Bíó og sjónvarp

Tælir karlmenn

Scarlett Johansson leikur geimveru í næstu kvikmynd sinni, Under the Skin.
Scarlett Johansson leikur geimveru í næstu kvikmynd sinni, Under the Skin. Nordicphotos/getty
Stikla fyrir vísindatryllinn Under the Skin er nú aðgengileg á netinu. Myndin er í leikstjórn Jonathans Glazer og skartar leikkonunni Scarlett Johansson í hlutverki geimveru.

Handrit myndarinnar er byggt á samnefndri skáldsögu Michels Faber frá árinu 2000 og segir frá ferðalagi geimverunnar Isserley um Skotland.

Veran hefur tekið á sig mynd ungrar konu og tælir puttaferðalanga til lags við sig áður en hún byrlar þeim ólyfjan og sendir þá til heimaplánetu sinnar þar sem þeir eru aldir sem fóður. Skáldsagan var tilnefnd til Whitbread verðlaunanna árið 2000.

Með önnur hlutverk í myndinni fara Paul Brannigan, Krystof Hádek og Jessica Mance. Glazer hefur áður leikstýrt kvikmyndunum Sexy Beast frá árinu 2000 og Birth frá árinu 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×