Manndráp með hefðbundnu sniði Ólafur Þ. Stephensen skrifar 11. október 2013 06:00 Litið hefur verið á það sem meiriháttar diplómatískan sigur að takast skyldi að semja um að stjórnvöld í Sýrlandi létu efnavopnabúr sitt af hendi og skuldbyndu sig til að eiga hvorki né nota efnavopn í framtíðinni. Og auðvitað er það áfangi út af fyrir sig. Bandaríkjamenn hættu við að gera árásir á Sýrland. Breiðan, alþjóðlegan stuðning við slíkar aðgerðir skorti og óvíst er að þær hefðu skilað þeim árangri sem vonazt var eftir. Hvort sem stjórn Assads Sýrlandsforseta bar ábyrgð á efnavopnaárásum á almenna borgara eða ekki hefur hún hins vegar grætt á þeim farvegi sem málið fór í eftir að eiturgasárásirnar voru gerðar. Athygli heimsins hefur beinzt að efnavopnunum, beitingu þeirra og lausn á þeim afmarkaða þætti málsins. Hún er reyndar ekki einföld í framkvæmd; það er gríðarlega flókið mál fyrir Efnavopnastofnunina (OPCW) að fara um land þar sem borgarastyrjöld geisar, sannreyna upplýsingar sýrlenzkra stjórnvalda um vopnabúrin, eyða vopnunum og eyðileggja vopnaverksmiðjur. Á meðan þokast lítið sem ekkert í átt að diplómatískri lausn á hinu raunverulega vandamáli; harðneskjulegri kúgun stjórnar Assads á borgurum landsins og hinni harðvítugu borgarastyrjöld. Stutt er síðan þotur Sýrlandshers gerðu loftárás á skóla í landinu, svo dæmi sé nefnt. Eins og ýmsar alþjóðlegar hjálparstofnanir hafa bent á, hafa meira en 99 prósent þeirra yfir 100 þúsund manna sem hafa verið drepnir í Sýrlandi undanfarin ár fallið fyrir hefðbundnum vopnum. Af slíkum vopnum er meira en nóg í landinu og stuðningsríki stjórnvalda og uppreisnarmanna færa þeim enn meira af þeim. Um tvær milljónir Sýrlendinga eru nú landflótta. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær horfum við nú upp á mesta flóttamannavanda heimsbyggðarinnar í átján ár, eða frá því að voðaverkin í Rúanda hröktu hundruð þúsunda manna á flótta. Flóttamannavandinn hefur hríðversnað á þessu ári eftir því sem átökin hafa harðnað. Flóttamennirnir búa við ömurlegar aðstæður í tjaldbúðum í nágrannalöndum Sýrlands. Myndir Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins, frá Líbanon sem birtast í blaðinu þessa dagana veita örlitla innsýn í neyðina sem þar ríkir. Nú gengur veturinn í garð og tilvera flóttamannanna verður enn erfiðari. Pia Prytz Phiri, svæðisstjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að búizt væri við að flóttamenn í nágrannaríkjum Sýrlands gætu orðið þrjár milljónir. Þá væri ótalin sex og hálf milljón manns, sem er á vergangi innan landamæra Sýrlands. Phiri kallaði eftir því að ríki heims, þar á meðal Ísland, legðu bæði fram meira fé til hjálparstarfs og tækju við fleiri flóttamönnum en þau hafa þegar skuldbundið sig til. Íslenzk stjórnvöld eiga að taka vel í hvort tveggja. Á meðan ríki heims eru í sameiningu of vanmáttug til að binda enda á borgarastríðið í Sýrlandi verða þau að axla ábyrgð á afleiðingum þess og lina þjáningar fólksins sem þurft hefur að flýja heimili sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Litið hefur verið á það sem meiriháttar diplómatískan sigur að takast skyldi að semja um að stjórnvöld í Sýrlandi létu efnavopnabúr sitt af hendi og skuldbyndu sig til að eiga hvorki né nota efnavopn í framtíðinni. Og auðvitað er það áfangi út af fyrir sig. Bandaríkjamenn hættu við að gera árásir á Sýrland. Breiðan, alþjóðlegan stuðning við slíkar aðgerðir skorti og óvíst er að þær hefðu skilað þeim árangri sem vonazt var eftir. Hvort sem stjórn Assads Sýrlandsforseta bar ábyrgð á efnavopnaárásum á almenna borgara eða ekki hefur hún hins vegar grætt á þeim farvegi sem málið fór í eftir að eiturgasárásirnar voru gerðar. Athygli heimsins hefur beinzt að efnavopnunum, beitingu þeirra og lausn á þeim afmarkaða þætti málsins. Hún er reyndar ekki einföld í framkvæmd; það er gríðarlega flókið mál fyrir Efnavopnastofnunina (OPCW) að fara um land þar sem borgarastyrjöld geisar, sannreyna upplýsingar sýrlenzkra stjórnvalda um vopnabúrin, eyða vopnunum og eyðileggja vopnaverksmiðjur. Á meðan þokast lítið sem ekkert í átt að diplómatískri lausn á hinu raunverulega vandamáli; harðneskjulegri kúgun stjórnar Assads á borgurum landsins og hinni harðvítugu borgarastyrjöld. Stutt er síðan þotur Sýrlandshers gerðu loftárás á skóla í landinu, svo dæmi sé nefnt. Eins og ýmsar alþjóðlegar hjálparstofnanir hafa bent á, hafa meira en 99 prósent þeirra yfir 100 þúsund manna sem hafa verið drepnir í Sýrlandi undanfarin ár fallið fyrir hefðbundnum vopnum. Af slíkum vopnum er meira en nóg í landinu og stuðningsríki stjórnvalda og uppreisnarmanna færa þeim enn meira af þeim. Um tvær milljónir Sýrlendinga eru nú landflótta. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær horfum við nú upp á mesta flóttamannavanda heimsbyggðarinnar í átján ár, eða frá því að voðaverkin í Rúanda hröktu hundruð þúsunda manna á flótta. Flóttamannavandinn hefur hríðversnað á þessu ári eftir því sem átökin hafa harðnað. Flóttamennirnir búa við ömurlegar aðstæður í tjaldbúðum í nágrannalöndum Sýrlands. Myndir Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins, frá Líbanon sem birtast í blaðinu þessa dagana veita örlitla innsýn í neyðina sem þar ríkir. Nú gengur veturinn í garð og tilvera flóttamannanna verður enn erfiðari. Pia Prytz Phiri, svæðisstjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að búizt væri við að flóttamenn í nágrannaríkjum Sýrlands gætu orðið þrjár milljónir. Þá væri ótalin sex og hálf milljón manns, sem er á vergangi innan landamæra Sýrlands. Phiri kallaði eftir því að ríki heims, þar á meðal Ísland, legðu bæði fram meira fé til hjálparstarfs og tækju við fleiri flóttamönnum en þau hafa þegar skuldbundið sig til. Íslenzk stjórnvöld eiga að taka vel í hvort tveggja. Á meðan ríki heims eru í sameiningu of vanmáttug til að binda enda á borgarastríðið í Sýrlandi verða þau að axla ábyrgð á afleiðingum þess og lina þjáningar fólksins sem þurft hefur að flýja heimili sín.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun