Leikstýrir sinni fyrstu heimildarmynd Ása Ottesen skrifar 23. september 2013 13:15 Dóra Hrund Gísladóttir leikstýrir sinni fyrstu heimildarmynd sem fjallar um listahátíðir úti á landi. fréttablaðið/gva „Það var mjög fyndið þegar við vorum að taka upp á Eistnaflugi í Neskaupstað. Þá skárum við okkur algjörlega úr þar sem við vorum samankomnar fjórar vinkonur í hópi eiturharðra rokkara,“ segir myndlistarkonan Dóra Hrund Gísladóttir sem lauk nýverið við vinnslu sinnar fyrstu heimildarmyndar sem fjallar um listahátíðir úti á landi. Heimildarmyndin heitir Vertíð fjallar um listahátíðir sem fóru fram úti á landi sumarið 2012. Vinkonurnar Dóra Hrund, Rakel Sif Haraldsdóttir, Alexandra Baldursdóttir og Borghildur Tumadóttir lögðu af stað með kvikmyndgræjur sem þær fengu að láni á Lunga á Seyðisfirði og fóru á Eistnaflug í Neskaupstað, Jónsviku á Húsavík og Æring á Rifi. „Það voru svo margar flottar listahátíðir síðasta sumar og okkur langaði til að fanga stemninguna. Það er ekki víst að þessar hátíðir verði haldnar eftir nokkur ár og okkur fannst mikilvægt að búa til heimildarmynd um þær,“ segir Dóra Hrund sem leikstýrði jafnframt myndinni. Spurð út í aðdraganda myndarinnar segir Dóra að hana hafi ekki langað til þess að vinna hefðbundna sumarvinnu eftir að hún lauk námi í myndlist við Listaháskóla Íslands. „Ég fór að pæla í hvað ég gæti gert annað og datt þá í hug að fá vinkonur mínar með mér í lið að gera heimildarmyndina. Þær eru að læra mannfræði, hljóð- og myndlist. Við byrjuðum á að sækja um styrki en fengum enga. Það stoppaði okkur þó ekki og við náðum að ljúka við myndina með greiðum hér og þar,“ segir hún. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís miðvikudaginn 25. september kl. 18.00. „Það kostar ekkert inn en við ætlum að selja dvd-disk með myndinni sem fer í það að greiða fyrir leiguna á bíósalnum,“ segir athafnakonan Dóra Hrund að lokum. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
„Það var mjög fyndið þegar við vorum að taka upp á Eistnaflugi í Neskaupstað. Þá skárum við okkur algjörlega úr þar sem við vorum samankomnar fjórar vinkonur í hópi eiturharðra rokkara,“ segir myndlistarkonan Dóra Hrund Gísladóttir sem lauk nýverið við vinnslu sinnar fyrstu heimildarmyndar sem fjallar um listahátíðir úti á landi. Heimildarmyndin heitir Vertíð fjallar um listahátíðir sem fóru fram úti á landi sumarið 2012. Vinkonurnar Dóra Hrund, Rakel Sif Haraldsdóttir, Alexandra Baldursdóttir og Borghildur Tumadóttir lögðu af stað með kvikmyndgræjur sem þær fengu að láni á Lunga á Seyðisfirði og fóru á Eistnaflug í Neskaupstað, Jónsviku á Húsavík og Æring á Rifi. „Það voru svo margar flottar listahátíðir síðasta sumar og okkur langaði til að fanga stemninguna. Það er ekki víst að þessar hátíðir verði haldnar eftir nokkur ár og okkur fannst mikilvægt að búa til heimildarmynd um þær,“ segir Dóra Hrund sem leikstýrði jafnframt myndinni. Spurð út í aðdraganda myndarinnar segir Dóra að hana hafi ekki langað til þess að vinna hefðbundna sumarvinnu eftir að hún lauk námi í myndlist við Listaháskóla Íslands. „Ég fór að pæla í hvað ég gæti gert annað og datt þá í hug að fá vinkonur mínar með mér í lið að gera heimildarmyndina. Þær eru að læra mannfræði, hljóð- og myndlist. Við byrjuðum á að sækja um styrki en fengum enga. Það stoppaði okkur þó ekki og við náðum að ljúka við myndina með greiðum hér og þar,“ segir hún. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís miðvikudaginn 25. september kl. 18.00. „Það kostar ekkert inn en við ætlum að selja dvd-disk með myndinni sem fer í það að greiða fyrir leiguna á bíósalnum,“ segir athafnakonan Dóra Hrund að lokum.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira