Tónlist Hjaltalín kemur í stað díalógs Sara McMahon skrifar 1. október 2013 07:00 Gerði mynd með Hjaltalín Leikstjórinn Ani Simon-Kennedy gerði kvikmyndina Days of Gray sem sýnd verður á RIFF. Hjaltalín samdi tónlistina fyrir myndina. Fréttablaðið/vilhelm Bandaríski leikstjórinn Ani Simon-Kennedy frumsýnir kvikmyndina Days of Gray á kvikmyndahátíðinni RIFF. Þetta er fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd og var hún tekin upp hér á landi síðasta sumar. Hljómsveitin Hjaltalín semur tónlistina fyrir kvikmyndina, en tónlist sveitarinnar var jafnframt hvatinn að gerð hennar. Days of Gray gerist í fjarlægri framtíð og segir frá einstakri vináttu drengs og stúlku. Myndin er laus við öll samtöl og því spilar tónlist hljómsveitarinnar veigamikið hlutverk í henni. „Hugmyndin var að tónlist Hjaltalín kæmi í stað „díalógs“. En mig langaði einnig til að myndin yrði virðingavottur við tíma þöglu kvikmyndanna og afturhvarf til þess tíma þegar fólk naut kvikmynda við lifandi undirspil,“ útskýrir Kennedy, sem er stödd á Íslandi um þessar mundir í tengslum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Hugmyndina að myndinni má rekja til tónleika sem Kennedy fór á fyrir þremur árum. „Ég var í kvikmyndaskóla í Prag og kynntist þar Hrafni Jónssyni, sem skrifaði handritið að myndinni með mér. Eitt kvöld spurði hann mig hvort ég vildi fara á tónleika með íslenskri hljómsveit. Ég kíkti með honum og varð algjörlega dolfallin yfir tónlistinni, hún var svo falleg og sjónræn,“ rifjar Kennedy upp. Tveimur árum eftir tónleikana fékk Kennedy styrk til að gera kvikmynd í fullri lengd og hafði í kjölfarið samband við umboðsmann Hjaltalín. Hún segir meðlimi sveitarinnar hafa tekið vel í hugmyndina og úr varð Days of Gray. Tökur á myndinni fóru fram á Reykjanesi í fyrrasumar og samanstóð tökuliðið af Íslendingum, Bandaríkjamönnum og Frökkum. „Það voru þrjú tungumál töluð á tökustað, sem mér þótti skemmtilegt í ljósi þess að myndin gerist í heimi án tungumáls.“ Kennedy bjó í París til átján ára aldurs og segist aðspurð alls óskyld hinni frægu Kennedy-fjölskyldu. „Ég er ekki skyld þeim. Föðurafi minn hét Katz en breytti nafni sínu í Kennedy eftir stríð. En ég fæ þessa spurningu mjög oft,“ segir hún og hlær. Days of Gray verður sýnd með lifandi undirspili Hjaltalín í Gamla bíói á föstudag klukkan 21. Days of Gray - Official Trailer from Bicephaly Pictures on Vimeo. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Ani Simon-Kennedy frumsýnir kvikmyndina Days of Gray á kvikmyndahátíðinni RIFF. Þetta er fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd og var hún tekin upp hér á landi síðasta sumar. Hljómsveitin Hjaltalín semur tónlistina fyrir kvikmyndina, en tónlist sveitarinnar var jafnframt hvatinn að gerð hennar. Days of Gray gerist í fjarlægri framtíð og segir frá einstakri vináttu drengs og stúlku. Myndin er laus við öll samtöl og því spilar tónlist hljómsveitarinnar veigamikið hlutverk í henni. „Hugmyndin var að tónlist Hjaltalín kæmi í stað „díalógs“. En mig langaði einnig til að myndin yrði virðingavottur við tíma þöglu kvikmyndanna og afturhvarf til þess tíma þegar fólk naut kvikmynda við lifandi undirspil,“ útskýrir Kennedy, sem er stödd á Íslandi um þessar mundir í tengslum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Hugmyndina að myndinni má rekja til tónleika sem Kennedy fór á fyrir þremur árum. „Ég var í kvikmyndaskóla í Prag og kynntist þar Hrafni Jónssyni, sem skrifaði handritið að myndinni með mér. Eitt kvöld spurði hann mig hvort ég vildi fara á tónleika með íslenskri hljómsveit. Ég kíkti með honum og varð algjörlega dolfallin yfir tónlistinni, hún var svo falleg og sjónræn,“ rifjar Kennedy upp. Tveimur árum eftir tónleikana fékk Kennedy styrk til að gera kvikmynd í fullri lengd og hafði í kjölfarið samband við umboðsmann Hjaltalín. Hún segir meðlimi sveitarinnar hafa tekið vel í hugmyndina og úr varð Days of Gray. Tökur á myndinni fóru fram á Reykjanesi í fyrrasumar og samanstóð tökuliðið af Íslendingum, Bandaríkjamönnum og Frökkum. „Það voru þrjú tungumál töluð á tökustað, sem mér þótti skemmtilegt í ljósi þess að myndin gerist í heimi án tungumáls.“ Kennedy bjó í París til átján ára aldurs og segist aðspurð alls óskyld hinni frægu Kennedy-fjölskyldu. „Ég er ekki skyld þeim. Föðurafi minn hét Katz en breytti nafni sínu í Kennedy eftir stríð. En ég fæ þessa spurningu mjög oft,“ segir hún og hlær. Days of Gray verður sýnd með lifandi undirspili Hjaltalín í Gamla bíói á föstudag klukkan 21. Days of Gray - Official Trailer from Bicephaly Pictures on Vimeo.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira