Auðvitað langar alla í kókosbollu Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. október 2013 09:14 Þessi meistaramánuður er svo fáránlega steiktur,“ heyrði ég ungt par segja í röðinni á kassanum í Hagkaup í gær á meðan það hrúgaði á færibandið að því er virtist hálfu ævistarfi Helga í Góu. Ég náttúrulega fylltist öfund yfir þeirra körfu, enda löngum verið meðal dyggustu viðskiptavina Helga, á meðan ég tíndi á bandið heilsusamlegar vörur. „Hvað á fólk svo að gera hina ellefu mánuðina?“ héldu þau áfram. „Af hverju að hætta að drekka í einn mánuð?“ Þetta er fínn rökstuðningur og ef þig langar ekki að taka þátt í meistaramánuði, þá er það allt í góðu. Þá má án efa færa rök fyrir því að það sé skrítið að hætta að drekka í einn mánuð. Ég bara þekki það ekki. Ef þú lifir þegar eins og meistari þá er það líka æðislegt, og til hamingju með það. Ég er með í meistaramánuði og karfan mín lítur ekki alltaf jafn vel út og í gær. Öðru nær. Ég fer alltof seint að sofa og ég er alltaf að flýta mér því ég er sein. Og ég held að það sé bara gott mál ef eins og einn góður siður sem ég tileinka mér í þessum mánuði fylgir mér út í árið. Eitt af markmiðum mínum er að drekka ekki áfengi. Það virðist fólki í kringum mann hið erfiðasta mál. Á meðan ég geri ráð fyrir að mínir nánustu séu aðeins rórri, vitandi að ég er heima á laugardagskvöldi að lesa bók en ekki á barnum að fá þá brjálæðislegu góðu hugmynd að fá barinn bara heim til mín eftir lokun, þá eru viðbrögð annarra við þessu bindindi svo fyndin. „Og hvað? Hvenær ætlarðu eiginlega að koma aftur?“ spurði góður vinur minn mig um miðjan mánuðinn. Eins og ég hafi keypt mér miða aðra leið til Noregs og ætli að fara að vinna á olíuborpalli, þar sem er ekkert símasamband, um ókomna framtíð. En svo er svo margt í þessu. Meistaramánuður er ekki gallalaus og í því sambandi má helst nefna Instagram-myndir af mat sem eru óbærilegar alla mánuði ársins. Taki til sín sem eiga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Þessi meistaramánuður er svo fáránlega steiktur,“ heyrði ég ungt par segja í röðinni á kassanum í Hagkaup í gær á meðan það hrúgaði á færibandið að því er virtist hálfu ævistarfi Helga í Góu. Ég náttúrulega fylltist öfund yfir þeirra körfu, enda löngum verið meðal dyggustu viðskiptavina Helga, á meðan ég tíndi á bandið heilsusamlegar vörur. „Hvað á fólk svo að gera hina ellefu mánuðina?“ héldu þau áfram. „Af hverju að hætta að drekka í einn mánuð?“ Þetta er fínn rökstuðningur og ef þig langar ekki að taka þátt í meistaramánuði, þá er það allt í góðu. Þá má án efa færa rök fyrir því að það sé skrítið að hætta að drekka í einn mánuð. Ég bara þekki það ekki. Ef þú lifir þegar eins og meistari þá er það líka æðislegt, og til hamingju með það. Ég er með í meistaramánuði og karfan mín lítur ekki alltaf jafn vel út og í gær. Öðru nær. Ég fer alltof seint að sofa og ég er alltaf að flýta mér því ég er sein. Og ég held að það sé bara gott mál ef eins og einn góður siður sem ég tileinka mér í þessum mánuði fylgir mér út í árið. Eitt af markmiðum mínum er að drekka ekki áfengi. Það virðist fólki í kringum mann hið erfiðasta mál. Á meðan ég geri ráð fyrir að mínir nánustu séu aðeins rórri, vitandi að ég er heima á laugardagskvöldi að lesa bók en ekki á barnum að fá þá brjálæðislegu góðu hugmynd að fá barinn bara heim til mín eftir lokun, þá eru viðbrögð annarra við þessu bindindi svo fyndin. „Og hvað? Hvenær ætlarðu eiginlega að koma aftur?“ spurði góður vinur minn mig um miðjan mánuðinn. Eins og ég hafi keypt mér miða aðra leið til Noregs og ætli að fara að vinna á olíuborpalli, þar sem er ekkert símasamband, um ókomna framtíð. En svo er svo margt í þessu. Meistaramánuður er ekki gallalaus og í því sambandi má helst nefna Instagram-myndir af mat sem eru óbærilegar alla mánuði ársins. Taki til sín sem eiga.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun