Fjárfest í listinni Mikael Torfason skrifar 9. september 2013 07:00 Á Íslandi hefur lengi verið stutt við bakið á listum og menningu með einum eða öðrum hætti. Þannig tóku ungmennafélagsmenn sig til og skrifuðu upp á víxil fyrir skútusjómanninn Jóhannes Sveinsson Kjarval og sendu hann til Lundúna til að afla sér menntunar í málaralist. Hann fékk reyndar ekki inn í neinn skóla þar og endaði blankur í Kaupmannahöfn. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri og fleiri vel stæðir karlar miskunnuðu sig yfir hann og héldu áfram að fjármagna nám Kjarvals. Sömu sögu er að segja af mörgum okkar helstu listamönnum sem áttu eftir að móta nútímalist okkar og sjálfsmynd þjóðarinnar síðastliðin hundrað ár. Á Íslandi hefur listin alltaf fundið sér farveg. Snorri Sturluson var auðmaður og höfðingi sem hafði tíma til að sitja sjálfur við skriftir. Hann var alræmdur nískupúki en þó ekki svo mikill að hann sá sér hag í að styrkja menningu og listir og stóð meðal annars að stofnun Viðeyjarklausturs. Þar var mikil og mikilvæg menningarstarfsemi. Margir listamenn í dag fara fyrir hópi sem vill gagnrýna auðsöfnun og auðmenn en sagan sýnir að list hefur oft dafnað í skjóli ríkra. Augljóst dæmi er endurreisnartímabilið þegar Medici-ættin og fleiri fjármögnuðu eitt blómlegasta tímabil listasögunnar. Á ákveðnum tímapunkti kom fram sú krafa í nafni listarinnar að ríkisvaldið styrkti listafólk svo það losnaði undan hæl auðs og aðals. Svo var gert til að standa vörð um hlutleysi listamanna. Enginn efaðist um nauðsyn listarinnar, hvort heldur er fyrir efni né anda. En í þessu leynist einnig hætta. Listin má ekki heldur vera háð ríkisvaldinu frekar en aðlinum. Ef listin fer að ganga erinda viðtekinna skoðana og/eða ríkjandi stjórnvalda er voðinn vís. Þetta þekkjum við til dæmis úr Sovétríkjunum sálugu, þar sem rithöfundar og allir þeir listamenn sem voguðu sér að fylgja ekki flokkslínunni máttu búast við gúlagvist. Þetta er með öðrum orðum langt því frá einfalt mál. Það eru rök fyrir því að ríkið komi að því að styrkja list og menningu en á móti kemur að ríkisstyrkir geta aldrei verið frumforsenda listar. Í vikunni spratt enn og aftur upp umræða um ríkisstyrki til menningar eftir að Grímur Gíslason, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum, hélt því fram að verið væri að eyða 40-60 milljörðum af almannafé í styrki til menningarmála. Hann sagði að hægt væri að reka Landspítalann í heilt ár fyrir þennan pening og það vildi hann heldur gera. Eitthvað hafa tölurnar skolast til hjá Grími því samkvæmt skýrslu um hversu miklu fé hið opinbera ver til skapandi greina fara um tíu milljarðar króna í að styrkja það sem ríkið skilgreinir sem menningu og listir. Reyndar fer þriðjungur þeirrar upphæðar í Ríkisútvarpið sem rekur og sjónvarps- og útvarpsstöðvar. Þá fer næstum þriðjungur í menningararfinn, Þjóðminjasafn og fleira, en kvikmyndir, tónlist, leikhús og bókmenntir fá það sem eftir stendur. Um tíu þúsund manns vinna við þessa grein og samkvæmt öllum útreikningum er þegar allt er talið jákvæð framlegð af menningarstyrkjum. Talið er að menning í heild velti á annað hundrað milljörðum á Íslandi. Auðvitað má velta fyrir sér fyrirkomulaginu og sjálfsagt að verja almannafé ekki í vitleysu. En það virðist augljóst að þessum tíu milljörðum er vel varið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Á Íslandi hefur lengi verið stutt við bakið á listum og menningu með einum eða öðrum hætti. Þannig tóku ungmennafélagsmenn sig til og skrifuðu upp á víxil fyrir skútusjómanninn Jóhannes Sveinsson Kjarval og sendu hann til Lundúna til að afla sér menntunar í málaralist. Hann fékk reyndar ekki inn í neinn skóla þar og endaði blankur í Kaupmannahöfn. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri og fleiri vel stæðir karlar miskunnuðu sig yfir hann og héldu áfram að fjármagna nám Kjarvals. Sömu sögu er að segja af mörgum okkar helstu listamönnum sem áttu eftir að móta nútímalist okkar og sjálfsmynd þjóðarinnar síðastliðin hundrað ár. Á Íslandi hefur listin alltaf fundið sér farveg. Snorri Sturluson var auðmaður og höfðingi sem hafði tíma til að sitja sjálfur við skriftir. Hann var alræmdur nískupúki en þó ekki svo mikill að hann sá sér hag í að styrkja menningu og listir og stóð meðal annars að stofnun Viðeyjarklausturs. Þar var mikil og mikilvæg menningarstarfsemi. Margir listamenn í dag fara fyrir hópi sem vill gagnrýna auðsöfnun og auðmenn en sagan sýnir að list hefur oft dafnað í skjóli ríkra. Augljóst dæmi er endurreisnartímabilið þegar Medici-ættin og fleiri fjármögnuðu eitt blómlegasta tímabil listasögunnar. Á ákveðnum tímapunkti kom fram sú krafa í nafni listarinnar að ríkisvaldið styrkti listafólk svo það losnaði undan hæl auðs og aðals. Svo var gert til að standa vörð um hlutleysi listamanna. Enginn efaðist um nauðsyn listarinnar, hvort heldur er fyrir efni né anda. En í þessu leynist einnig hætta. Listin má ekki heldur vera háð ríkisvaldinu frekar en aðlinum. Ef listin fer að ganga erinda viðtekinna skoðana og/eða ríkjandi stjórnvalda er voðinn vís. Þetta þekkjum við til dæmis úr Sovétríkjunum sálugu, þar sem rithöfundar og allir þeir listamenn sem voguðu sér að fylgja ekki flokkslínunni máttu búast við gúlagvist. Þetta er með öðrum orðum langt því frá einfalt mál. Það eru rök fyrir því að ríkið komi að því að styrkja list og menningu en á móti kemur að ríkisstyrkir geta aldrei verið frumforsenda listar. Í vikunni spratt enn og aftur upp umræða um ríkisstyrki til menningar eftir að Grímur Gíslason, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum, hélt því fram að verið væri að eyða 40-60 milljörðum af almannafé í styrki til menningarmála. Hann sagði að hægt væri að reka Landspítalann í heilt ár fyrir þennan pening og það vildi hann heldur gera. Eitthvað hafa tölurnar skolast til hjá Grími því samkvæmt skýrslu um hversu miklu fé hið opinbera ver til skapandi greina fara um tíu milljarðar króna í að styrkja það sem ríkið skilgreinir sem menningu og listir. Reyndar fer þriðjungur þeirrar upphæðar í Ríkisútvarpið sem rekur og sjónvarps- og útvarpsstöðvar. Þá fer næstum þriðjungur í menningararfinn, Þjóðminjasafn og fleira, en kvikmyndir, tónlist, leikhús og bókmenntir fá það sem eftir stendur. Um tíu þúsund manns vinna við þessa grein og samkvæmt öllum útreikningum er þegar allt er talið jákvæð framlegð af menningarstyrkjum. Talið er að menning í heild velti á annað hundrað milljörðum á Íslandi. Auðvitað má velta fyrir sér fyrirkomulaginu og sjálfsagt að verja almannafé ekki í vitleysu. En það virðist augljóst að þessum tíu milljörðum er vel varið.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun