Spilafíkill á milli steins og sleggju 25. september 2013 22:00 Justin Timberlake og Ben Affleck fara með aðalhlutverkin í Runner Runner. Tvær kvikmyndir verða frumsýndar á föstudag, önnur er Runner Runner með Ben Affleck og Justin Timberlake í aðalhlutverkum, og hin er Welcome to the Punch með James McAvoy og Mark Strong í aðalhlutverkum.Runner Runner segir frá ungum námsmanni sem tapar aleigu sinni í netpóker. Hann grunar eiganda pókersíðunnar um að hafa svindlað á sér og ákveður að hitta hann undir fjögur augu. Þegar alríkislögreglan blandast í málið áttar ungi maðurinn sig á því að hann er fastur milli steins og sleggju og ætli hann að lifa af þarf hann að koma með krók á móti bragði.Welcome to the Punch fjallar um breskan glæpamann sem kemur úr felum þegar sonur hans verður fyrir byssuskoti. Um leið gefur hann lögreglumanninum Max Lewinsky enn eitt tækifærið til að handsama sig, en þegar þeir mættust síðast lá Lewinsky eftir óvígur en glæpamaðurinn flúði til Íslands. Loks hefst kvikmyndahátíðin RIFF í dag og stendur hún til 6. október. Opnunarmynd hátíðarinnar er This is Sanlitun í leikstjórn Róberts Inga Douglas. Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Tvær kvikmyndir verða frumsýndar á föstudag, önnur er Runner Runner með Ben Affleck og Justin Timberlake í aðalhlutverkum, og hin er Welcome to the Punch með James McAvoy og Mark Strong í aðalhlutverkum.Runner Runner segir frá ungum námsmanni sem tapar aleigu sinni í netpóker. Hann grunar eiganda pókersíðunnar um að hafa svindlað á sér og ákveður að hitta hann undir fjögur augu. Þegar alríkislögreglan blandast í málið áttar ungi maðurinn sig á því að hann er fastur milli steins og sleggju og ætli hann að lifa af þarf hann að koma með krók á móti bragði.Welcome to the Punch fjallar um breskan glæpamann sem kemur úr felum þegar sonur hans verður fyrir byssuskoti. Um leið gefur hann lögreglumanninum Max Lewinsky enn eitt tækifærið til að handsama sig, en þegar þeir mættust síðast lá Lewinsky eftir óvígur en glæpamaðurinn flúði til Íslands. Loks hefst kvikmyndahátíðin RIFF í dag og stendur hún til 6. október. Opnunarmynd hátíðarinnar er This is Sanlitun í leikstjórn Róberts Inga Douglas.
Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira