar og allt sem á undan er komið reynist á misskilningi byggt, er lopinn orðinn svo teygður að hann tæplega hangir saman og lesandinn búinn að missa allan áhuga. Það er hætt við að æstir aðdáendur Browns, sem beðið hafa þessarar bókar með öndina í hálsinum, verði fyrir heiftarlegum vonbrigðum. Grunnstef bókarinnar, offjölgun mannkyns og hvað hægt er að gera til að stemma stigu við henni, er hins vegar mjög áhugavert og fær lesandann til að gúggla í óðaönn til að forvitnast um hvort eitthvað sé verið að gera í þeim málum og hvort sú fullyrðing sem sett er fram í bókinni að með sama áframhaldi útrými mannkynið sjálfu sér innan skamms hafi verið sett fram í alvöru af þar til gerðum vísindamönnum. Að því leyti er Inferno fengur fyrir fróðleiksþyrsta, en spennufíklar fá heldur lítið fyrir sinn snúð.Niðurstaða: Heldur bragðdaufur og langdreginn þriller frá Brown, en vekur þó áhugaverðar spurningar.
Gagnrýni Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira