Ráðinn í stað fransks Óskarsverðlaunahafa Freyr Bjarnason skrifar 7. september 2013 12:00 Atli Örvarsson samdi tónlistina við ævintýramyndina The Mortal Instruments: City of Bones. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hollywood-tónskáldið Atli Örvarsson samdi tónlistina við ævintýramyndina The Mortal Instruments: City of Bones sem var frumsýnd hérlendis í gær. Hann tók við verkefninu af franska tónskáldinu Gabriel Yared, sem vann Óskars- og Grammy-verðlaunin fyrir myndina The English Patient. Einnig var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir The Talented Mr. Ripley og Cold Mountain. „Ég var á frumsýningunni á Hans og Grétu [Hansel & Gretel: Witch Hunters sem Atli samdi tónlistina við] og rakst á leikstjórann,“ segir Atli og á við Harald Zwart, leikstjóra The Mortal Instruments. „Hann sagðist vera að gera nýja mynd og að ég ætti að gera tónlistina. Til að gera langa sögu stutta var ég mánuði seinna kominn í þetta verkefni,“ segir Atli. Tónlist hins franska Yared þótti ekki henta myndinni nógu vel og því var Atli fenginn til að bjarga málunum. Vegna hins stutta fyrirvara hafði hann aðeins níu vikur til að semja tónlistina og taka hana upp. „Þetta voru tæplega tveir tímar af tónlist og þetta mátti ekki á tæpara standa.“ Upptökurnar fóru fram í hinu sögufræga hljóðveri Abbey Road í London, þar sem hann hefur áður starfað. „Þetta var frábært, eins og venjulega. Ég var í sex til sjö daga með hljómsveit og kór og þetta var í fyrsta skipti sem ég stjórna því öllu í Abbey Road. Það var gaman að feta í fótspor Edwards Elgar, Bítlanna og fleiri risa í tónlistarsögunni sem hafa tekið þar upp.“ The Mortal Instruments kostaði 60 milljónir Bandaríkjadala í framleiðslu og er hún dýrasta myndin sem Atli vinnur við. Hún er byggð á samnefndri metsölubók Cassöndru Clare, sem um leið er fyrsta bókin í The Mortal Instruments-bókaflokknum sem telur fimm bækur. Aðspurður segir Atli að tökur á framhaldsmynd eigi að hefjast eftir tvær vikur og líklega semur hann einnig tónlistina við hana og næstu myndir á eftir. „Það er ekki búið að ganga frá samningum en viðræður eru langt komnar.“ Hann hefur áður unnið við framhaldsmyndir og segir ákveðið öryggi í því. „En það er áskorun að halda í gömlu stefin og heiðra þau en um leið halda þessu fersku og koma með nýjar hugmyndir fyrir næstu myndir. Það er áskorun sem ég hlakka til að takast á við ef af verður.“ Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Hollywood-tónskáldið Atli Örvarsson samdi tónlistina við ævintýramyndina The Mortal Instruments: City of Bones sem var frumsýnd hérlendis í gær. Hann tók við verkefninu af franska tónskáldinu Gabriel Yared, sem vann Óskars- og Grammy-verðlaunin fyrir myndina The English Patient. Einnig var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir The Talented Mr. Ripley og Cold Mountain. „Ég var á frumsýningunni á Hans og Grétu [Hansel & Gretel: Witch Hunters sem Atli samdi tónlistina við] og rakst á leikstjórann,“ segir Atli og á við Harald Zwart, leikstjóra The Mortal Instruments. „Hann sagðist vera að gera nýja mynd og að ég ætti að gera tónlistina. Til að gera langa sögu stutta var ég mánuði seinna kominn í þetta verkefni,“ segir Atli. Tónlist hins franska Yared þótti ekki henta myndinni nógu vel og því var Atli fenginn til að bjarga málunum. Vegna hins stutta fyrirvara hafði hann aðeins níu vikur til að semja tónlistina og taka hana upp. „Þetta voru tæplega tveir tímar af tónlist og þetta mátti ekki á tæpara standa.“ Upptökurnar fóru fram í hinu sögufræga hljóðveri Abbey Road í London, þar sem hann hefur áður starfað. „Þetta var frábært, eins og venjulega. Ég var í sex til sjö daga með hljómsveit og kór og þetta var í fyrsta skipti sem ég stjórna því öllu í Abbey Road. Það var gaman að feta í fótspor Edwards Elgar, Bítlanna og fleiri risa í tónlistarsögunni sem hafa tekið þar upp.“ The Mortal Instruments kostaði 60 milljónir Bandaríkjadala í framleiðslu og er hún dýrasta myndin sem Atli vinnur við. Hún er byggð á samnefndri metsölubók Cassöndru Clare, sem um leið er fyrsta bókin í The Mortal Instruments-bókaflokknum sem telur fimm bækur. Aðspurður segir Atli að tökur á framhaldsmynd eigi að hefjast eftir tvær vikur og líklega semur hann einnig tónlistina við hana og næstu myndir á eftir. „Það er ekki búið að ganga frá samningum en viðræður eru langt komnar.“ Hann hefur áður unnið við framhaldsmyndir og segir ákveðið öryggi í því. „En það er áskorun að halda í gömlu stefin og heiðra þau en um leið halda þessu fersku og koma með nýjar hugmyndir fyrir næstu myndir. Það er áskorun sem ég hlakka til að takast á við ef af verður.“
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira