Sjávarútvegur, auðlindagjald, þjóðin og sáttin Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 26. september 2013 06:00 Sjávarútvegur á Íslandi hefur verið, er og verður ein helsta undirstaða farsældar þegna þessa lands. Tölulegur mælikvarði sýnir að heildarvirðiskeðja sjávarútvegsins nemur 27% af landsframleiðslu og af útflutningstekjum vöru nemur hlutur sjávarútvegs 42%, hvorki meira né minna. Ég hef að undanförnu heimsótt sjávarútvegsfyrirtæki víða um land. Það sem kemur á óvart er að mörg hver eru hátæknifyrirtæki þar sem afli er gernýttur, jafnvel til hluta sem maður tengir ekki sérstaklega við fiskvinnslu. Hver hefði til dæmis trúað því fyrir nokkrum árum að búin væri til gervihúð fyrir mannfólkið úr fiskroði á Ísafirði? Þá má geta þess að á Íslandi eru starfandi í það minnsta 60 tæknifyrirtæki sem þjóna haftengdri starfsemi á einn eða annan hátt og mörg þeirra flokkast sem hátæknifyrirtæki. Nú er hafin vinna við að kortleggja hvernig álagningu veiðigjalds, „auðlindagjalds“, verði best háttað og einnig endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Ég vonast til að við getum rætt saman af skynsemi og með virðingu fyrir þessari merku atvinnugrein, þar sem fjölmörg tækifæri liggja svo víða. Og ekki síður með virðingu fyrir samfélaginu sem með réttu vill fá að vera þátttakandi þegar kemur að stefnumótun og því að njóta afraksturs okkar mikilvægu auðlindar. Í þessari fyrri grein minni af tveimur langar mig að ræða veiðigjöldin en gera vinnu við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins að umfjöllunarefni í þeirri næstu.Hverjir þurfa að sættast? Að ná sátt um sjávarútveginn er eitthvað sem flestir hafa heyrt getið um. Um hvað á sú sátt að snúast? Hverjir þurfa að sættast við hverja? Eru útgerðarmenn á móti öllum, eða allir á móti þeim? Landsbyggð á móti höfuðborgarsvæðinu? Stjórn á móti stjórnarandstöðu? Svarið er ekki einhlítt. Útgangspunktur minn er sá að þjóðin sem eigandi auðlindarinnar fái sem mest út úr henni, með sanngjörnum og sjálfbærum hætti. Að þjóðin sé sátt við arðinn sem af auðlindinni kemur og þeir sem í sjósókn og vinnslu standa séu einnig sáttir við það sem þeir bera úr býtum. Allir útgerðarmenn sem ég hef hitt á undanförnum vikum eru tilbúnir að greiða veiðigjöld. Það er mitt mat að gjöldin eigi að standa undir rekstri stofnana sjávarútvegsins, endurspegla afkomu útgerðarinnar og skila þjóðinni ávinningi fyrir þann einstaka rétt að fá að nýta auðlindina. Við verðum að slá því föstu að ef hagnaðurinn er mikill er eðlilegt að gjöldin séu hærri. En jafnframt að vera tilbúin til þess að horfa á að hagnaður stóru fyrirtækjanna sumra er ekki eingöngu vegna veiða og vinnslu heldur afleiddrar starfsemi; til dæmis fiskeldis og starfsemi erlendis. Við verðum að hafa í huga að gjaldið má ekki svipta sjávarútvegsfyrirtækin þeim mikilvæga drifkrafti sem þau búa yfir og gagnast atvinnulífinu öllu. Þau gegna mikilvægu hlutverki í byggðum landsins, sem vinnuveitendur og við uppbyggingu nærsamfélagsins.Yrkja einstaka auðlind Það er lítið rætt hvað fyrirtæki á einstökum stöðum hafa lagt til síns byggðalags, sem oft og tíðum er æði mikið. Einnig hvað nýsköpun innan sjávarútvegsfyrirtækjanna hefur skotið stoðum undir verðmæt sprotafyrirtæki sem sum hver hafa vaxið upp í öflug útflutningsfyrirtæki. Hvað mörg sjávarútvegsfyrirtækja verja fjármunum til rannsókna og eiga í öflugu samstarfi við háskóla, fé sem kemur innan frá en ekki úr ríkisrekstrinum. Þetta geta fyrirtækin í krafti stöðu sinnar og góðrar afkomu og þeim ber skylda til að leggja lóð á vogarskálar samfélagsins. Þau yrkja einstaka auðlind í eigu íslensku þjóðarinnar og fyrir það ber að greiða eðlilegt og sanngjarnt gjald. Þeim ber einnig að umgangast auðlindina þannig að eigendur hennar hafi af henni sem mestan arð; það er þeirra hagur, það er allra hagur. Þau þurfa að leitast við að skapa sem flestum atvinnu og í vel reknu fyrirtæki ber að greiða sómasamleg laun og bjóða upp á tækifæri til starfsþróunar. Og almenningur og stjórnvöld þurfa samhliða þessu að viðurkenna að nægir fjármunir verði eftir hjá fyrirtækjunum sem gera þeim kleift að uppfylla þetta hlutverk sitt. Þá þarf einnig að horfast í augu við það að samfélagsleg þátttaka sjávarútvegsfyrirtækja er meiri á landsbyggðinni þar sem þau gegna oft lykilhlutverki; eru hornsteinn í héraði. Ekki má draga úr möguleikum þeirra þar til að þau geti sem best þjónað sínu hlutverki sem atvinnurekendur og stuðlað að almennri velsæld og þróun samfélaga. Á þessum grunni langar mig að skipuleggja vinnu og umræður um hvernig veiðigjöld komi okkur öllum til góða, hvort sem við erum til sjávar eða sveitar, í borg eða bæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Sjávarútvegur á Íslandi hefur verið, er og verður ein helsta undirstaða farsældar þegna þessa lands. Tölulegur mælikvarði sýnir að heildarvirðiskeðja sjávarútvegsins nemur 27% af landsframleiðslu og af útflutningstekjum vöru nemur hlutur sjávarútvegs 42%, hvorki meira né minna. Ég hef að undanförnu heimsótt sjávarútvegsfyrirtæki víða um land. Það sem kemur á óvart er að mörg hver eru hátæknifyrirtæki þar sem afli er gernýttur, jafnvel til hluta sem maður tengir ekki sérstaklega við fiskvinnslu. Hver hefði til dæmis trúað því fyrir nokkrum árum að búin væri til gervihúð fyrir mannfólkið úr fiskroði á Ísafirði? Þá má geta þess að á Íslandi eru starfandi í það minnsta 60 tæknifyrirtæki sem þjóna haftengdri starfsemi á einn eða annan hátt og mörg þeirra flokkast sem hátæknifyrirtæki. Nú er hafin vinna við að kortleggja hvernig álagningu veiðigjalds, „auðlindagjalds“, verði best háttað og einnig endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Ég vonast til að við getum rætt saman af skynsemi og með virðingu fyrir þessari merku atvinnugrein, þar sem fjölmörg tækifæri liggja svo víða. Og ekki síður með virðingu fyrir samfélaginu sem með réttu vill fá að vera þátttakandi þegar kemur að stefnumótun og því að njóta afraksturs okkar mikilvægu auðlindar. Í þessari fyrri grein minni af tveimur langar mig að ræða veiðigjöldin en gera vinnu við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins að umfjöllunarefni í þeirri næstu.Hverjir þurfa að sættast? Að ná sátt um sjávarútveginn er eitthvað sem flestir hafa heyrt getið um. Um hvað á sú sátt að snúast? Hverjir þurfa að sættast við hverja? Eru útgerðarmenn á móti öllum, eða allir á móti þeim? Landsbyggð á móti höfuðborgarsvæðinu? Stjórn á móti stjórnarandstöðu? Svarið er ekki einhlítt. Útgangspunktur minn er sá að þjóðin sem eigandi auðlindarinnar fái sem mest út úr henni, með sanngjörnum og sjálfbærum hætti. Að þjóðin sé sátt við arðinn sem af auðlindinni kemur og þeir sem í sjósókn og vinnslu standa séu einnig sáttir við það sem þeir bera úr býtum. Allir útgerðarmenn sem ég hef hitt á undanförnum vikum eru tilbúnir að greiða veiðigjöld. Það er mitt mat að gjöldin eigi að standa undir rekstri stofnana sjávarútvegsins, endurspegla afkomu útgerðarinnar og skila þjóðinni ávinningi fyrir þann einstaka rétt að fá að nýta auðlindina. Við verðum að slá því föstu að ef hagnaðurinn er mikill er eðlilegt að gjöldin séu hærri. En jafnframt að vera tilbúin til þess að horfa á að hagnaður stóru fyrirtækjanna sumra er ekki eingöngu vegna veiða og vinnslu heldur afleiddrar starfsemi; til dæmis fiskeldis og starfsemi erlendis. Við verðum að hafa í huga að gjaldið má ekki svipta sjávarútvegsfyrirtækin þeim mikilvæga drifkrafti sem þau búa yfir og gagnast atvinnulífinu öllu. Þau gegna mikilvægu hlutverki í byggðum landsins, sem vinnuveitendur og við uppbyggingu nærsamfélagsins.Yrkja einstaka auðlind Það er lítið rætt hvað fyrirtæki á einstökum stöðum hafa lagt til síns byggðalags, sem oft og tíðum er æði mikið. Einnig hvað nýsköpun innan sjávarútvegsfyrirtækjanna hefur skotið stoðum undir verðmæt sprotafyrirtæki sem sum hver hafa vaxið upp í öflug útflutningsfyrirtæki. Hvað mörg sjávarútvegsfyrirtækja verja fjármunum til rannsókna og eiga í öflugu samstarfi við háskóla, fé sem kemur innan frá en ekki úr ríkisrekstrinum. Þetta geta fyrirtækin í krafti stöðu sinnar og góðrar afkomu og þeim ber skylda til að leggja lóð á vogarskálar samfélagsins. Þau yrkja einstaka auðlind í eigu íslensku þjóðarinnar og fyrir það ber að greiða eðlilegt og sanngjarnt gjald. Þeim ber einnig að umgangast auðlindina þannig að eigendur hennar hafi af henni sem mestan arð; það er þeirra hagur, það er allra hagur. Þau þurfa að leitast við að skapa sem flestum atvinnu og í vel reknu fyrirtæki ber að greiða sómasamleg laun og bjóða upp á tækifæri til starfsþróunar. Og almenningur og stjórnvöld þurfa samhliða þessu að viðurkenna að nægir fjármunir verði eftir hjá fyrirtækjunum sem gera þeim kleift að uppfylla þetta hlutverk sitt. Þá þarf einnig að horfast í augu við það að samfélagsleg þátttaka sjávarútvegsfyrirtækja er meiri á landsbyggðinni þar sem þau gegna oft lykilhlutverki; eru hornsteinn í héraði. Ekki má draga úr möguleikum þeirra þar til að þau geti sem best þjónað sínu hlutverki sem atvinnurekendur og stuðlað að almennri velsæld og þróun samfélaga. Á þessum grunni langar mig að skipuleggja vinnu og umræður um hvernig veiðigjöld komi okkur öllum til góða, hvort sem við erum til sjávar eða sveitar, í borg eða bæ.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun