Biðin er óþolandi! Árni Stefán Jónsson skrifar 27. september 2013 06:00 Í síðustu viku fór fram umræða á Alþingi sem vakti athygli mína. Þar var rætt um launamun kynjanna og nytsemi hinna ýmsu aðferða til að afnema hann. Tilefnið var birting launakannana stéttarfélaganna undanfarnar vikur sem enn og aftur sýna kynbundinn launamun, ekki síst hjá ríkinu. Í umræðunni var m.a. rætt um aðferðir á borð við jafnlaunastaðal og jafnlaunapotta. Jafnlaunastaðallinn er nýr og því enn í mótun. Hann getur væntanlega virkað vel á hinum almenna markaði. Hins vegar er vandséð að hann muni virka á einstökum stofnunum ríkisins þar sem meirihluti starfsmanna er konur. Ef það ætti að vera mögulegt verður að skoða ríkið sem einn vinnustað. Fjármálaráðherra efaðist um það í málflutningi sínum að jafnlaunapottar skiluðu í reynd launajafnrétti. Hann sagði reynsluna vera þá að ef einn hópur væri hækkaður umfram aðra, þá eltu hinir. Það er óskiljanlegt hvernig fjármálaráðherra ætlar að jafna laun kynjanna án þess að hækka laun kvenna. Náms- og atvinnuval er oft nefnt sem ein ástæða launamunar, en þurfum við ekki að spyrja okkur að því hvers vegna laun í þeim störfum sem konur velja eru lægri? Þar liggur stærsti vandinn að okkar mati. SFR félagar eru fjölbreyttur hópur, þar eru konur 70% félagsmanna og margar vinna fyrir lægstu launin. Samkvæmt upplýsingum úr nýjustu launakönnun SFR eru þessir lægst launuðu hópar að hækka minnst á milli ára. Bilið er því að aukast og konurnar sitja eftir. Við hjá SFR stéttarfélagi höfum góða reynslu af jafnlaunapottum sem við viljum gjarnan deila með ráðherranum. Við minnum á að niðurstöður launakönnunar SFR nú í ár sýna mestan árangur í baráttunni gegn launamun kynjanna. Við þökkum það m.a. launapottum.Tími til að opna augun Í kjarasamningum 2011 var samið um sértækar hækkanir til tiltekinna faghópa á heilbrigðisstofnunum. Þetta eru störf lækna- og heilbrigðisritara ásamt lyfja- og matartækna, allt störf sem konur hafa svo til eingöngu unnið. Samið var um launapott og hann notaður til þriggja launaflokka hækkunar til þessara starfsstétta í stofnanasamningi, sem kom til framkvæmda í október 2011. Hækkunin skilaði þessum hópi mælanlega betri kjörum. Það sýna launakannanir og gögn frá ríkinu. Það er því auðvelt að sýna fram á að launapottar í formi sértækra hækkana lyfta kvennastéttum og jafna laun þeirra til samanburðar við aðrar starfsstéttir. Aðrir hópar hafa ekki elt og til samanburðar má geta þess að önnur kvennastétt, fulltrúar og skrifstofufólk á LSH sem ekki fékk sértækar launahækkanir, sat eftir og náði ekki meðaltalshækkun. Launakannanir SFR sýna okkur að mikil þörf er á sértækum aðgerðum af þessu tagi þar sem bæði grunn- og heildarlaun hinna svokölluðu kvennastétta (konur 75% starfsmanna eða meira) eru í nánast öllum tilfellum undir meðaltali launa SFR félagsmanna. Við erum sannarlega sammála fjármálaráðherra um það að kynbundinn launamunur sé óþolandi, en biðin eftir raunhæfum aðgerðum til að afnema hann er þó enn meira óþolandi. Í næstu kjarasamningum mun SFR því leggja mikla áherslu á sérstakar ráðstafanir til að leiðrétta launamun, m.a. í formi jafnlaunapotta, því við höfum séð að þeir virka. Ef fjármálaráðherra vill rýna betur í gögnin er hann velkominn til SFR hvenær sem er. Það er nefnilega ekki lengur nóg fyrir stjórnmálamenn að vísa til þess að það þurfi að gera kannanir og safna gögnum. Gögnin eru til staðar og tími til kominn að opna augun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku fór fram umræða á Alþingi sem vakti athygli mína. Þar var rætt um launamun kynjanna og nytsemi hinna ýmsu aðferða til að afnema hann. Tilefnið var birting launakannana stéttarfélaganna undanfarnar vikur sem enn og aftur sýna kynbundinn launamun, ekki síst hjá ríkinu. Í umræðunni var m.a. rætt um aðferðir á borð við jafnlaunastaðal og jafnlaunapotta. Jafnlaunastaðallinn er nýr og því enn í mótun. Hann getur væntanlega virkað vel á hinum almenna markaði. Hins vegar er vandséð að hann muni virka á einstökum stofnunum ríkisins þar sem meirihluti starfsmanna er konur. Ef það ætti að vera mögulegt verður að skoða ríkið sem einn vinnustað. Fjármálaráðherra efaðist um það í málflutningi sínum að jafnlaunapottar skiluðu í reynd launajafnrétti. Hann sagði reynsluna vera þá að ef einn hópur væri hækkaður umfram aðra, þá eltu hinir. Það er óskiljanlegt hvernig fjármálaráðherra ætlar að jafna laun kynjanna án þess að hækka laun kvenna. Náms- og atvinnuval er oft nefnt sem ein ástæða launamunar, en þurfum við ekki að spyrja okkur að því hvers vegna laun í þeim störfum sem konur velja eru lægri? Þar liggur stærsti vandinn að okkar mati. SFR félagar eru fjölbreyttur hópur, þar eru konur 70% félagsmanna og margar vinna fyrir lægstu launin. Samkvæmt upplýsingum úr nýjustu launakönnun SFR eru þessir lægst launuðu hópar að hækka minnst á milli ára. Bilið er því að aukast og konurnar sitja eftir. Við hjá SFR stéttarfélagi höfum góða reynslu af jafnlaunapottum sem við viljum gjarnan deila með ráðherranum. Við minnum á að niðurstöður launakönnunar SFR nú í ár sýna mestan árangur í baráttunni gegn launamun kynjanna. Við þökkum það m.a. launapottum.Tími til að opna augun Í kjarasamningum 2011 var samið um sértækar hækkanir til tiltekinna faghópa á heilbrigðisstofnunum. Þetta eru störf lækna- og heilbrigðisritara ásamt lyfja- og matartækna, allt störf sem konur hafa svo til eingöngu unnið. Samið var um launapott og hann notaður til þriggja launaflokka hækkunar til þessara starfsstétta í stofnanasamningi, sem kom til framkvæmda í október 2011. Hækkunin skilaði þessum hópi mælanlega betri kjörum. Það sýna launakannanir og gögn frá ríkinu. Það er því auðvelt að sýna fram á að launapottar í formi sértækra hækkana lyfta kvennastéttum og jafna laun þeirra til samanburðar við aðrar starfsstéttir. Aðrir hópar hafa ekki elt og til samanburðar má geta þess að önnur kvennastétt, fulltrúar og skrifstofufólk á LSH sem ekki fékk sértækar launahækkanir, sat eftir og náði ekki meðaltalshækkun. Launakannanir SFR sýna okkur að mikil þörf er á sértækum aðgerðum af þessu tagi þar sem bæði grunn- og heildarlaun hinna svokölluðu kvennastétta (konur 75% starfsmanna eða meira) eru í nánast öllum tilfellum undir meðaltali launa SFR félagsmanna. Við erum sannarlega sammála fjármálaráðherra um það að kynbundinn launamunur sé óþolandi, en biðin eftir raunhæfum aðgerðum til að afnema hann er þó enn meira óþolandi. Í næstu kjarasamningum mun SFR því leggja mikla áherslu á sérstakar ráðstafanir til að leiðrétta launamun, m.a. í formi jafnlaunapotta, því við höfum séð að þeir virka. Ef fjármálaráðherra vill rýna betur í gögnin er hann velkominn til SFR hvenær sem er. Það er nefnilega ekki lengur nóg fyrir stjórnmálamenn að vísa til þess að það þurfi að gera kannanir og safna gögnum. Gögnin eru til staðar og tími til kominn að opna augun.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun