Á kvikmyndasýningum rúmenskra menningardaga sem lýkur á laugardag í Bíó Paradís kennir ýmissa grasa. Meðal annars verður Child"s Pose sýnd í kvöld og Of Snails and Men annað kvöld.
Pose fjallar um stjórnsama móður sem reynir að ná stjórn á fullorðnum syni sínum eftir að hann er ákærður fyrir manndráp. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín þar sem hún hlaut Gullna björninn.
Of Snails and Men fjallar um verksmiðju í litlum bæ þar sem fjöldauppsagnir eru yfirvofandi. Einn starfsmaður vill fara í óvenjulega fjáröflun, það er að safna fé með því að selja sæði til sæðisbanka.
Bíó og sjónvarp