Kunnugleg aðferð, óvæntar uppákomur Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 19. október 2013 11:00 Náttúruleg skáldsaga er fyrsta bók Gospodinovs sem þýdd er á íslensku. Bækur: Náttúruleg skáldaga Georgi Gospodinov. Þýðing: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Dimma Búlgarskar bókmenntir eru líklega fáum íslenskum lesendum vel kunnar, við fyrstu athugun virðist saga þeirra þó eiga ýmislegt sameiginlegt með okkar eigin bókmenntasögu: gullöld á miðöldum með líflegri handritamenningu, endurreisn á nítjándu öld og eitt Nóbelskáld, þótt Elias Canetti hafi raunar flust frá Búlgaríu sex ára gamall og skrifað á þýsku. Að frátöldum þýðingum á Canetti sé ég ekki betur en Náttúruleg skáldsaga sé fyrsta bókin sem þýdd er á íslensku eftir búlgarskan höfund og sú alfyrsta sem skrifuð er á búlgörsku. Það eitt ætti að nægja til að vekja forvitni lesenda. Náttúruleg skáldsaga kom fyrst út fyrir fjórtán árum þegar póstmódernisminn var á lokametrunum sem tískustefna í vestrænum bókmenntum. Þetta leynir sér ekki og margt er kunnuglegt við bæði aðferð sögunnar og efnistök. Hún er brotakennd, sjálfsvísandi og uppfull af tilvitnunum í aðrar skáldsögur og ýmiss konar fræði. Einhvers staðar í þessu kraðaki er sögð saga, sem kannski er af sögumanni sjálfum, kannski saga annars manns sem hann hefur eignað sér, af manni sem er nýskilinn við konuna sína vegna þess að hún er ólétt eftir annan mann. Hann er rithöfundur og reynir að skrifa skáldsögu. Þannig kallast sagan um hjónabandið annars vegar og sagan um tilurð sögunnar á með spurningum um uppruna og feðrun. Brotin sem umlykja þessa sögu eru af margvíslegu tagi, sögumaður fer mikinn í klósett og kúk og piss húmor sem hann tengir við sögu, menningu og tungumál á margvíslegan, stundum snjallan, hátt. Hér eru líka vangaveltur um form skáldsögunnar og mikil súpa af tilvísunum í heimsbókmenntirnar. Náttúruleg skáldsaga er á köflum bráðsnjöll og skemmtileg, það eru í henni óvæntir snúningar á hefðbundið skáldsöguform, en margt í henni virkar líka kunnuglegt þótt það hafi kannski verið ferskt og nýtt í sínu samhengi á sínum tíma. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson þýðir bókina úr dönsku og ensku. Á stöku stað má sjá þessi tvö frummál gægjast fram í textanum, setningar með ensku- eða dönskulegri orðaröð svo dæmi sé tekið. Að öðru leyti er texti bókarinnar vandaður og stundum reynir á þýðandann, t.d. í þýðingu á spakmælum, raunverulegum og tilbúnum og margþættum tilvísunum í allar áttir.Niðurstaða: Forvitnileg búlgörsk skáldsaga sem kemur stundum á óvart en ekki nógu oft. Gagnrýni Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur: Náttúruleg skáldaga Georgi Gospodinov. Þýðing: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Dimma Búlgarskar bókmenntir eru líklega fáum íslenskum lesendum vel kunnar, við fyrstu athugun virðist saga þeirra þó eiga ýmislegt sameiginlegt með okkar eigin bókmenntasögu: gullöld á miðöldum með líflegri handritamenningu, endurreisn á nítjándu öld og eitt Nóbelskáld, þótt Elias Canetti hafi raunar flust frá Búlgaríu sex ára gamall og skrifað á þýsku. Að frátöldum þýðingum á Canetti sé ég ekki betur en Náttúruleg skáldsaga sé fyrsta bókin sem þýdd er á íslensku eftir búlgarskan höfund og sú alfyrsta sem skrifuð er á búlgörsku. Það eitt ætti að nægja til að vekja forvitni lesenda. Náttúruleg skáldsaga kom fyrst út fyrir fjórtán árum þegar póstmódernisminn var á lokametrunum sem tískustefna í vestrænum bókmenntum. Þetta leynir sér ekki og margt er kunnuglegt við bæði aðferð sögunnar og efnistök. Hún er brotakennd, sjálfsvísandi og uppfull af tilvitnunum í aðrar skáldsögur og ýmiss konar fræði. Einhvers staðar í þessu kraðaki er sögð saga, sem kannski er af sögumanni sjálfum, kannski saga annars manns sem hann hefur eignað sér, af manni sem er nýskilinn við konuna sína vegna þess að hún er ólétt eftir annan mann. Hann er rithöfundur og reynir að skrifa skáldsögu. Þannig kallast sagan um hjónabandið annars vegar og sagan um tilurð sögunnar á með spurningum um uppruna og feðrun. Brotin sem umlykja þessa sögu eru af margvíslegu tagi, sögumaður fer mikinn í klósett og kúk og piss húmor sem hann tengir við sögu, menningu og tungumál á margvíslegan, stundum snjallan, hátt. Hér eru líka vangaveltur um form skáldsögunnar og mikil súpa af tilvísunum í heimsbókmenntirnar. Náttúruleg skáldsaga er á köflum bráðsnjöll og skemmtileg, það eru í henni óvæntir snúningar á hefðbundið skáldsöguform, en margt í henni virkar líka kunnuglegt þótt það hafi kannski verið ferskt og nýtt í sínu samhengi á sínum tíma. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson þýðir bókina úr dönsku og ensku. Á stöku stað má sjá þessi tvö frummál gægjast fram í textanum, setningar með ensku- eða dönskulegri orðaröð svo dæmi sé tekið. Að öðru leyti er texti bókarinnar vandaður og stundum reynir á þýðandann, t.d. í þýðingu á spakmælum, raunverulegum og tilbúnum og margþættum tilvísunum í allar áttir.Niðurstaða: Forvitnileg búlgörsk skáldsaga sem kemur stundum á óvart en ekki nógu oft.
Gagnrýni Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira