Útlendingarnir skilja Benna Erlings Freyr Bjarnason skrifar 30. september 2013 07:30 „Þetta voru mjög heit og mikil viðbrögð, sem komu mér eiginlega á óvart. Ég get ekki verið annað en þakklátur. Útlendingar skilja mig,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri Hross í oss. Kvikmyndin var frumsýnd á hátíðinni San Sebastian á Spáni á mánudaginn við góðar undirtektir. Benedikt var þar staddur en þurfti að fljúga snemma heim ásamt leikaranum Ingvari E. Sigurðssyni vegna æfinga fyrir leikritið Jeppi á fjalli. Enska blaðið The Guardian gefur myndinni, sem kallast á engilsaxnesku Of Horses and Men, mjög góða dóma. „Sum atriðin eru ótrúlega opinská og hreint ótrúleg. Kvikmyndir sem sýna manni hluti sem maður hefur aldrei séð áður eru ekki á hverju strái. Samt tekst henni að vera viðkvæmnisleg, falleg og fyndin,“ sagði gagnrýnandinn. Hross í oss hefur verið boðið á aðalkeppnina á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tókýó, sem er ein sú stærsta í Asíu. Einnig verður hún opnunarmynd Lübeck-hátíðarinnar í Þýskalandi í nóvember og verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í janúar. Þar fyrir utan verður Hross í oss framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna sem verða afhent á næsta ári. „Ég er afskaplega þakklátur öðrum kvikmyndagerðarmönnum fyrir að hafa valið okkur. Ég ætla að reyna að standa mig vel.“ Post by Lífið á Visir.is. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Þetta voru mjög heit og mikil viðbrögð, sem komu mér eiginlega á óvart. Ég get ekki verið annað en þakklátur. Útlendingar skilja mig,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri Hross í oss. Kvikmyndin var frumsýnd á hátíðinni San Sebastian á Spáni á mánudaginn við góðar undirtektir. Benedikt var þar staddur en þurfti að fljúga snemma heim ásamt leikaranum Ingvari E. Sigurðssyni vegna æfinga fyrir leikritið Jeppi á fjalli. Enska blaðið The Guardian gefur myndinni, sem kallast á engilsaxnesku Of Horses and Men, mjög góða dóma. „Sum atriðin eru ótrúlega opinská og hreint ótrúleg. Kvikmyndir sem sýna manni hluti sem maður hefur aldrei séð áður eru ekki á hverju strái. Samt tekst henni að vera viðkvæmnisleg, falleg og fyndin,“ sagði gagnrýnandinn. Hross í oss hefur verið boðið á aðalkeppnina á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tókýó, sem er ein sú stærsta í Asíu. Einnig verður hún opnunarmynd Lübeck-hátíðarinnar í Þýskalandi í nóvember og verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í janúar. Þar fyrir utan verður Hross í oss framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna sem verða afhent á næsta ári. „Ég er afskaplega þakklátur öðrum kvikmyndagerðarmönnum fyrir að hafa valið okkur. Ég ætla að reyna að standa mig vel.“ Post by Lífið á Visir.is.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög