Verður snjóbrettamaður einn af keppendum Íslands á ÓL? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2013 07:00 Halldór Helgason. Mynd/NordicPhotos/Getty Það eru bara 128 dagar í að 22. Vetrarólympíuleikarnir hefjist í Sochi í Rússlandi. Það ræðst ekki fyrr en á næstu mánuðum hversu margir íslenskir keppendur verða með á leikunumn. Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands, vonast til þess að sjá allt að tíu íslenska keppendur á leikunum. „Það eru sjö úr alpagreinum, tveir úr göngu og einn á bretti sem eru í Ólympíuhópnum og einungis þessir einstaklingar eiga möguleika á að komast þangað. Við munum aldrei senda fleiri en þessa einstaklinga. Við vonumst að sjálfsögðu til að sem flestir komist en raunhæft væri að segja að fjórir úr alpagreinum, tveir í göngu og einn á bretti eigi möguleika á því að komast á leikana. Allt umfram það yrði frábært,“ sagði Jón Viðar þegar Fréttablaðið kannaði stöðuna í gær, fjórum mánuðum fyrir leikana. Augu margra verða á brettamanninum Halldóri Helgasyni sem getur orðið fyrsti Íslendingurinn til að keppa á snjóbretti á Ólympíuleikum „Hann þarf að sækja þessi alþjóðlegu fismót og er, eins og staðan er núna, ekki inni. Hann þarf að ná góðum árangri í tveimur mótum og það dugir honum. Þá kæmist hann að öllum líkindum inn,“ segir Jón Viðar. Göngugarpurinn Sævar Birgisson er búinn að ná lágmörkunum inn á leikana og allar líkur eru á því að hann komist til Sochi. Sævar er 24 ára gamall og verður þá fyrsti íslenski göngumaðurinn í tuttugu ár til að keppa Ólympíuleikum eða allt frá því að Daníel Jakobsson, fyrrverandi formaður SKÍ, og Rögnvaldur Ingþórsson kepptu á ÓL í Lillehammer árið 1994. „Við erum að vonast til þess að Brynjar Leó nái líka þessum lágmörkum,“ segir Jón en Sævar og Brynjar Leó Kristinsson eru einu göngumennirnir í hópnum.Landsliðshópur SKÍ í Alpagreinum Talið frá vinstri: Einar Kristinn Kristgeirsson, Jakob Helgi Bjarnason, Freydís Halla Einarsdóttir, Brynjar Jökull Guðmundsson, Erla Ásgeirsdóttir, Helga María Vilhjálmsdóttir og María Guðmundsdóttir.Mynd/SKÍ„Það er frábært að fá inn fólk úr sem flestum greinum. Alpagreinarnar hafa verið mest á Ólympíuleikunum undanfarið. Við áttum fjóra keppendur í alpagreinum á Ólympíuleikunum í Vancouver og vonumst til að eiga fjóra líka núna. Þau þurfa að ná ákveðnum lágmörkum á alþjóðlegum mótum og ef það eru fleiri en tveir eða þrír þurfa Skíðasambandið og ÍSÍ bara að velja á milli,“ segir Jón Viðar. „Það stefnir í mikla samkeppni hjá krökkunum að tryggja sig inn. Landsliðið í alpagreinum er núna í Austurríki við æfingar og þar er undirbúningur í fullum gangi,“ segir Jón Viðar. Alpagreinafólkið, Björgvin Björgvinsson, Íris Guðmundsdóttir, Stefán Jón Sigurgeirsson og Árni Þorvaldsson, var með á leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum en ekki núna. „Þetta er alveg nýr hópur. Það hefur því miður verið oft þannig að Ólympíuleikar eru endastöð fyrir alltof marga,“ segir Jón Viðar. Eins og hjá öðru afreksfólki á Íslandi þá gerir peningahliðin krökkunum erfitt fyrir. „Þetta er mjög dýrt sport og aðallega er þetta svo rosalegur ferðakostnaður. Það er verið að sækja aðstöðuna erlendis því við erum með mjög óhagstætt veðurfar hérna á Íslandi. Þau þurfa að leggja út fyrir X-miklum kostnaði en við erum að vinna í því að fá nýja styrktaraðila og reyna að styrkja þau eins og við getum,“ segir Jón Viðar. Hann er pottþéttur á því að vetrarleikarnir í Sochi í Rússlandi verði sögulegir. „Þetta á eftir að toppa allt og verður alveg rosalegt. Rússarnir eru alveg ruglaðir og reyna að koma sér á kortið þarna eins og í öllu öðru sem þeir gera,“ sagði Jón Viðar að lokum.Sævar BirgissonMynd/Sævar BirgissonÞau ætla að vera með á ÓL í febrúar Skíðasamband Íslands (SKÍ) hefur sett saman Ólympíuhóp sambandsins en hann skipa þeir tíu íþróttamenn sem eiga raunhæfa möguleika á að tryggja sér keppnisrétt á næstu Vetrarólympíuleikum sem fara fram í rússnesku borginni Sochi við Svartahaf í febrúar 2014. Hópinn skipa þau Brynjar Jökull Guðmundsson (alpagreinar), Brynjar Leó Kristinsson (skíðaganga), Einar Kristinn Kristgeirsson (alpagreinar), Erla Ásgeirsdóttir (alpagreinar), Freydís Halla Einarsdóttir (alpagreinar), Halldór Helgason (snjóbretti), Helga María Vilhjálmsdóttir (alpagreinar), Jakob Helgi Bjarnason (alpagreinar), María Guðmundsdóttir (alpagreinar) og Sævar Birgisson (skíðaganga)i. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Sjá meira
Það eru bara 128 dagar í að 22. Vetrarólympíuleikarnir hefjist í Sochi í Rússlandi. Það ræðst ekki fyrr en á næstu mánuðum hversu margir íslenskir keppendur verða með á leikunumn. Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands, vonast til þess að sjá allt að tíu íslenska keppendur á leikunum. „Það eru sjö úr alpagreinum, tveir úr göngu og einn á bretti sem eru í Ólympíuhópnum og einungis þessir einstaklingar eiga möguleika á að komast þangað. Við munum aldrei senda fleiri en þessa einstaklinga. Við vonumst að sjálfsögðu til að sem flestir komist en raunhæft væri að segja að fjórir úr alpagreinum, tveir í göngu og einn á bretti eigi möguleika á því að komast á leikana. Allt umfram það yrði frábært,“ sagði Jón Viðar þegar Fréttablaðið kannaði stöðuna í gær, fjórum mánuðum fyrir leikana. Augu margra verða á brettamanninum Halldóri Helgasyni sem getur orðið fyrsti Íslendingurinn til að keppa á snjóbretti á Ólympíuleikum „Hann þarf að sækja þessi alþjóðlegu fismót og er, eins og staðan er núna, ekki inni. Hann þarf að ná góðum árangri í tveimur mótum og það dugir honum. Þá kæmist hann að öllum líkindum inn,“ segir Jón Viðar. Göngugarpurinn Sævar Birgisson er búinn að ná lágmörkunum inn á leikana og allar líkur eru á því að hann komist til Sochi. Sævar er 24 ára gamall og verður þá fyrsti íslenski göngumaðurinn í tuttugu ár til að keppa Ólympíuleikum eða allt frá því að Daníel Jakobsson, fyrrverandi formaður SKÍ, og Rögnvaldur Ingþórsson kepptu á ÓL í Lillehammer árið 1994. „Við erum að vonast til þess að Brynjar Leó nái líka þessum lágmörkum,“ segir Jón en Sævar og Brynjar Leó Kristinsson eru einu göngumennirnir í hópnum.Landsliðshópur SKÍ í Alpagreinum Talið frá vinstri: Einar Kristinn Kristgeirsson, Jakob Helgi Bjarnason, Freydís Halla Einarsdóttir, Brynjar Jökull Guðmundsson, Erla Ásgeirsdóttir, Helga María Vilhjálmsdóttir og María Guðmundsdóttir.Mynd/SKÍ„Það er frábært að fá inn fólk úr sem flestum greinum. Alpagreinarnar hafa verið mest á Ólympíuleikunum undanfarið. Við áttum fjóra keppendur í alpagreinum á Ólympíuleikunum í Vancouver og vonumst til að eiga fjóra líka núna. Þau þurfa að ná ákveðnum lágmörkum á alþjóðlegum mótum og ef það eru fleiri en tveir eða þrír þurfa Skíðasambandið og ÍSÍ bara að velja á milli,“ segir Jón Viðar. „Það stefnir í mikla samkeppni hjá krökkunum að tryggja sig inn. Landsliðið í alpagreinum er núna í Austurríki við æfingar og þar er undirbúningur í fullum gangi,“ segir Jón Viðar. Alpagreinafólkið, Björgvin Björgvinsson, Íris Guðmundsdóttir, Stefán Jón Sigurgeirsson og Árni Þorvaldsson, var með á leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum en ekki núna. „Þetta er alveg nýr hópur. Það hefur því miður verið oft þannig að Ólympíuleikar eru endastöð fyrir alltof marga,“ segir Jón Viðar. Eins og hjá öðru afreksfólki á Íslandi þá gerir peningahliðin krökkunum erfitt fyrir. „Þetta er mjög dýrt sport og aðallega er þetta svo rosalegur ferðakostnaður. Það er verið að sækja aðstöðuna erlendis því við erum með mjög óhagstætt veðurfar hérna á Íslandi. Þau þurfa að leggja út fyrir X-miklum kostnaði en við erum að vinna í því að fá nýja styrktaraðila og reyna að styrkja þau eins og við getum,“ segir Jón Viðar. Hann er pottþéttur á því að vetrarleikarnir í Sochi í Rússlandi verði sögulegir. „Þetta á eftir að toppa allt og verður alveg rosalegt. Rússarnir eru alveg ruglaðir og reyna að koma sér á kortið þarna eins og í öllu öðru sem þeir gera,“ sagði Jón Viðar að lokum.Sævar BirgissonMynd/Sævar BirgissonÞau ætla að vera með á ÓL í febrúar Skíðasamband Íslands (SKÍ) hefur sett saman Ólympíuhóp sambandsins en hann skipa þeir tíu íþróttamenn sem eiga raunhæfa möguleika á að tryggja sér keppnisrétt á næstu Vetrarólympíuleikum sem fara fram í rússnesku borginni Sochi við Svartahaf í febrúar 2014. Hópinn skipa þau Brynjar Jökull Guðmundsson (alpagreinar), Brynjar Leó Kristinsson (skíðaganga), Einar Kristinn Kristgeirsson (alpagreinar), Erla Ásgeirsdóttir (alpagreinar), Freydís Halla Einarsdóttir (alpagreinar), Halldór Helgason (snjóbretti), Helga María Vilhjálmsdóttir (alpagreinar), Jakob Helgi Bjarnason (alpagreinar), María Guðmundsdóttir (alpagreinar) og Sævar Birgisson (skíðaganga)i.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Sjá meira