Reynir við Noreg í annað skipti Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2013 06:30 Markavélin Telma Hjaltalín flytur í annað sinn til Noregs. fréttablaðið/stefán „Ég er að flytja til Noregs bæði til að bæta mig sem knattspyrnumann og vera nær fjölskyldunni,“ segir Telma Hjaltalín, sem gekk í raðir norsku meistaranna í Stabæk í vikunni en hún hefur verið á mála hjá Aftureldingu í sumar. Foreldrar hennar eru búsettir í Noregi og spilaði það stórt hlutverk í ákvörðun hennar. Telma hefur átt flott tímabil og skorað átta mörk fyrir liðið. Hún var ekki með liðinu gegn Stjörnunni í vikunni en þá tapaði Afturelding illa, 7-1. Telma missir einnig af lokaleiknum gegn HK/Víkingi í hreinum úrslitaleik um áframhaldandi sæti í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. „Fyrir tveimur árum var ég ekki almennilega tilbúin til að taka þetta skref en núna held ég að þetta sé rétt ákvörðun,“ segir Telma sem er aðeins 18 ára gömul. Framherjinn lék áður með Stabæk árið 2011 og varð meðal annars bikarmeistari með liðinu. Stabæk er norskur meistari í knattspyrnu og situr sem stendur í efsta sæti deildarinnar með fimm stiga forskot á Lilleström. „Þetta er stór klúbbur með ótrúlega góða aðstöðu svo það er allt til.“ Þessi unga knattspyrnukona setur markið hátt og ætlar sér stóra hluti. „Ég hef verið í yngri landsliðum Íslands en núna er markmið mitt að komast í A-landsliðið og það að vera komin í lið eins Stabæk mun klárlega hjálpa mér í því að ná markmiðum mínum. „Vonandi næ ég að taka þátt í einhverjum leikjum með liðinu á þessu tímabili,“ segir Telma. Stabæk leikur við Klepp á morgun í norsku deildinni. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
„Ég er að flytja til Noregs bæði til að bæta mig sem knattspyrnumann og vera nær fjölskyldunni,“ segir Telma Hjaltalín, sem gekk í raðir norsku meistaranna í Stabæk í vikunni en hún hefur verið á mála hjá Aftureldingu í sumar. Foreldrar hennar eru búsettir í Noregi og spilaði það stórt hlutverk í ákvörðun hennar. Telma hefur átt flott tímabil og skorað átta mörk fyrir liðið. Hún var ekki með liðinu gegn Stjörnunni í vikunni en þá tapaði Afturelding illa, 7-1. Telma missir einnig af lokaleiknum gegn HK/Víkingi í hreinum úrslitaleik um áframhaldandi sæti í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. „Fyrir tveimur árum var ég ekki almennilega tilbúin til að taka þetta skref en núna held ég að þetta sé rétt ákvörðun,“ segir Telma sem er aðeins 18 ára gömul. Framherjinn lék áður með Stabæk árið 2011 og varð meðal annars bikarmeistari með liðinu. Stabæk er norskur meistari í knattspyrnu og situr sem stendur í efsta sæti deildarinnar með fimm stiga forskot á Lilleström. „Þetta er stór klúbbur með ótrúlega góða aðstöðu svo það er allt til.“ Þessi unga knattspyrnukona setur markið hátt og ætlar sér stóra hluti. „Ég hef verið í yngri landsliðum Íslands en núna er markmið mitt að komast í A-landsliðið og það að vera komin í lið eins Stabæk mun klárlega hjálpa mér í því að ná markmiðum mínum. „Vonandi næ ég að taka þátt í einhverjum leikjum með liðinu á þessu tímabili,“ segir Telma. Stabæk leikur við Klepp á morgun í norsku deildinni.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira