The Goonies og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda.
Einnig verður myndin The World‘s End frumsýnd annað kvöld. Sú skartar breska gamanleikaranum Simon Pegg í aðalhlutverki og segir frá fimm vinum sem ætla sér í ævintýralegt barrölt sem endar með ósköpum.
Að lokum má nefna heimilda- og tónleikamyndina One Direction: This is Us. Í myndinni er hljómsveitinni One Direction fylgt eftir á tónleikaferðalagi sínu auk þess sem áhorfendur fá að kynnast fjölskylduhögum piltanna.