Fagnar þjálfaraskiptunum Stefán Árni Pálsson skrifar 1. október 2013 07:56 Skúli Jón Friðgeirsson var að gefast upp á Jörgen Lennartsson sem var ekki búinn að leyfa honum að spila neitt í ár. NordicPhotos/Getty Skúli Jón Friðgeirsson gekk í raðir sænska knattspyrnuliðsins Elfsborg vorið 2012 og varð hann strax sænskur meistari með liðinu á sínu fyrsta tímabili. Núverandi tímabil hefur í raun verið martröð fyrir leikmanninn sem hefur lítið sem ekkert fengið að spreyta sig með liðinu og verið út í kuldanum en Jörgen Lennartsson hefur ekki haft mikla trú á leikmanninum. Lennartsson var í gær rekinn sem þjálfari liðsins og spurning hvort Skúli Jón fái nýtt tækifæri hjá Elfsborg.Eins manns dauði er annars brauð „Eins manns dauði er annars manns brauð á kannski vel við fyrir mig í dag,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson. „Það er auðvitað alltaf leiðinlegt þegar menn eru látnir fara, þetta var fínn karl en fyrir mig fótboltalega var þetta það besta sem gat gerst. Ég hef ekki spilað eina einustu mínútu í deildinni á tímabilinu.“ Elfsborg er í sjötta sæti deildarinnar og getur með engu móti varið titilinn í ár. Skúli Jón gerði upphaflega fjögurra ára samning við sænska liðið en það er spurning hvort hann verði áfram hjá liðinu. „Ég meiddist nokkuð illa á mínu fyrsta tímabili og var í burtu stóran hluta. Eftir að ég kem til baka úr meiðslunum átti ég í raun aldrei séns á að komast í liðið. Þjálfarinn gaf mér aldrei tækifærið og mér fannst alltaf eins og hann væri bara búinn að ákveða að nota mig ekki.“ Skúli Jón hefur samt sem áður ekki enn farið frá liðinu og alltaf haldið í vonina. Hann var samt sem áður, þar til í gær, á leiðinni frá Elfsborg.Þekki Klas Ingesson ekki mikið „Ég vonaðist til þess að komast í byrjunarliðið í upphafi tímabilsins og ákvað að gefa þessu séns en síðan þegar leið á sást að ég var ekkert að fara að spila. Ef þú hefðir spurt mig í gær hvort ég myndi vera áfram hjá liðinu þá hefði svar mitt verið skýrt, ég ætlaði mér að fara. Staðan er allt í einu orðin allt önnur og ég verð núna að skoða mín mál vel.“ Klas Ingesson, fyrrum landsliðsmaður og unglingaþjálfari hjá félaginu, stýrir liðinu út leiktíðina en aðeins eru fjórar umferðir eftir. Ingesson vann brons með Svíum á HM 1994. „Ég þekki hann ekki mikið, hann hefur mikið verið að vinna með unglingaliðinu. Það er samt sem áður ljóst að hann mun ekki stýra liðinu á næsta tímabili þar sem hann hefur ekki nægilega mikla þjálfaramenntun og því verð ég bara að bíða og sjá hvað gerist.“ Skúli Jón kom til Svíþjóðar frá KR þar sem hann er alinn upp en hann varð tvöfaldur meistari á síðasta tímabili sínu í Vesturbænum. „Það er ekki á dagskránni hjá mér að koma heim, en ef ég tek ákvörðun um að vera ekki lengur hjá Elfsborg og ekkert annað spennandi kemur upp getur það vel komið til að maður komi heim. Þá kemur auðvitað bara eitt lið til greina og það er KR.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Sjá meira
Skúli Jón Friðgeirsson gekk í raðir sænska knattspyrnuliðsins Elfsborg vorið 2012 og varð hann strax sænskur meistari með liðinu á sínu fyrsta tímabili. Núverandi tímabil hefur í raun verið martröð fyrir leikmanninn sem hefur lítið sem ekkert fengið að spreyta sig með liðinu og verið út í kuldanum en Jörgen Lennartsson hefur ekki haft mikla trú á leikmanninum. Lennartsson var í gær rekinn sem þjálfari liðsins og spurning hvort Skúli Jón fái nýtt tækifæri hjá Elfsborg.Eins manns dauði er annars brauð „Eins manns dauði er annars manns brauð á kannski vel við fyrir mig í dag,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson. „Það er auðvitað alltaf leiðinlegt þegar menn eru látnir fara, þetta var fínn karl en fyrir mig fótboltalega var þetta það besta sem gat gerst. Ég hef ekki spilað eina einustu mínútu í deildinni á tímabilinu.“ Elfsborg er í sjötta sæti deildarinnar og getur með engu móti varið titilinn í ár. Skúli Jón gerði upphaflega fjögurra ára samning við sænska liðið en það er spurning hvort hann verði áfram hjá liðinu. „Ég meiddist nokkuð illa á mínu fyrsta tímabili og var í burtu stóran hluta. Eftir að ég kem til baka úr meiðslunum átti ég í raun aldrei séns á að komast í liðið. Þjálfarinn gaf mér aldrei tækifærið og mér fannst alltaf eins og hann væri bara búinn að ákveða að nota mig ekki.“ Skúli Jón hefur samt sem áður ekki enn farið frá liðinu og alltaf haldið í vonina. Hann var samt sem áður, þar til í gær, á leiðinni frá Elfsborg.Þekki Klas Ingesson ekki mikið „Ég vonaðist til þess að komast í byrjunarliðið í upphafi tímabilsins og ákvað að gefa þessu séns en síðan þegar leið á sást að ég var ekkert að fara að spila. Ef þú hefðir spurt mig í gær hvort ég myndi vera áfram hjá liðinu þá hefði svar mitt verið skýrt, ég ætlaði mér að fara. Staðan er allt í einu orðin allt önnur og ég verð núna að skoða mín mál vel.“ Klas Ingesson, fyrrum landsliðsmaður og unglingaþjálfari hjá félaginu, stýrir liðinu út leiktíðina en aðeins eru fjórar umferðir eftir. Ingesson vann brons með Svíum á HM 1994. „Ég þekki hann ekki mikið, hann hefur mikið verið að vinna með unglingaliðinu. Það er samt sem áður ljóst að hann mun ekki stýra liðinu á næsta tímabili þar sem hann hefur ekki nægilega mikla þjálfaramenntun og því verð ég bara að bíða og sjá hvað gerist.“ Skúli Jón kom til Svíþjóðar frá KR þar sem hann er alinn upp en hann varð tvöfaldur meistari á síðasta tímabili sínu í Vesturbænum. „Það er ekki á dagskránni hjá mér að koma heim, en ef ég tek ákvörðun um að vera ekki lengur hjá Elfsborg og ekkert annað spennandi kemur upp getur það vel komið til að maður komi heim. Þá kemur auðvitað bara eitt lið til greina og það er KR.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Sjá meira