Róttæknina vantar Ólafur Stephensen skrifar 2. október 2013 00:00 Talsvert afrek verður það að teljast ef Alþingi tekst að afgreiða fjárlög án halla í fyrsta sinn frá hruni. Að sama skapi er það metnaðarfullt hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að leggja fram hallalaust fjárlagafrumvarp. Það skiptir gríðarlegu máli að ná jöfnuði í ríkisfjármálunum, hætta skuldasöfnuninni og fækka þeim milljarðatugum sem skattgreiðendur borga í vexti af skuldum ríkissjóðs. Bættur rekstur ríkissjóðs er sömuleiðis ein af forsendunum fyrir skárri hagstjórn og almennum efnahagsbata. Alþingi má ekki heykjast á þessu verkefni þótt það sé ekki auðvelt. Í fjárlagafrumvarpinu örlar á þeirri stefnubreytingu frá síðasta kjörtímabili að horfið er af braut sífelldra skattahækkana. Skattalækkanir handa fólki og fyrirtækjum eru í rétta átt, en ósköp smáar í sniðum. Og raunar enn haldið áfram að pína bíleigendur, reykingamenn og þá sem fá sér í glas. Gagnrýnisraddir heyrast nú þegar vegna tekjuöflunaraðgerða eins og að hækka skráningargjöld í opinberum háskólum og að innheimta gistigjald af þeim sem leggjast inn á sjúkrahús. Það þarf ekki að vorkenna stúdentum í háskólum ríkisins að greiða hluta af kostnaðinum við nám sitt eins og fólk gerir í sjálfstætt reknum háskólum. Það hefði samt verið nær að kalla það sínu rétta nafni og taka upp lánshæf skólagjöld. Gistigjaldið á spítölunum er viðkvæmara mál, en sú mótsögn hefur þó lengi stungið í augu að sjúklingar á göngu- og dagdeildum þurfi að greiða fyrir þjónustuna, en ekki þeir sem leggjast inn á spítala. Gagnrýni stjórnarandstöðunnar á að fallið hafi verið frá stórum útgjaldaliðum í svokallaðri fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar er ómálefnaleg og ósanngjörn. Fjármögnun þeirrar áætlunar var ósköp einfaldlega ekki í hendi, eins og á var bent þegar hún var gefin út. Þar var verið að eyða peningum sem aldrei komu í ríkissjóð. Hitt er svo annað mál að það er ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri óbreyttu nálgun við aðhald í ríkisrekstrinum að klípa fáein prósent hér og þar af stofnunum sem eiga engu að síður að halda uppi svo gott sem óbreyttri þjónustu. Það er stefna sem hefur þegar haft afleitar afleiðingar; ástandið á Landspítalanum er líklega skýrasta dæmið. Í fjárlagafrumvarpinu örlar þannig nánast ekkert á þeirri endurhugsun og uppstokkun sem er nauðsynleg ef menn ætla að ná tökum á ríkisrekstrinum til frambúðar. Að einhverju leyti má væntanlega skrifa það á þann skamma tíma sem ríkisstjórnin hafði til undirbúnings þessu fyrsta fjárlagafrumvarpi sínu. Við undirbúning næstu fjárlaga þarf að grípa til miklu róttækari aðgerða. Stytta bæði grunn- og framhaldsskóla til að eiga fyrir hærri launum handa kennurum. Leggja niður fámenna og óhagkvæma skóla til að geta eflt þá hagkvæmu. Hætta fjáraustri í landbúnaðinn til að eiga fyrir rannsóknum og fjárfestingum í nýsköpun. Draga saman óhagkvæman spítalarekstur úti um land til að geta eflt Landspítalann – og þar fram eftir götunum. Ríkisstjórnin er rétt byrjuð að klóra í yfirborðið í glímu sinni við ríkisfjármálin. Í næstu lotu þarf að grafa miklu dýpra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Talsvert afrek verður það að teljast ef Alþingi tekst að afgreiða fjárlög án halla í fyrsta sinn frá hruni. Að sama skapi er það metnaðarfullt hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að leggja fram hallalaust fjárlagafrumvarp. Það skiptir gríðarlegu máli að ná jöfnuði í ríkisfjármálunum, hætta skuldasöfnuninni og fækka þeim milljarðatugum sem skattgreiðendur borga í vexti af skuldum ríkissjóðs. Bættur rekstur ríkissjóðs er sömuleiðis ein af forsendunum fyrir skárri hagstjórn og almennum efnahagsbata. Alþingi má ekki heykjast á þessu verkefni þótt það sé ekki auðvelt. Í fjárlagafrumvarpinu örlar á þeirri stefnubreytingu frá síðasta kjörtímabili að horfið er af braut sífelldra skattahækkana. Skattalækkanir handa fólki og fyrirtækjum eru í rétta átt, en ósköp smáar í sniðum. Og raunar enn haldið áfram að pína bíleigendur, reykingamenn og þá sem fá sér í glas. Gagnrýnisraddir heyrast nú þegar vegna tekjuöflunaraðgerða eins og að hækka skráningargjöld í opinberum háskólum og að innheimta gistigjald af þeim sem leggjast inn á sjúkrahús. Það þarf ekki að vorkenna stúdentum í háskólum ríkisins að greiða hluta af kostnaðinum við nám sitt eins og fólk gerir í sjálfstætt reknum háskólum. Það hefði samt verið nær að kalla það sínu rétta nafni og taka upp lánshæf skólagjöld. Gistigjaldið á spítölunum er viðkvæmara mál, en sú mótsögn hefur þó lengi stungið í augu að sjúklingar á göngu- og dagdeildum þurfi að greiða fyrir þjónustuna, en ekki þeir sem leggjast inn á spítala. Gagnrýni stjórnarandstöðunnar á að fallið hafi verið frá stórum útgjaldaliðum í svokallaðri fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar er ómálefnaleg og ósanngjörn. Fjármögnun þeirrar áætlunar var ósköp einfaldlega ekki í hendi, eins og á var bent þegar hún var gefin út. Þar var verið að eyða peningum sem aldrei komu í ríkissjóð. Hitt er svo annað mál að það er ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri óbreyttu nálgun við aðhald í ríkisrekstrinum að klípa fáein prósent hér og þar af stofnunum sem eiga engu að síður að halda uppi svo gott sem óbreyttri þjónustu. Það er stefna sem hefur þegar haft afleitar afleiðingar; ástandið á Landspítalanum er líklega skýrasta dæmið. Í fjárlagafrumvarpinu örlar þannig nánast ekkert á þeirri endurhugsun og uppstokkun sem er nauðsynleg ef menn ætla að ná tökum á ríkisrekstrinum til frambúðar. Að einhverju leyti má væntanlega skrifa það á þann skamma tíma sem ríkisstjórnin hafði til undirbúnings þessu fyrsta fjárlagafrumvarpi sínu. Við undirbúning næstu fjárlaga þarf að grípa til miklu róttækari aðgerða. Stytta bæði grunn- og framhaldsskóla til að eiga fyrir hærri launum handa kennurum. Leggja niður fámenna og óhagkvæma skóla til að geta eflt þá hagkvæmu. Hætta fjáraustri í landbúnaðinn til að eiga fyrir rannsóknum og fjárfestingum í nýsköpun. Draga saman óhagkvæman spítalarekstur úti um land til að geta eflt Landspítalann – og þar fram eftir götunum. Ríkisstjórnin er rétt byrjuð að klóra í yfirborðið í glímu sinni við ríkisfjármálin. Í næstu lotu þarf að grafa miklu dýpra.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun